KLASSÍSKT DANSKT HEIMILI

Á þessu einstaka heimili býr sannkallaður fagurkeri og ekta safnari. Húsögnin eru mörg hver eftir dönsku meistarana, Borge Mogensen, Finn Juhl og Hans J. Wegner. Í viðtali sem birtist með þessu innliti í danska Bo Bedre tímaritinu kom fram að eigandinn hafi mjög ungur að aldri hafið að safna hönnun og list, hann las bækur um listmuni og jafnvel um kínverskt postulín, og á 12 ára aldri hafi hann verið búinn að kaupa sér sína fyrstu postulínstyttu.

Við mælum með að lesa greinina sem fylgir þessum myndum sem finna má á vefsíðu Bo Bedre hér. 

f010d1764bb5449eaddc61f5547e9dc42106dbad95a44e0f8ef5e0dc6a65f72211c5076e7fad485b9531a278599f33a188932ad394cf40a894648b30bfe514d0
47c1da19c918435881688bc34e9f1b00 81f7460eeb35484b8bed6748080c7a47 86bec5e5f7624aeca55d53b87a08086a 463d4e5f5d7141fb9ddf9725958a121d 4876b390929e4391b8c6df5ea785f03a 8916d43fed324496a6cf7abcccb5a82e 23907c22552e489ebfc895febaa21b1c 73857fb24c2a4a78bef5e8450ac33ce8 a7211744cde0480f9c151536df4488a1 d456bff1a8514b7d9c5fd02a7c8ac465

CH24 WISHBONE CHAIR Á TILBOÐI

Eitt þekktasta húsgagn hannað af Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er á sérstöku tilboðsverði í tilefni 100 ára afmælis Hans J. Wegner. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Son og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.

Y-ið eða óskabeinið í bakinu gefur stólnum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f

7ced4d2180e67caabbfc0c10d932e292-620x899 105457230a84f6584a71399112a597ce-620x930

4ac7311f107c1d7514bebb62982673e1

Hér að neðan má sjá myndir frá framleiðsluferlinu:

Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-6-legs-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-7-chisel-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-8-sanding-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-9-weaving-600x745


CH24 0614 AUGL

Tilboðið gildir til 1.nóvember 2014.

KAISER IDELL BORÐLAMPI Á AFSLÆTTI

Kaiser idell borðlampinn er tímalaust hönnunartákn.

Kaiser idell lampinn var hannaður af Christian Dell(1893-1974) sem var þýskur silfursmiður og hönnuður.

Á árunum 1922-25 var Dell yfir málmverkstæðinu í Bauhaus skólanum í Weimar og hafði hann mikil áhrif á Bauhaus stílinn. Frá árunum 1926 teiknaði Dell nokkur ljós og flest voru þau teiknuð fyrir ljósaverksmiðjuna Gebr. Kaiser & Co. Fyrsta línan var gefin út árið 1936 og þar var m.a. að finna borðlampann 6556-T.

3466

KAISER idell 6556-T er tímalaust hönnunartákn, þýsk gæðahönnun og er lampinn þekktastur sem ein frægasta ljósahönnun sem þróaðist á Bauhaus tímabilinu.

Í Kaiser idell línunni er einnig að finna gólflampa, vegglampa og loftljós sem öll eru framleidd í dag af Fritz Hansen. Ljósin eru framleidd úr hágæða stáli og eru skermarnir handmálaðir.

30733076 3078 3080 3412 3450

KAISER idell lampinn er núna á 40% afslætti á meðan birgðir endast og kostar aðeins 59.800 kr.-

Falleg hönnunarklassík á frábæru verði!