Skemmtilega myndskreyttir melamín diskar eru nýjasta varan frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop. Diskarnir koma í fjórum mismunandi útgáfum þar sem krúttlegu Tulipop fígúrurnar Bubble, Gloomy, Skully, Wiggly & Wobbly eru í lykilhlutverki.
Diskarnir eru 21,5 cm á þvermál og henta vel sem matardiskar fyrir krakka, kökudiskar fyrir alla fjölskylduna, í grillveisluna, í lautarferð eða bara til að lífga upp á matmálstímann.
Tulipop lagði mikla áherslu á að finna vandaðan og góðan framleiðanda sem gæti tryggt gæði og öryggi plastsins sem notað er í diskana. Framleiðandinn sem varð fyrir valinu hefur fengið ISO9001 gæðavottun og hefur staðist kröfur opinberra eftirlitsaðila í fjölmörgum löndum, s.s. Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Framleiðandinn framleiðir vörur fyrir heimsþekkt fyrirtæki á borð við Disney og Target, sem hafa heimsótt verksmiðjur fyrirtækisins til að votta gæði og aðstæður. Tulipop fékk jafnframt alþjóðlegt prófunarfyrirtæki, SGS, til að gera úttekt á diskunum og hefur það staðfest að diskarnir standast ströngustu kröfur.
Litríkir diskar frá Tulipop gera matmálstímann skemmtilegri!
Hér má sjá Charles Eames með House of cards.
Við fengum einnig nýjar skissubækur og bolla frá Pantone.
En fyrir þá sem ekki vita þá er Pantone alþjóðlegt litakerfi og eiga margir sinn uppáhalds Pantone lit. Hvert ár er einnig valinn Pantone litur ársins og er nýbúið að tilkynna lit ársins 2012 og er það appelsínugulur Pantone 17-1463.
Flott tækifærisgjöf!
Enn á ný tekst HAY að heilla okkur upp úr skónnum.
Viskustykkin frá þeim eru dásamleg og í flottum og björtum litum sem er þó helsta einkenni Scholten og Baijings sem HAY hannar allar sínar vefnaðarvörur í samstarfi við.
Einnig eigum við von á nýjum rúmfötum frá HAY innan skamms og hægt er að fullvissa sig um það að þau munu slá í gegn.
Nú rúmu ári síðar er afrakstur þessa samstarfs tilbúinn, tvö glæsileg úr og öskjur sem skarta listaverkum Erró og Eggerts Péturssonar og er því um afar sérstaka skartgripi að ræða sem munu án efa vekja eftirtekt og aðdáun um ókomna tíð.
Hægt er að fylgjast með uppboðinu á heimasíðu J.S. Watch á www.jswatch.com
- 1
- 2