Það er ekki oft sem að maður sér hringlaga hníf en Chop knife sem kemur frá Normann Copenhagen er skemmtilegur hnífur sem er mjög auðveldur í notkun.
Hnífurinn kemur í nokkrum litum og er flottur í hvaða eldhúsi sem er!
KORA eru íslenskir handunnir skartgripir hannaðir af Hildi Hafstein. Þeir eru unnir úr náttúrulegum orkusteinum og sterling silfri ásamt viðarperlum og endurunnu gömlu skarti. Steinarnir eru allir uppbyggjandi fyrir líkama og sál og gripirnir eru nærandi fyrir augu og anda.
Armböndin koma virkilega vel út mörg saman.
Þessir fallegu skartgripir eru innblásnir af búddískum malaböndum, menningu sígauna og tíðaranda blómabarnanna svo eitthvað sé nefnt og rennur hluti söluverðs skartgripanna til samtakanna Sól í Togo.
Við kynnum fyrir ykkur nýjar vörur í Epal.
Rig-Tig er nýtt merki frá hinu ástsæla gæðamerki Stelton sem finna má inná flestum heimilum á Íslandi. Rig-Tig eru umhverfisvænar vörur á góðu verði.
Smart geymsluílát fyrir eldhúsið sem standa á bambus bakka.
Stórsniðug hönnun! Carafe cleaner gerir þér kleift að hreinsa karöflur eða vasa að innan sem hingað til hefur þótt erfitt.
Sápu og heitu vatni er hellt í karöfluna og keðjan er látin ofaní. Næsta skref er að hrista karöfluna og láta keðjuna um verkið, engar rispur bara hreint gler.
Margir nota eitt af þessum áhöldum á hverjum degi. Með þessum áhöldunum fylgir haldari með innbyggðum seglum svo auðveldlega er hægt að hengja þau upp á snyrtilegann hátt.
Multi opnari
Multi skrælari/flysjari sem bíður einnig uppá það að skrúbba ávextina og grænmetið.
Sniðugir hnífar, minni hnífurinn er bæði ávaxtahnífur og skrælari.
Flottir mælibollar fyrir baksturinn
Sniðugt bökunarform sem gerir þér kleift að baka 3 kökur á sama tíma, eða jafnvel að sameina kökuna og hafa mismunandi bragð/lit í hverju hólfi?
Nútímanlegt rúllukefli sem kemur með sílikonmottu sem auðveldar vinnuna. Á mottunni eru hringir sem hægt er að fara eftir þegar verið er að rúlla í t.d pizzu. Eftir notkun er mottan geymd inní keflinu.
Verndaðu borðið fyrir heitum pottum og pönnum. Staflanlegu hitaplattarnir koma 4 saman í pakka og eru skemmtilegt eldhússkraut þegar ekki í notkun.
Appelsínukreistari fyrir þá sem vilja nýkreistann safa á morgnanna.
Sniðugt brauðbox sem nýtist einnig sem skurðarbretti.
Hér sjáið þið bara brot af línunni. Við mælum með með að kíkja við í Epal Skeifunni og skoða úrvalið!
- 1
- 2