KUBUS SKÁLIN

Arkitektinn Mogens Lassen hannaði klassíska Kubus kertastjakann fyrir um 50 árum síðan,og  núna hefur bæst við skál í Kubus línuna og er hún innblásin af kertastjakanum fræga.

Kubus skálin er minimalísk og hana er meðal annars hægt að nota undir ávexti, sælgæti, eða plöntu eins og myndin hér að ofan sýnir.

Kubus kertastjakinn er alltaf flottur, oftast sér maður hann með hvítum kertum í, en mikið kemur það vel út að nota kerti sem eru samlituð stjakanum!

Og svo viljum við minna á forútsöluna sem hefst kl.18.00 í dag,
Sjáumst þá!

ÉLIVOGAR – ÍSLENSK HÖNNUN

Mottuverksmiðjan Élivogar var stofnuð haustið 2011. Þar eru hannaðar og framleiddar handunnar, tuftaðar, mottur úr íslenskri ull fyrir gólf og veggi. Hönnuðir Élivoga eru þær Sigríður Ólafsdóttir og Sigrún Lára Shanko og vinna þær aðeins með náttúruleg efni og leggja einnig áherslu á umhverfisvæna framleiðslu. Motturnar voru kynntar á Hönnunarmars fyrr á þessu ári í Epal og eru nú loksins komnar í sölu hjá okkur.

 Innblástur kemur frá íslensku náttúrunni, og eru það árnar sem njóta sín í þessari fyrstu vörulínu.
Þetta er frumleg og flott íslensk hönnun.

FLOWER TABLE

Flower er fallegt borð með lífrænu formi hannað árið 2004 af hinni dönsku Christine Schwarzer og er framleitt af Swedese.

Borðið kemur í tveimur gerðum, Flower og Flower Mono. Flower er með lamineraða borðplötuí hvítu, svörtu eða rauðu ásamt fallegum viðarkant í Eik, Birki eða Hnotu. Flower Mono er einlitað og borðplatan er með hvítum eða svartlituðum Aski.

Flott borð fyrir smart heimili!

TABLO TABLE

Þetta flotta borð heitir Tablo Table og er framleitt af Normann Copenhagen  og hannað af Nicholai Wiig. Auðvelt er að setja borðið saman, en engar skrúfur eða verkfæri þarf að nota.

Þess má geta að hönnuðurinn Nicholai Wiig Hansen er  tilnefndur sem besti danski hönnuðurinn árið 2012 af Bolig Magasinet. Normann Copenhagen eru nokkuð sigurstranglegir, en tveir af þeirra hönnuðum eru tilnefndir sem bestu hönnuðirnir, hönnuðurinn Simon Legald er tilnefndur sem besti nýliðinn í ár, ásamt því að Normann Copenhagen eru tilnefndir sem besti hönnunarframleiðandinn í Danmörku.

Flott hjá þeim!

GULLFALLEG ÍBÚÐ Í AÞENU

Við megum til með að sýna ykkur myndir af þessari fallegu íbúð sem finna má í Aþenu, þarna býr mikill fagurkeri og sjá má hönnun eftir til dæmi Arne Jacobsen, Philippe Starck, Konstantin Grcic ásamt fleirum. Þessar myndir eru fengnar að láni frá frábæru vefsíðunni Yatser.com, en hægt er að sjá fleiri myndir ásamt því að fræðast um þessa íbúð hér; http://yatzer.com/Grand-Dame-ASKarchitects-Piraeus-Greece

Fallega ljósir Svanir

Ero stólar eftir Philippe Starck, framleiddir af Kartell

 Chair one eftir Konstantin Grcic

 Þessi ljós þekkjum við flest, eftir Poul Henningsen

 Eggið er gullfallegt í ljósbláu

Falleg íbúð ekki satt?

CHAIR ONE

Chair one / stóll no.1 var hannaður af Konstantin Grcic árið 2003 og er hann framleiddur á Ítalíu af Magis,  stóllinn er staflanlegur og steyptur úr áli og bíður því upp á mikla notkunarmöguleika, innandyra sem utan. Chair one er óvenjulegur í útliti, geometrískt form hans gera stólinn örlítið framtíðarlegann, en hann er þó einnig stílhreinn og er klassísk eign.

Chair one er flottur einn og sér eða í bland við aðra stóla/hönnunartákn til dæmis Sjöuna og Maurinn eftir Arne Jacobsen og klassíska Thonet stólinn. Það kemur afskaplega vel út að blanda saman nokkrum týpum og gerir valið töluvert auðveldara!

SEBRA FYRIR KRAKKANA

Sebra Interior er danskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi. Fyrirtækið var stofnað af Miu Dela árið 2004, en þá var hún einmitt að innrétta herbergi sonar síns Gustav, og fannst henni ekki vera til nógu gott úrval af gæða húsgögnum sérhönnuðum fyrir börn. Í dag eru alls 14 hönnuðir sem hanna fyrir Sebra en samtals eiga þau 26 börn, því er hægt að segja að þau séu með puttann á púlsinum þegar kemur að góðri hönnun fyrir börn.

Sebra interior býður upp á nútímalega hönnun í fallegum litum í blandi við gott handverk. Stór partur af vöruúrvalinu er handgert úr náttúrulegum efnum eins og við, ull og bómull.
Kíktu við í Epal og skoðaðu allt úrvalið frá Sebra.