Barnavöruframleiðandinn Stokke fagnar því um þessar mundir að 10 milljón eintök af klassíska og heimsþekkta stólnum Tripp Trapp hafa verið framleidd. Til að fagna þessum merka áfanga kynnir Stokke hátíðarútgáfu af Tripp Trapp í mattri eik, með áletrun hönnnuðarins ásamt fallegum smáatriðum. Svartur eikarstóllinn er með rósagylltum festingum og stöng á meðan að hvíta eikin er með festingum og stöng með málmáferð.
Stóllinn sem hannaður var árið 1972 af Peter Opsvik er einstakur fyrir þær sakir að hann er fyrsti stóllinn sem hannaður var með það í huga að geta vaxið með barninu. Þegar að Peter Opsvik hóf að hanna Tripp Trapp stólinn var hans markmið að hanna stól sem börn á öllum aldri gætu setið á við matarborðið með olnboga í borðhæð.
Sæti og fótskemil stólsins er hægt að stilla á þann hátt að hann vex með barninu og gengur stóllinn kynslóða á milli. Tripp Trapp stólinn geta fullorðnir einnig notað og þolir hann allt að 85 kg.
Tripp Trapp ásamt aukahlutum fæst í Epal.