NÝTT FRÁ FERM LIVING

Nýlega kynnti Ferm Living nýja vörulínu sem ber heitið MORE by Ferm Living, línan samanstendur af fallegum smáhlutum fyrir heimilið sem margir voru unnir í samstarfi við unga og upprennandi hönnuði. Gullfalleg rúmteppi, viskastykki, púðar, krúsir, hillur, klukkur og svo margt fleira. MORE by Ferm Living er væntanlegt í Epal, en þess má geta að hægt er að panta allar vörur frá Ferm Living hjá okkur í Epal. Kynntu þér heim Ferm Living á heimasíðu þeirra HÉR, sjón er sögu ríkari.


Útsalan í Epal er á fullu út helgina, allt að 70% afsláttur af útsöluvörum ásamt 15% afslætti af öllu í versluninni þar með talið Ferm Living.
Kíktu við og gerðu góð kaup.

ROYAL SYSTEM®

Royal System® hillukerfið var hannað af Poul Cadovius árið 1948. Royal System® hillukerfið er hægt að aðlaga mismunandi þörfum fólks, t.d. sem skrifborðsaðstöðu, bókasafn eða jafnvel einfalda hillu þar sem fallegir hlutir í bland við bækur fá að njóta sín. Hillurnar er hægt að fá úr gegnheilli eik eða valhnotu með festingum úr kopar eða ryðfríu stáli.

Poul Cadovius fæddist árið 1911 í Frederiksberg og menntaði hann sig upphaflega sem söðlasmiður og bólstrari. Sem húsgagnahönnuður naut Poul mikillar velgengni  og hafði mikil áhrif á danska húsgagna og -iðnhönnunarsögu. Árið 1948 hannaði hann Royal System® hillukerfið sem naut gífurlegrar vinsælda á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum, og sumir halda því jafnt fram að engin önnur dönsk húsgagnaframleiðsla hafi náð jafn miklum árangri.



Klassísk hönnun sem hefur staðist tímans tönn.

LIBRI FRÁ SWEDESE

Libri frá Swedese er flott margnota hilla sem hentar í flest rými. Hillan var hönnuð af sænska hönnuðinum Michael Bihain og hlaut hún fyrstu verðlaun ForumAID á húsgagnahönnunarsýningunni í Stokkhólmi árið 2008 sem besta nýja varan. Libri hillan er flott ein og sér uppvið vegg en einnig koma þær vel út margar raðaðar saman. Hægt er að fá Libri hilluna í svörtum eða hvítlökkuðum aski og einnig er hægt að stilla lengd hillunnar sem kemur sér vel ef gólfið er ójafnt.

Stærð hillunar er: Breidd 38 cm / Hæð 227 cm / Dýpt 29,5 cm

Klár í skólann?

Skólarnir eru að hefjast þessa dagana og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við erum með úrval af skemmtilegum nestisboxum frá Black+Blum, LEGO, og Paul Frank, töskur frá Marimekko, bókastoðir frá Areaware og HAY, Múmín skissubækur, borðlampa og svo margt fleira.

Flott vinnuaðstaða frá STRING, borðlampi og stóll eftir Arne Jacobsen, og fugl eftir Kristian Vedel.

Ferm Living er með fallega hluti á vinnuborðið.

Bollar og krúsir frá Design Letters eru vinsælar undir t.d. penna.

Erum með úrval af sniðugum nestisboxum frá Black+Blum.

Lego nestisboxin frá Room Copenhagen hafa slegið í gegn. Flott fyrir yngri kynslóðina!

Flottur vegglímmiði frá Ferm Living.

Litríku og skemmtilegu Kaleido bakkarnir frá HAY.

 HAY er með gott úrval af hlutum sem henta vel í skólann, skipulagsmöppur, skipulagskassar, minnisbækur, fjaðrapennar og bókastoðir. Allt í flottum litasamsetningum eins og HAY er einum lagið.

Kíktu við og skoðaðu úrvalið!

HRING EFTIR HRING

Hér má sjá fallegar myndir sem ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir tók á vinnustofu Steinunnar Völu sem hannar skartgripi undir merkinu Hring eftir hring.

Skartgripir Steinunnar Völu fást í Epal, en hægt er að fylgjast með Hring eftir hring á facebook HÉR.