UP CUP FRÁ DESIGN LETTER

Við vorum að fá Up cup sem er sniðug veggfesting fyrir Design Letter bollana sívinsælu. 
10946699_1413864905578709_1286189884_n

12

Það kemur mjög vel út að setja litla plöntu í bollana og hengja upp á vegg, einnig eru bollarnir tilvaldir til að geyma tannburstana.

Up cup kemur í svörtum og hvítum lit og kostar það 1.950 kr.

BLEIKUR INNBLÁSTUR

Þessar fallegu hönnunarvörur fást allar í Epal.

Epal-bleikt

  1. Kisukerti / Pyropet
  2. Vírakarfa frá Ferm Living
  3. Muuto dots hanker
  4. Vasi frá Muuto
  5. Rúmteppi frá Hay
  6. Flowepot ljós í kopar
  7. Ro hægindarstóll frá Fritz Hanse
  8. Tray table frá Hay
  9. Pískur frá Normann Copenhagen
  10. Dots púði frá Hay
  11. Favn sófi frá Fritz Hansen
  12. Sófateppi frá Ferm Living
  13. Spegill frá Hay
  14. Bolling bakkaborð
  15. PH ljós

FRITZ HANSEN ÍBÚÐ Í MÍLANÓ

Á hönnunarsýningunni Salone del mobile í Mílanó í vikunni var sýningarrými Fritz Hansen fallega innréttuð íbúð skreytt húsgögnum frá þeim. Í íbúðinni mátti sjá gamlar og vinsælar vörur í blandi við nýjar og spennandi vörur frá fyrirtækinu eins og Fri armstólinn og Sammen borðstofustólinn hannaða af Jamie Hayon, ásamt nýju litavali á Sjöunni sem danski listamaðurinn Tal R valdi.

Sjón er sögu ríkari, kíkjum á þetta fallega innréttaða heimili.
13220_10153487060389316_6958549078486149605_n

1522197_10153487060209316_4807450624822166827_n-1 1535032_10153487060569316_3953185478306624384_n 10174780_10153487060204316_5226502384824682969_n 11034285_10153487060579316_2158528519820076492_n 11150234_10153487061239316_3370916087630848743_n 11156303_10153487060199316_987674452256538311_n

POSTULÍNA ER MÆTT Í EPAL

IMG_3405

DRAUMUR UM VOR

Eftir erfiðan vetur dreymir okkur vor og við þráum græna litinn í tilveruna. Upp í huga Postulínu koma pottaplöntur uppvaxtaráranna þegar slíkar var að finna á hverju heimili. Mikilvægt var að verða sér úti um lífvænlegan afleggjara. Hveragerði reyndist vel, þaðan best að fá græðlingana og þar var líka Eden, ís, páfagaukar, apar og skrautlegustu blómin.

Í unglingshuganum kviknaði áhugi á pottaplöntum, þessum harðgerðu heimilsvinum sem gáfu lífinu lit, jafnvel um miðjan vetur. Þá skipti engu hvort maður ólst upp norðan eða sunnan heiða.

Með vorþránni kviknar líka nostalgían, sem tekur á sig form hengipottar með fallegri plöntu. Plönturnar hreinsuðu heimilisloftið og léttu lund, það er margsannað.

Blómapottar Postulínu eru nýlegir en síðan hafa á síðustu dögum sprottið útúr ofninum þessi litlu krútt – litlir græðlingar af ættlegg stóru pottanna upplagðir fyrir afleggjara, kryddjurtir og smákaktusa.

Eins og allt annað frá Postulínu þá er hver hlutur sérstakur. Allt er handrennt af alúð og hver gripur á sér sinn karakter.

Veldu þér pott undir uppáhalds blómið þitt. Ræktaðu garðinn þinn.

IMG_3181 IMG_3175 IMG_3401 IMG_3411 IMG_3402 IMG_3446 IMG_3444 IMG_3435

Postulína er mætt í Epal Skeifunni og eru blómapottarnir þeirra einnig væntanlegir í Epal Kringlunni í næstu viku (20-26.apríl), kíktu í heimsókn og sjáðu úrvalið.

KOPAR BORÐLAMPI / Ph 3½-2½

Danski ljósaframleiðandinn Louis Poulsen frumsýndi fyrr á árinu á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi í fyrsta sinn fallega koparútgáfu af Ph 3½-2½ borðlampanum. Í fyrra gaf Louis Poulsen einmitt út koparútgáfu af PH 3½ -3 loftljósinu í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen og sló ljósið svoleiðis í gegn að þeir ákváðu að gera slíkt hið sama við borðlampann.

Það gleður okkur að tilkynna það að lampinn er kominn í verslun okkar.

Með lampanum fylgja tveir skermar, einn gler og annar úr kopar og verður lampinn seldur í takmörkuðu upplagi í Epal.

PH_203_20kobber_20bord-m5 PH_203_20kobber_20bord-m2 PH_203_20kobber_20bord-m3 PH_203_20kobber_20bord-m4 ph_copper_tablepdf-14-620x436

Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.

Komdu í heimsókn og skoðaðu þennan gullfallega lampa.

BUBBLE LAMPINN ER KOMINN

Bubble lampinn frá Tulipop er loksins kominn.

Bubble_Lamp1

Töfrandi Tulipop ævintýraheimurinn var skapaður af tveimur góðum vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA. Markmið Signýjar og Helgu með Tulipop er að búa til skapandi og fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri.

Í Tulipop heiminum búa krúttlegar og heillandi persónur, eins og sveppstrákurinn hugljúfi Bubble, sem ann öllu sem hrærist, og systir hans Gloomy, hugrakka og ævintýragjarna sveppastelpan sem hræðist ekkert.

 

Bubble_Lamp2

Vörulína Tulipop hefur hlotið lof víða um heim og fengið alþjóðleg hönnunarverðlaun.