GRAND PRIX & MAURINN Á TILBOÐI

Ekki missa af þessu frábæra tilboði á takmörkuðu magni af Maur og Grand Prix stólunum eftir Arne Jacobsen frá Fritz Hansen. -Stólarnir eru til í mörgum litum.

Það þekkja flestir Maurinn sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1952, en stólinn má finna í mörgum opinberum byggingum um allan heim ásamt því að finnast á fjölmörgum heimilum. Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega fyrir matsal danska lyfjarisans Novo Nordic og var fyrsta útgáfa Maursins 3100 þá með aðeins þremur löppum. Árið 1980 hóf Fritz Hansen framleiðslu á nýrri útgáfu stólsins 3101, þar sem fjórðu löppinni hafði þá verið bætt við. Maurinn er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.

the-Ant-chair-designed-in-1951-by-Arne-Jacobsen-via-Eros-Greatti

Grand Prix stóllinn eftir Arne Jacobsen var fyrst kynntur til sögunnar árið 1957 en þá hét hann Model 3130. Sama ár var stóllinn sýndur á hönnunarsýningu í Mílanó þar sem hann hlaut ‘Grand Prix’ verðlaun sýningarinnar, eða það besta af sýningunni, nafnið festist við stólinn og þekkja nú hann flestir sem Grand Prix. Þrátt fyrir þessa glæstu viðurkenningu þá hefur minna farið fyrir stólnum en bræðrum hans, Sjöunni og Maurnum sem flestir þekkja, en Grand Prix gefur þeim þó ekkert eftir í formfegurð sinni og gæðahönnun. Upphaflega var stóllinn hannaður með viðar og -stálfótum, og var framleiddur í þeim útgáfum í nokkur ár eða þar til Fritz Hansen hætti framleiðslu á stólnum. Árið 1991 hófu þeir aftur framleiðslu á Grand Prix en þá aðeins með viðarfótum sem var þó aftur tekinn úr framleiðslu fjórum árum síðar. Í dag er stóllinn framleiddur með krómhúðuðum stálfótum í beyki, valhnotu og kemur í 9 litum.

d9450f53a354ffe79224416605f9d632 Epal-grandprix

Einstaklega fallegir stólar og klassísk hönnun.

Stólarnir kosta á tilboðsverði 39.800 kr.

NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN: BRILLIANT BOX

Brilliant er lína af litlum fallegum glerboxum frá Normann Copenhagen sem hönnuð eru með það í huga að geyma smáhluti sem við höldum upp á. Boxin eru þó sniðug undir margt annað, í þeim er hægt að geyma bómull, lykla, klink, sykurmola eða jafnvel sælgæti. Brilliant boxin koma í tveimur stærðum og í nokkrum litum.

1209_Brilliant_Box_1.ashx 1209_Brilliant_Box_All_Pattern_1.ashx 201411LakridsEvent1NY.ashx 201411LakridsEvent5NY.ashx norm10_09_14_1914.ashx norm10_09_14_1922.ashx

 Brilliant boxin eru komin í Epal.

FERM LIVING VOR & SUMAR 2015

Það er mikið af fallegum vörum að finna í væntanlegri vor og sumarlínu frá Ferm Living. Danska hönnunarfyrirtækið birti á dögunum nýjan bækling þar sem finna má myndir af línunni en bæklingurinn veitir svo sannarlega innblástur.

Offerings-from-Ferm-Livings-Spring-Summer-2015-CollectionNeu-stoneware-and-brass-spoons-from-Ferm-Living Stamp-Tea-Towels-from-Ferm-Living Geometric-bedding-from-Ferm-Living Cut-Cushions-from-Ferm-Living urbanjunglebloggers-fermlivingSS15-2 urbanjunglebloggers-fermlivingSS15-1 Shelving-and-blocks-from-Ferm-Living fermlivingspring2015-2 5343_3 fermlivingspring2015-3

Vor og sumarlínan frá Ferm Living er mjög falleg en hægt er að skoða bæklinginn í heild sinni hér. 

Vörur sem finna má hér að ofan eru væntanlegar með vorinu, fylgist endilega með á Facebook síðunni okkar en þar birtast tilkynningar varðandi nýjungar og skemmtilega viðburði.

ÓLÍK NOTKUN Á MONTANA HILLUM

Vefsíða danska Bo bedre tók saman nokkrar flottar myndir af Instagram frá heimilum lesenda sinna þar sem sjá má ólíka notkun á Montana hillum, sjá hér. Merkið endilega myndir á Instagram með merkinu #epaldesign og myndirnar ykkar gætu birst á Epal blogginu:)

Screen Shot 2015-01-12 at 18.11.50 Screen Shot 2015-01-12 at 18.11.39 Screen Shot 2015-01-12 at 18.11.29 Screen Shot 2015-01-12 at 18.11.13 Screen Shot 2015-01-12 at 18.11.03Screen Shot 2015-01-12 at 18.11.59

 

Góð

Posted in Óflokkað  |  Tagged

BOUROULLEC BRÆÐUR HANNA RUUTU FYRIR IITTALA

Frönsku hönnuðurnir og bræðurnir Ronan og Erwan Bouroullec hönnuðu nýlega vasana Ruutu fyrir Iittala. Ruutu sem þýðir demantur eða ferhyrningur á finnsku er lína af fallegum vösum sem koma í fimm stærðum og sjö mismunandi litum. Hægt er að leika sér með uppröðun vasanna og vinna með litasamsetningar. Um hönnun vasanna segja bræðurnir, “We were seeking to express the purity of glass blowing in this simple diamond shape, glass is a material that likes round shapes. By developing the strict shape we are reaching the limits of the material.”

Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_10-2 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_9 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_6-2 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_4 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_3 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_1-2 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_0 Ruutu-vases-by-Bouroullec-brothers-for-Iittala_dezeen_784_2-2

Ruutu er ein af nokkrum spennandi nýjungum sem Iittala færir okkur á þessu ári.

Posted in Óflokkað  |  Tagged

NÝTT MERKI Í EPAL: FRANCK & FISCHER

Danska barnavörumerkið Franck & Fischer var stofnað árið 2005 af hönnuðinum Annemarie Franck og rekstrarhagfræðingnum Charlotte Fischer. Franck & Fischer eru skemmtilegar barnavörur sem framleiddar eru á mjög umhverfisvænan hátt. Leikföngin eru til að mynda öll framleidd úr textíl sem gerður eru úr GOTS vottuðum bómull og eru allar textílvörur litaðar eða prentaðar án allra eiturefna. Franck & Fischer vinna í nánu samstarfi við framleiðendur sína og geta því bæði vottað fyrir umhverfisvænni framleiðslu og heilbrigðu vinnuumhverfi starfsfólks. Yfirskrift Franck & Fischer er “Design for kids- made with care”, og eru það orð að sönnu.

407411_325398184149025_1762551424_n 408247_325398147482362_494320843_n 382749_325398114149032_271630714_n 307127_272417329447111_361904944_n 393538_325398234149020_313059640_n406767_327152077306969_721353263_n 10390991_747141385308034_3518213152117509924_n

Við hvetjum ykkur til að kíkja við og skoða úrvalið, en heimasíðu Franck & Fischer má finna hér.