NÝTT Í EPAL: DISCIPLINE

Við vorum að hefja sölu á vörum frá ítalska hönnunarfyrirtækinu Discipline. Discipline framleiðir fallegar vörur fyrir heimilið og hið daglega líf með áherslu á náttúruleg efni og mikil gæði.

Í vöruúrvali þeirra má m.a. finna ýmsa smávöru fyrir heimilið ásamt fallegum húsgögnum.

1978792_691579847555172_1863116279_ninline-re-turned-4 10152552_710156415697515_7314553666950238011_n10492422_749987698381053_910533667973462301_n clipcover Discipline_SmithMatthias_Tilt Discipline-products1 discipline-profil f0ff978dee Ichiro-Iwasaki-for-Discipline-Cup-Table-on-flodeau.com-3-1024x1024 images
l2_p334477_488_336-1 l2_p334503_488_336-1 selection-cuivre-last-stool-de-max-lamb-pour-Discipline

Við erum sérstaklega spennt fyrir þessu flotta merki sem hefur vakið mikla athygli á erlendri grundu nýlega. Fyrirtækið er ungt en á svo sannarlega mikið inni.

Kíkið endilega á úrvalið í verslun okkar Skeifunni 6, einnig viljum við benda á að hægt er að sérpanta allar vörur frá Discipline sem ekki eru til í verslun okkar. Vefsíðu þeirra má finna á: www.discipline.eu

 

VERSLUN: HOME AUTOUR DE MONDE

Elísabet Ómarsdóttir er innanhússhönnuður og nemi í lýsingarfræði. Hún átti nýlega leið til Parísar og stoppaði við í versluninni Home Autour de monde. Elísabet tók nokkrar myndir í heimsókn sinni sem við fáum að deila með ykkur hér,

“Home autour de monde er verslun í París sem býður upp á margsskonar úrval af fallegri gjafavöru, húsgögnum og fatnaði. Ingibjörg Hönnu þekkja eflaust margir, hún hannaði m.a. vinsæla Krumman sem hangir í mörgum gluggum og hengið Ekki Rúdólf sem er selt í Epal.

Verslunin selur nokkrar af hennar vörum eins og Experienced og Dot púðana, einnig bolla sem kallast Wood/Wood/Wood sem eru skemmtilegir og smart bollar. Verslunin er með flott úrval frá skandinavískum fyrirtækjum eins og Normann Copenhagen, Muuto og HAY.”

IMG_4177-

Dot púðinn kemur vel út með eikar borðinu.

IMG_4169-

Experienced púðinn eftir Ingibjörgu, með gulri bakhlið og Dot púðinn kemur vel út með eikar borðinu. munstraðri framhlið.

IMG_0299-

HAY rúmfötin eru úr bómullar satíni og eru framleidd í nokkrum litum og munstrum.

IMG_0307-

Wood/Wood/Wood bollarnir í beyki og með hvítri áferð, einnig framleiddir í svörtu.

IMG_4183-

IMG_0324-

Lífleg og litrík gluggaútstilling með bökkunum frá HAY og kertastjökunum frá Applicata.

IMG_4181-

Það sést glitta í viskastykki sem er með saman munstri og Experienced púðinn. Munstruðu kringlóttu bakkarnir eru frá Ferm living.

IMG_4187-

Gluggaútstilling á rue des Francs Bourgeois. Það sést í Flip speglana frá Normann Copenhagen og viðarlampann frá Muuto.

INSTAGRAMLEIKUR EPAL & TRENDNET

Það er skemmtilegur leikur í gangi á instagram fram yfir helgi sem við erum með í samstarfi við vefmiðilinn Trendnet.is. Þátttakendur eru hvattir til að merkja myndir sem þeir taka með merkinu #epaldesign og #trendnet og hlýtur vinningshafinn Hay Dot púða að eigin vali frá Epal.

Sendar hafa verið inn fjölmargar myndir og hér að neðan má aðeins sjá lítið brot, okkur þykir sérstaklega gaman að sjá vörur frá versluninni okkar skreyta heimilið ykkar:)

Screen Shot 2014-07-04 at 12.26.40 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.27.34 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.27.50 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.29.22 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.29.48 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.30.01 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.30.19 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.30.33 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.30.47 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.31.06 PM Screen Shot 2014-07-04 at 12.31.39 PM

Við hvetjum ykkur til að taka þátt, og fylgja okkur einnig á instagram.

TABLO STOFUBORÐ FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Tablo frá Normann Copenhagen er einstaklega flott borð hannað af Nicholai Wiig Hansen. Tablo hefur notið mikilla vinsælda sem stofuborð, en það kemur í tveimur stærðum og nokkrum litum. Borðið er gott dæmi þar sem notagildi, efnisval og fegurð spilar vel saman en auðvelt er að setja borðið saman eða taka í sundur.

a3b6ea4a0a7e511f59255f6f907853a9

b399bb03836b532d1f502dcb231e3813

53f29f47bee22ad2aa9aa22642e624b3

3d950c46618b16996b97fdf71bb1d3b9

75ad7ea3153ee2a3f72ba05b64abb179 177f95b4212beb087d510f35cc01b5ec

Borðplatan kemur í nokkrum litum og eru borðfætur úr aski, einnig er hægt að fá borðið með hvítum eða svörtum borðfótum í stíl við borðplötuna.

Kíktu við hjá okkur og skoðaðu úrvalið af stofuborðum sem við bjóðum upp á.

NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN: POCKET

Við vorum að fá nýja og bráðsniðuga hönnun frá Normann Copenhagen sem ber heitið Pocket!

Pocket sem hannaðir eru af Simon Legald eru skemmtilegir veggvasar sem nýta má á óteljandi hátt til að skipuleggja heimilið. Pocket kemur í fjórum stærðum og nokkrum litum og henta því m.a. undir tímarit, penna, plöntur eða annað skraut. Það er undir þér komið hvaða hlutverki Pocket fær að gegna á þínu heimili. 
3820_Pocket_Organizer_4Colors_Plants-p
Skærmbillede-2014-03-26-kl.-00.00.08 1512396_10152184683557859_941325375_n Messe_jka01 Messe_jka05 normann-copenhagen-pocket-serie-wit-white-emma-b-utrecht-emmab_1_1_1_1Screen Shot 2014-07-02 at 3.33.00 PM Screen Shot 2014-07-02 at 3.33.12 PMSkemmtileg hönnun sem hægt er að raða upp að vild og hentar jafn vel í eldhúsið, skrifstofuna eða á baðherbergið.

Kíktu á úrvalið hjá okkur í Epal.