VEGG er nýtt íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir vegglímmiða til að skreyta og fegra veggi innandyra. Vörulínurnar eru tvær: Farsæla frón -vegglímmiðar með áherslu á sögu, menningu og náttúru Íslands. Kvak -vegglímmiðar unnir af myndlistarkonunni Guðrúnu Sigurðardóttur. Eigendur fyrirtækisins eru systurnar Kristín Harðardóttir, Lilja Björk Runólfsdóttir og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir. Þær eru jafnframt hönnuðir límmiðanna í vöruflokknum farsælda frón.
Áhersla er lögð á gæði og endingu vörunnar og því er úrvalsefni notað í framleiðsluna. Límmiðarnir eru úr sterkri fjölliðafilmu sem lagar sig vel að veggnum og hefur ekki tilhneigingu til að flagna af eins og lakari filmur geta gert. Umbúðir límmiðanna eru sterkar og því er auðvelt að ferðast með þá án þess að þeir verði fyrir hnjaski. Stærri límmiðunum er pakkað í pappahólka og þeim minni í umslög með styrkingu. Ásetning límmiðanna er einföld og þeim fylgja greinagóðar textaleiðbeiningar á íslensku og ensku.