TULIPOP HLÝTUR VIRT BRESK VERÐLAUN

Í gær var tilkynnt að Tulipop hafi hlotið viðurkenningu frá Smallish Design Awards hönnunarverðlaununum 2015, en verðlaunin eru ein virtustu verðlaun Bretlands á sviði hönnunarvara fyrir börn. Tulipop fékk viðurkenningu í flokknum „Best Newcomer”, eða sem eitt besta nýja barnavörumerkið á breska markaðinum.

Meðal keppenda voru rjómi breskra og alþjóðlegra hönnunarmerkja og verslana. Þar á meðal Harrods, Liberty, Stella McCartney, Petit Bateau og Bonpoint. Yfir 200 vörumerki voru tilnefnd til verðlaunanna og þess vegna er mikill heiður fyrir Tulipop að fá þessa viðurkenningu. Samkvæmt Smallish ritstjórninni hefur aldrei verið eins mikill fjöldi sterkra og flottra vörumerkja sem keppt hafa um viðurkenninguna. Í dómnefnd eru virtir ritstjórar, hönnuðir og stílistar m.a. Leah Wood (dóttir Ronnie Wood í Rolling Stones). Hönnunarvara fyrir börn er ört stækkandi geiri í Bretlandi og markaðurinn gerir sífellt meiri kröfur um framúrskarandi hönnun og gæði.
Tulipop_HelgaSigny_Studio_photagrapherBaldurKristjans_W4B4560 Bubble_Lamp2PhotagrapherAxelSigurdsson

UM TULIPOP

Töfrandi Tulipop ævintýraheimurinn var skapaður af tveimur góðum vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA. Markmið Signýjar og Helgu með Tulipop er að búa til skapandi og fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri.

Í Tulipop heiminum búa krúttlegar og heillandi persónur, eins og sveppstrákurinn hugljúfi Bubble, sem ann öllu sem hrærist, og systir hans Gloomy, hugrakka og ævintýragjarna sveppastelpan sem hræðist ekkert.

Fyrirtækið Tulipop var stofnað í byrjun árs 2010 og er Tulipop vörulínan í dag seld í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 14 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop. Vörulína Tulipop hefur hlotið lof víða um heim og fengið alþjóðleg hönnunarverðlaun 2014 og 2015.

 

Við óskum Tulipop innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu.



9 NÝIR LITIR SJÖUNNAR

Sjöan sem hönnuð var af Arne Jacobsen árið 1955 er í dag mest seldi stóll í heiminum og hefur selst í fleiri en 7 milljónum eintaka. Fritz Hansen fagnar í ár sextíu ára afmæli stólsins og fékk því til liðs við sig danska listamanninn Tal R til að velja 9 nýja liti á stólinn. Nýju litirnir fá þig til að sjá stólinn í nýju ljósi og munu þeir heilla nýjar kynslóðir. 
Tal R er ekki ókunnugur hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen sem fékk hann einnig til liðs við sig á fimmtíu ára afmælisári Eggsins. Tal R hefur haldið listasýningar víðsvegar um heiminn og er í sérstöku uppáhaldi hjá dönsku konungsfjölskyldunni sem fékk hann til að útbúa listaverk fyrir vetrarheimili þeirra, Amalíuborg í Kaupmannahöfn.

Tal-R-all-colours-576

Stólarnir eru komnir í Epal, komdu við og skoðaðu úrvalið.

VEGGPUNT

Við bjóðum upp á gott úrval af allskyns veggpunti; fatahengi, snaga, klukkur, veggvasa, veggkertastjaka og ýmislegt fleira. Puntaðu veggi heimilisins með þessum flottu vörum,

by_lassen_stropp_knage_image

Stropp frá By Lassen, fæst hér í vefverslun.

FullSizeRender-10 Hay-Gym-Hook-Collection

Gym hankar frá HAY, fást hér í vefverslun.

menu-4767539-1

POV veggkertastjakar frá Menu, fást hér í vefverslun.

muuto_dots_hall_1

Dots snagar frá Muuto, fást hér í vefverslun.

