MOSI BÆTIR HAG BARNA

Sparibaukurinn Mosi er afurð hönnunarteymisins Tulipop. Nú hafa Tulipop og MP banki tekið höndum saman með UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og verður sparibaukurinn seldur á næstunni til styrktar starfi samtakanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tulipop leggur UNICEF lið en árið 2010 framleiddi teymið páskaegg til styrktar samtökunum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur í nærri sjö áratugi staðið vörð um líf barna frá fæðingu til fullorðinsára. Samtökin eru leiðandi í hjálparstarfi og réttindagæslu fyrir börn um heim allan og því tilvalið að splæsa í Mosa og leggja UNICEF lið við að bæta hag barna um víða veröld. Mosi kostar 5500 krónur. Fyrir ágóðann sem UNICEF fær af hverjum seldum Mosa geta samtökin útvegað skólagögn fyrir 30 börn. Sparibaukurinn verður til sölu á öllum sölustöðum Tulipop. Sögu Mosa og ýmislegt skemmtilegt sem honum viðkemur má finna á mp.is/mosi.
tulipop.com ® unicef.is

TRIPP TRAPP

Til að fagna 40 ára afmæli verðlaunastólsins Tripp Trapp, var ákveðið að framleiða hátíðarútgáfu af honum. Stóllinn sem hannaður var árið 1972 af Peter Opsvik er einstakur fyrir þær sakir að hann er fyrsti stóllinn sem hannaður var með það í huga að geta vaxið með barninu. Þegar að Peter Opsvik hóf að hanna Tripp Trapp stólinn var hans markmið að hanna stól sem börn á öllum aldri gætu setið á við matarborðið en með olnboga í borðhæð.

 

Hátíðarútgáfa stólsins er úr gegnheilu olíbornu Beyki með áletrun Peter Opsvik á.

Stóllinn er klassísk, tímalaus hönnun sem endist í margar kynslóðir.

NÝ HÖNNUN : INGIBJÖRG HANNA

Ingibjörg Hanna frumsýndi á Hönnunarmars fyrr á þessu ári vörur úr línunum wood/wood/wood og Experienced sem voru núna fyrst að koma í sölu hjá okkur í Epal. Experienced eru fallegir púðar og viskastykki sem eru úr 100% bómull, og wood/wood/wood eru kertastjakar og cappuccino bollar sem Ingibjörg Hanna hannaði í samstarfi við Höllu Björk Kristjánsdóttur hönnuð.

Falleg íslensk hönnun fyrir heimilið.

NORM 69

Norm 69 ljósið var upphaflega hannað árið 1969 af Simon Karkov, en í mörg ár lá ljósið ósnert á háalofti þar til að það var uppgötvað af kunningja Simon Karkov, en möguleikarnir sem hann sá í ljósinu var upphaf samstarfs Normann Copenhagen og Simon Karkov árið 2001. Þá fyrst var ljósið endurheimt af háaloftinu og þróað áfram áður en það var sett í framleiðslu. Norm 69 er innblásið frá blómum og könglum, en hönnuðurinn sækir mikið innblástur í náttúruna.

Eftir að ljósið var framleitt af Normann Copenhagen árið 2001, hefur það hlotið fjölmörg verðlaun fyrir góða hönnun og fæst í dag í 60 löndum.
Normann Copenhagen vörurnar fást í Epal.

HEIMA HJÁ JACOB HOLM

Hér býr Jacob Holm ásamt eiginkonu sinni Barböru og dætrum þeirra, Selmu og Lili. Jacob Holm er framkvæmdarstjóri Fritz Hansen og því má sjá marga fallega hluti á heimilinu frá Fritz Hansen, en í bland við fallega antík hluti sem gefur heimilinu persónulegra yfirbragð.

Þarna má meðal annars sjá Artichoke loftljós og lampa eftir Poul Henningsen, stól eftir Hans J.Wegner, Sjöur og síðast en ekki síst fallega bleika Svani.
Gullfallegt og huggulegt heimili.
Ljósmyndir: Ditte Isager

AJ LAMPINN

AJ lamparnir voru hannaðir af Arne Jacobsen árið 1960 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn. Sagan segir að hringlaga gatið á járnbotni lampans hafi upphaflega verið ætlað til að hafa öskubakka í, sem gæti vel verið sönn saga, þar sem að reykingar voru afar vinsælar á þeim tíma sem lampinn var hannaður. Þessi lampi er klassísk eign sem verður bara flottari með hverju árinu sem líður.

Flottur lampi sem kemur í nokkrum litum.