Rainbow Trivet

Rainbow Trivet pottastandurinn frá Normann Copenhagen hlaut á dögunum hin eftirsóttu verðlaun 2011 GOOD DESIGN Award.
Rainbow Trivet er hannað af þýska hönnunarteyminu Ding 3000, en GOOD DESIGN Award verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1950 þegar að Edgar J. Kaufmann jr. stofnaði þau í Chicaco með aðstoð frá Charles og Ray Eames, Eero Saarinen og Florence Knoll.

Ýmislegt fallegt frá Ferm Living

Hér að neðan má sjá brot af vöruúrvalinu frá Ferm Living,
Fallegar smádótahillur,
Fallegir bollar,
Kork-kúlur undir heitt,
Flottir kertastjakar,
Lítil dýr úr krossvið,
En núna styttist í forútsöluna hjá okkur, byrjar kl.18.00 og stendur til 20.00,
Allt að 70% afsláttur, láttu sjá þig!

Zuny dýrin

Dýrin frá Zuny eru virkilega flott, þau eru flott sem hurðastoppari, bókastoð eða jafnvel sem skrautmunur í stofuna eða barnaherbergið.
Zuny dýrin eru öll handgerð og eru um 2kg að þyngd og með sandi í botninum til að tryggja stöðugleika.

Bourgie lampinn frá Kartell

Ferruccio Laviani hannaði Bourgie lampann fyrir Kartell árið 2004.
Bourgie lampinn er innblásinn frá barokk tímabilinu og kemur í nokkrum litum, hægt er að hæðastilla skerminn og gefur lampinn frá sér einstaklega fallega birtu.
Áhugavert er að fletta upp hvað Bourgie nafnið stendur fyrir, en samkvæmt orðabók mætti þýða það sem “snobb” og stendur fyrir þá sem hafa smekk fyrir fínni og dýrari hlutum:)

Fuzzy – litli íslenski gærukollurinn

 

Það var árið 1972 sem Sigurður Már Helgason hannaði og smíðaði fyrsta fuzzy kollinn. Fuzzy hefur fjóra ávala og sterka viðarfætur og er setan bólstruð með ekta íslenskri gæru.

Fuzzy er algerlega tímalaus hönnun sem á inni alls staðar fyrir einstakt útlit og flott yfirbragð og hefur lengi verið vinsæll á íslenskum heimilum og þótt tilvalinn í gjafir hvort sem það er útskrift, ferming eða önnur tilefni.

Kubbar: íslensk hönnun fyrir börnin

Íslenskir Kubbar gerðir úr lerki frá Hallormsstaðaskógi. Kubbarnir eru hannaðir og framleiddir af hjónunum Guðrúnu Valdimarsdóttur, vöruhönnuði og Oddi Jóhannssyni, grunnskólakennara.
Í hverjum kassa eru 42 kubbar, þeir eru allir af sömu stærð og hliðar kubbana ganga hver upp í aðra sem gerir möguleika á uppröðun mikla. Kubba er hægt að nota í ýmis konar leiki; byggja úr þeim hús og hallir, leggja með þeim vegi og nota þá sem dómínókubba svo dæmi séu tekin. Stærð og lögun kubbanna gerir þá hentuga fyrir börn sem hafa ekki þroskað að fullu fínhreyfingar sínar en þeir henta ekki síður í skapandi leiki eldri barna.

NEXTIME KLUKKUR

Hjá Epal er núna hægt að fá klukkur frá NeXtime.

NeXtime er hollenskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í klukkum undanfarin 70 ár.

Klukkurnar eru seldar í yfir 50 löndum og er NeXtime eitt fremsta klukkufyrirtæki heims.

NeXtime bjóða upp á gott úrval af klukkum, hvort sem þú ert að leita af klassísku eða nútímalegu útliti. Kíktu við!

Muuto

Muuto er ungt hönnunarfyrirtæki sem er þó orðið þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi fyrir Skandinavíska hönnun. Nafnið Muuto er innblásið af finnska orðinu “muutos”, sem þýðir breyting eða ný sýn.

Nýlega fagnaði Muuto 5 ára afmæli sínu og í dag er hægt að nálgast Muuto vörur í yfir 800 verslunum um heim allan. Muuto velur sjálft leiðandi hönnuði til að vinna fyrir sig og koma hönnuðurnir frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku -vonandi Íslandi líka einn daginn. En þau framleiða bæði húsgögn, ljós ásamt frábæru úrvali af vörum fyrir heimilið.

ÍHér að ofan má sjá mynd af stoltum stofnendum Muuto, Kristian Byrge og Peter Bonnen.

Í tilefni af 5 ára afmæli Muuto valdi Designmuseum Danmark 10 vörur frá þeim sem verða héðan í frá partur af varanlegri sýningu safnsins sem þykir mikið afrek og frábær viðurkenning fyrir svo ungt hönnunarfyrirtæki.

Að sjálfsögðu er Muuto til sölu hjá okkur í Epal.

Fallegir stólar fyrir heimilið

Hér má sjá innlit inná nokkur falleg heimili sem öll eiga það sameiginlegt að skarta flottum borðstofu/eldhússtólum.
Wishbone chair/Y-stóllinn eftir Hans J.Wegner sem hann hannaði árið 1950
Carl Hansen & son sem hefur framleitt stólana eftir Hans J Wegner hóf nýlega framleiðslu á Y-stólnum í nýjum litum. Alveg frábært að sjá þennann gamla klassíska stól í nýju ljósi!
Sjöur eftir Arne Jacobsen sem hann hannaði árið 1955 og njóta vinsælda um heim allann
Maurinn eftir Arne Jacbobsen, hannaður árið 1952
The Bone chair eftir Hans J Wegner
Trinidad stóllinn er frægasta hönnun frá Nönnu Ditzel, hannaður árið 1993
Tripp Trapp fyrir börnin, hannaður árið 1972
Hér er nokkrum stólum blandað saman, Sjöan og Maurinn eftir Arne Jacobsen og Tripp Trapp eftir Peter Opsvik.