INNLIT: BÚÐIN Í NYC

Elísabet Ómarsdóttir er innanhússhönnuður og nemi í lýsingarfræði. Hún átti nýlega leið til New York og stoppaði við í Búðinni sem er er skemmtileg blanda af kaffihúsi og hönnunarverslun sem rekin er af Rut Hermannsdóttur og tveimur viðskiptafélögum hennar. Búðin selur ýmsa íslenska hönnun ásamt úrvali af gæða hönnun frá Skandinavíu.

Elísabet tók nokkrar myndir sem við fáum að deila með ykkur hér,

Screen Shot 2014-04-28 at 11.17.44 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.17.55 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.05 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.15 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.25 PM

Skartið er frá Hring eftir hring, hannað af Steinunni Völu Sigfúsdóttur.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.34 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.41 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.48 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.18.55 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.03 PM

Kvarnirnar eru frá Muuto og saltið frá Saltverk.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.10 PM

Vinsæla Kastehelmi línan frá Iittala og salatáhöldin eru frá Muuto.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.18 PM

Vörurnar frá Farmers Market og Vík Prjónsdóttur hanga á hjólinu.

Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.26 PM Screen Shot 2014-04-28 at 11.19.33 PM

Vörur frá Sóley Organics unnið úr íslenskum jurtum.

Fyrir áhugasama þá er heimasíðan þeirra budin-nyc.com

HELT HONEY: NÝTT OG LJÚFFENGT

 HELT – sem þýðir HETJA á dönsku – er ljúffengt og handgert danskt hunang.

HELT hunangsframleiðslan var stofnuð árið 2012 af Anthony Lee, áhugamanni um hunangsflugur og hunang. Eftir að hafa elt ástina yfir til Danmörku frá Englandi átti hann erfitt með að finna sér starf við hæfi vegna þess að hann talaði ekki dönsku. Eftir smá íhugun datt honum þó í hug að starf á hunangsbúi gæti verið sniðugt fyrir hann, hunangsflugur tala jú ekki dönsku og þær voru hans áhugamál.

 Anthony starfaði í þrjú ár fyrir einn stærsta býflugnaframleiðanda í Skandinavíu og eyddi hann mörgum kvöldum í að lesa sér til um hunangsflugur og hunang ásamt því að gera tilraunir með að bragðbæta hunangið í eldhúsinu sínu.

“Ég var svo heillaður af hunangsflugum og fylgdist með þeim flögra um frá mars til september, dag eftir dag og var fullur af áhuga. Ég eyddi heilum vetri í allskyns tilraunir með hunang og blandaði fullt af hollustu í hunangið, t.d. safaríkum berjum, náttúrulegum kryddum, kakóbaunum ásamt fleiri bragðefnum. Niðurstaðan var svo sannarlega bragðgóð! Hún var í rauninni svo bragðgóð að vinir mínir fóru að suða í mér að framleiða hunangið svo að aðrir gætu notið þess, sem að ég svo gerði, og í dag er bragðbætt hunang mín sérgrein.”

286df50564356e5c44463a4ec907e235-1

Anthony stofnaði HELT því honum langaði til að kynna fyrir öðrum hversu stórkostlegt hunangið getur verið. Þess má geta að Anthony giftist nýlega dönsku kærustunni sinni og búa þau á Jótlandi ásamt dætrum sínum og að sjálfsögðu nokkur hundruð hunangsflugum.

grid-cell-13054-1386343278-12grid-cell-13054-1386343280-16

chili cinnamon liquorice mint raspberry

HELT Honey fæst í Epal í ótal bragðtegundum.

Það er einstaklega ljúffengt með morgunmatnum, á brauðið, með jógúrti og svo er það sérstaklega gott með vöfflum og rjóma.

 

NORMANN COPENHAGEN Í MÍLANÓ

Danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen tók þátt í nýliðinni hönnunarsýningu Salone del Mobile í Mílanó og vakti sýning þeirra mikla eftirtekt. Fulltrúar Epal voru á svæðinu og kynntu þeir sér allar nýjungar þekktustu hönnunarfyrirtækjanna. Vörurnar sem kynntar voru á sýningu Normann Copenhagen voru einstaklega smart en þar mátti meðal annars sjá fallega stóla, vegghillur, loftljós, lampa, sófa ásamt fleiri vörum sem frumsýndar voru í Mílanó.

Við erum spennt fyrir þessum væntanlegu nýjungum frá Normann Copenhagen sem munu að sjálfsögðu fást í Epal.

6028_Era_Lounge_Chair_Home_1.ashx 6028_Era_Lounge_Chair_Room_1.ashx 602817_Form_Chair_Grey_Oak_1_In_Room.ashx 13715887303_066d1eeb53_o 13716246114_6642d6b478_o 13716248914_f83a439f2a_o 13716249664_4f51797390_o 13716250604_0aaf76ef5e_o Afbeelding 1

www.normann-copenhagen.com