Við vorum að fá í hús þessi fallegu japönsku skrautlímbönd frá MT.
Límböndin eru búin til úr hrísgrjónapappír og eru meðal annars mikið notuð í skreytingar innanhúss. MT límböndin koma í mörgum fallegum litum og eru auðveld í notkun, auðvelt er að fjarlægja límböndin og þau skilja ekkert eftir sig.
Hér að neðan eru nokkrar myndir sem að sýna skemmtilega notkunarmöguleika límbandsins.
Hægt er að búa til merkingar og falleg skilaboð fyrir saumaklúbbinn.
Hægt er að fríska uppá gamalt stell.
Hér er búið að búa til fallegt gluggaskraut
Jafnvel hægt að gefa IKEA kommóðu nýtt líf.
Gott er að nota límbandið til að hengja upp uppskriftir og minnismiða.
Leyfið ímyndunaraflinu að ráða,
Það þekkja flestir Maurinn sem hannaður var að Arne Jacobsen árið 1952, en stólinn má finna í mörgum opinberum byggingum um allann heim ásamt því að hafa slegið í gegn í borðstofum og eldhúsum landsmanna.
Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega fyrir matsal danska lyfjarisans Novo Nordic og var fyrsta útgáfa Maursins 3100 þá með aðeins þremur löppum.
Árið 1980 hóf Fritz Hansen framleiðslu á nýrri útgáfu stólsins 3101, þar sem fjórðu löppinni hafði þó verið bætt við.
Maurinn er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.
Ef einhverjum þykir erfitt að velja á milli hvaða stól skal velja eftir Arne þá kemur líka svona aldeilis vel út að blanda nokkrum saman við borðstofuborðið.
Hér að ofan er flott blanda; Sjöan, Maurinn og Grand Prix
Hver er þinn uppáhalds?
PH5 lampinn var hannaður af Poul Henningsen árið 1958. Lampinn er í dag algjört hönnunar icon og talið er að u.þ.b 50% allra danskra heimila skarti að minnsta kosti einu PH5 ljósi.
Árið 2008 var haldið uppá 50 ára afmæli PH5 og í því tilefni var gerð sérstök afmælisútgáfa af lampanum, PH50.
Afmælisútgáfan kom í þessum litum hér að neðan, rauður, ljósblár, grænn, kókoshvítur og svartur.
Í sunnudagsbíltúrum um falleg hverfi Reykjavíkur má þó sjá að við íslendingarnir erum ekki langt eftir frændum okkar í Danmörku hvað varðar vinsældir PH5 lampans!
{fblike }