Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu.
Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.
Óróinn er gullhúðaður úr kopar og er sérhannaður árlega af þekktum listamönnum. Í ár er jólaóróinn falleg frostrós og er hannaður af Flemming Eskildsen.