MONTANA Á TILBOÐI

Það er spennandi helgi framundan hjá okkur í Epal, helgina 6.-8.mars verða sérfræðingar frá Montana og Erik Jorgensen í verslun okkar Skeifunni 6.
40% afsláttur verður af sérvöldum einingum frá Montana og 20% afsláttur af öllum pöntunum frá bæði Montana og Erik Jorgensen.

Peter J. Lassen stofnaði Montana Møbler árið 1982, Montana er fjölskyldufyrirtæki og fer öll framleiðslan fram í Danmörku. Montana framleiðir hillueiningar fyrir heimili og skrifstofur. Hillurnar er hægt að móta á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum, því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Hér að neðan má sjá myndir af fjölbreytileika Montana hillueininganna,


Ekki láta þetta framhjá þér fara!

TAKMARKAÐ UPPLAG : POUL HENNINGSEN PH3 ½ -3

Í tilefni þess að danski hönnuðurinn Poul Henningsen hefði orðið 120 ára þann 9.september 2014, hefur Louis Poulsen hafið sölu á sérstakri útgáfu af ljósinu PH3 ½ -3 í takmörkuðu upplagi. Ljósið sem er eitt fyrsta ljósið úr PH seríunni er nú fáanlegt úr kopar og handblásnu gleri.

Ljósið verður einungis hægt að versla á tímabilinu 1.mars – 31.maí, og verður eftir það ófáanlegt.

Þetta einstaklega fallega ljós er nú til sýnis í verslun okkar Epal Skeifunni.

NÝTT FRÁ SEBRA

Sebra Interior er danskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi. Fyrirtækið var stofnað af Miu Dela árið 2004 og fagnar Sebra því 10 ára afmæli í ár. Mia Dela ákvað að stofna sitt eigið hönnunarfyrirtæki þegar hún var að innrétta herbergi sonar síns Gustav, en henni fannst ekki vera til nógu gott úrval af gæða húsgögnum sérhönnuðum fyrir börn. Í dag eru alls 14 hönnuðir sem hanna fyrir Sebra en samtals eiga þau 26 börn, því er hægt að segja að þau séu með puttann á púlsinum þegar kemur að góðri hönnun fyrir barnaherbergi.

Hér að neðan má sjá myndir úr nýju vor og sumarlínunni 2014 frá Sebra sem er litrík og falleg.


Stækkanlegu barnarúmin frá Sebra njóta mikilla vinsælda og eru þau til í fjölmörgum litum.

Kíktu við í Epal og skoðaðu úrvalið, einnig er hægt að sérpanta vörur sem ekki eru til í verslun okkar.

Hægt er að skoða Sebra bæklinginn með því að klikka á linkinn HÉR.