Lighyears er tiltölulega ungt fyrirtæki sem hefur haslað sér völl í hinni hörðu samkeppni lampaframleiðanda í Evrópu.
Fyrirtækið hefur farið vel af stað enda aðeins ráðið úrvalshönnuði til starfa.
Cecilie Manz er hönnuður Caravaggio hengi-lampans, sérlega aðlaðandi lampi t.d. með að raða þeim saman yfir vinnuborði í eldhúsi. Hún hefur einnig hannað Mondrian, athyglisverðan lampa í naumhyggju stíl.
Hans Sandgren Jakobsensen m.a. hannaði Randon lamparöðina, stand, borð- og vegglampa með þríhyrninginn og hringinn sem grunnform og Helium, borð og hengilampa.
Halskov & Dalsgaard með Flamingo hengilampa, borð og standlampa sem bæði eru stílhreinir og hagnýtir.
Strand+Hvass sem hannað hafa Sinope borð og stand og hengilampa. Þeir eru gerðir úr krómuðu stáli. Glerið er handblásið.
Jörn Utzon, sem þekktastur er fyrir hönnun óperuhússins í Sidney í Ástralíu. Lampar hans, Opera og Concert eru hengilampar í anda sígildrar hönnunar sjötta og sjöunda áratugarins. Sérlega viðfeldnir lampar.
Hidenori Kuge er japanskur hönnuður, en japönsk lýsingarhönnun er mjög þróuð fagurfræðilega séð. Eftir hann eru Takeru borð og standlampar sem eru hentugir sem sérlýsing við lestur eða handavinnu.
Knud Holscher hannaði Asalea, fallegan og hagnýtan vegg og borðlampa.