NordicDaysWhite1 normann

Pocket veggvasar frá Normann Copenhagen, fást hér í vefverslun.

pocket-3 3315_Dropit_-Black_White_Blue_Hat_Umbrella.ashx

 

Dropit snagar frá Normann Copenhagen, fást hér í vefverslun.

thumb-1-HAY-Juni-41049_2014-9-1_14-26-3

Volet snagar frá HAY, fást hér í vefverslun.

7adc14641c7602372eba00141e11d676

Snigill frá Ihanna home, fæst hér í vefverslun.

4be782a7b9196e60a8fc0eba9580de64_h398w532_min

Ohook snagi frá Helgo, fást hér í vefverslun.

Þetta og svo margt fleira, kíktu við og sjáðu úrvalið!

SÉRSTÖK AFMÆLISÚTGÁFA AF VAÐFUGLI

Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði Vaðfugla (Shorebird) sem framleiddir eru af Normann Copenhagen, fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu fyrir stuttu síðan og njóta mikilla vinsælda. Í tilefni af 40 ára afmæli Epal var gefin út sérstök afmælisútgáfa af Vaðfuglinum sem kemur í takmörkuðu upplagi, rauður og fallegur.

Sigurjón Pálsson er þriðji íslenski hönnuðurinn til að fá hönnun sína framleidda af hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen en vörur þeirra eru seldar um heim allan og hafa unnið til fjölmargra virtra hönnunarverðlauna.

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling.
Epal-shorebird

sigurjon-epal

Nældu þér í fallega íslenska hönnun sem kemur í takmörkuðu upplagi.

FLOTTAR SKÓLAVÖRUR Í EPAL

Það styttist í að skólarnir byrji aftur!
Við erum með gott úrval af flottum vörum til að hressa upp á skrifborðið eða skólatöskuna. Stílabækur, drykkjarflöskur, skipulagsmöppur, penna, nestisbox og svo margt fleira.
Einnig gott úrval af smart skólavörum fyrir börnin.
Epal-skóli

ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Um helgina verður veittur 15% afsláttur af öllum Tulipop vörum! Tilvalið er að nýta sér afsláttinn fyrir skólakrakkana því Tulipop er með frábært úrval af allskyns skólavörum, töskum, pennaveskjum, nestisboxum, blíantasettum, minnisbókum ásamt mörgu öðru litríku og skemmtilegu.

Afslátturinn gildir frá föstudegi til sunnudags í öllum verslunum Epal og einnig í vefverslun. 
EPAL_Skolatosku_augl_Tulipop2015_2

_W4B5068

_W4B5241_W4B4952_W4B4355
Falleg íslensk hönnun fyrir káta skólakrakka.

Komdu við og sjáðu úrvalið frá Tulipop!

NÝTT & SPENNANDI FRÁ MENU

Danska hönnunarfyrirtækið Menu var stofnað árið 1976 og hefur það hlotið mikla athygli undanfarið fyrir ferskt vöruúrval sitt og samstarf við suma hæfileikaríkustu hönnuði heims. Stíllinn er minimalískur með skandinavísku ívafi og er því ekki að furða hversu mikillar velgengni þau njóta. Við vorum að fá margar nýjar og spennandi vörur frá Menu og hér að neðan má sjá nokkrar þeirra.

round-box-black-oak.jpg round-box-black-oak-1.jpg

Round box er fallegt eikarbox sem hentar vel til að geyma í t.d. skartgripi, lykla og síma

norm-tumbler-alarm-clock-carbon.jpg norm-tumbler-alarm-clock-carbon-1.jpg

Tumbler eru skemmtilegar vekjaraklukkur sem þarf einungis að snúa við til að slökkva á vekjaranum

circular-bowl.jpg circular-bowl-2.jpg

 

Töffaraleg skál úr steypu

spoonless-container-s-ash.jpg

Spoonless eru skemmtilega hönnuð ílát með þann tilgang að leysa skeiðina af í ýmsum tilfellum, t.d. til að hella múslíinu yfir jógúrtið, hella te í tesíu eða sykri í kaffið

spoonless-container-s-ash-1.jpg

 

Menu fæst í Epal.