STRING HILLUR

Sænski hilluframleiðandinn String var að senda frá sér þessar flottu myndir þar sem String hillurnar hafa verið stíliseraðar á marga vegu. String-hillukerfið er hönnun sænska arkitektsins Nils Strinning frá 1949.

MUUTO: Staflanleg hilla

Staflanlega hillan frá skandinavíska hönnunarfyrirtækinu Muuto er frábært húsgagn hannað af heimsþekkta arkitektnum Julien de Smedt. 


Hilluna er hægt að setja saman á ótalmarga vegu, það eru til 3 stærðir af einingum og sú stærsta kostar 29.500,-kr og þú raðar svo saman hillunni eftir þínum hugmyndum og þörfum.

Skemmtileg hönnun með mikla möguleika.

KUBUS Í KOPAR

Kubus kertastjakann hannaði Mogens Lassen upphaflega árið 1962 og þá í svörtum lit. Danski hönnunarframleiðandinn by Lassen sem á einkarétt á allri hönnun Lassen bræðranna (s.s. Mogens Lassen og Flemming Lassen) hóf nýlega framleiðslu á klassíska Kubus stjakanum í koparlit sem hefur heldur betur slegið í gegn.

Kubus stjakinn er tilvalinn brúðkaupsgjöf.

Við viljum einnig benda á að við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem hafa verið vinsæl. Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims.

RED DOT VERÐLAUNIN

Normann Copenhagen eru á blússandi siglingu þessa dagana en þann 1.júlí síðastliðinn tók forstjóri fyrirtækisins Poul Madsen á móti hinum virtu Red Dot hönnunarverðlaunum. Þetta árið kepptu 1865 hönnuðir og arkitektar frá 54 löndum um Red Dot verðlaunin sem er einn eftirsóttasti gæðastimpill sem hægt er að fá fyrir góða hönnun. Þetta árið unnu Normann Copenhagen ekki aðeins ein verðlaun, heldur þrjú!

“Best of best” verðlaunin hlutu Normann Copenhagen fyrir hitakönnuna Geo sem hönnuð er af Nicholai Wiig Hansen.


Einnig hlutu þeir verðlaun fyrir skemmtilegu tesíuna Tea Egg, fyrir framúrskarandi lausn á smáatriðum.

Síðast en ekki síst hlutu þeir einnig verðlaun fyrir flott skóhorn sem hönnuð eru af Nis Øllgaard.

Normann Copenhagen er selt hjá okkur í Epal.