ÚTSALA Í EPAL

Þér er boðið á forútsölu í Epal Skeifunni 6, miðvikudaginn 27. janúar á milli kl. 18:00 – 20:00.
Útsalan sjálf stendur til 31. janúar.
Kíktu við og gerðu frábær kaup, allt að 70% afsláttur!

boðskort0116

10 FALLEG VISKASTYKKI

Við tókum saman 10 falleg viskastykki sem gera uppvaskið skemmtilegra og öll fást þau að sjálfsögðu í Epal og í vefverslun okkar á Epal.is
Screen Shot 2016-01-21 at 22.14.41

Hér að neðan má sjá tengla yfir á vörurnar í vefverslun okkar;

1. Myntugrænt frá Ferm Living

2. Bridges grátt frá Ferm Living 

3. Bleikt frá Design Letters 

4. Copenhagen frá Ferm Living

5. Svart hvítt frá Ferm Living

6. Bleik frá HAY, 2 í pakka 

7. Kasvu frá Marimekko 

8. Unikko frá Marimekko

9. Lóa frá Hekla Íslandi

10. Litrík frá HAY, 2 í pakka

BÓNDAGURINN: KOMDU ÁSTINNI ÞINNI Á ÓVART

bondadagurinn

 

Bóndadagurinn kemur upp á föstudeginum 22.janúar. Þá er tilvalið að gera vel við ástina sína og við eigum mikið úrval af sniðugum gjöfum á góðu verði. Vertu velkomin/n í verslanir okkar og við aðstoðum þig við valið.

  1. LOVE lakkrís frá Johan Bulow. Verð: 1.400 lítill og 2.050 kr. stór.
  2. Take away kaffimál frá Stelton (nokkrir litir). Verð: 4.500 kr. lítið og 5.900 kr. stórt.
  3. Elevate gæðahnífar frá Joseph Joseph. Hægt að kaupa staka. Verð á setti: 14.750 kr.
  4. Hinn fullkomni pizzahnífur mep upptakara í skafti, frá Normann Copenhagen. Verð: 2.550 kr.

LOVE LAKKRÍSINN 2016

LOVE lakkrísinn 2016 er kominn og fengum við í ár tvær tegundir, en við vörum ykkur við því að það er einstaklega erfitt er að gera upp á milli þeirra enda báðir sérstaklega ljúffengir í ár. Fullkomin tækifærisgjöf handa ástinni þinni!

1468649_10153662798010358_6997522922132525136_n

LOVE – Sólberja og súkkulaðihúðaður lakkrís (hvítt súkkulaði)

Þú munt alltaf eiga pláss fyrir þennan mola sem húðaður er með belgísku hvítu súkkulaði og að lokum velt upp úr ljúffengu sólberjadufti sem kitlar bragðlaukana. Fullkominn fyrir bóndadaginn, valentínusardaginn, mæðradaginn og alla aðra daga þar á milli.

LOVE – Rifsberja og súkkulaðihúðaður chili lakkrís

Þvílík veisla fyrir bragðlaukana, með grípandi bragði af rifsberjum sem er fylgt eftir með kröftugu dökku súkkulaði, og í lokin þegar þú heldur að ferðinni sé lokið kemur kitlandi bragð af Habanero chili lakkrís sem umleikur bragðlaukana. Hvílík dásemd!
944962_10153678689385358_5603281221667354005_n 998494_10153678693085358_3508553463845460656_n

12400585_10153678692755358_8125754094160158898_n 12508990_10153678689145358_6910386257685248440_n
10353707_10153677086405358_2698107585202651695_n slideshow_2

STRING 2016

Núna á dögunum kom út nýr og glæsilegur bæklingur frá String sem sýnir vel allt vöruúrval þeirra ásamt því að gefa margar góðar hugmyndir að uppröðunum. String hillukerfið nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda en það var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning. Hillurnar hafa síðan þá orðið að nokkurskonar hönnunartákni en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er þekktasta útgáfan String með umgjörð úr málmi ásamt litlum String Pocket vegghillum.

Núna verður einnig hægt að fá litla vasa sem hentar vel til að geyma í smáhluti og er sérstaklega sniðugt fyrir skrifborðseiningar.

String heldur áfram farsælu samstarfi sínu við einn fremsta innanhússstílista Svíþjóðar, hana Lottu Agaton og eru myndirnar því afar smekklegar eins og sjá má.

Black-String_2016_Lotta_Agaton Black-String-closeup-2016_Lotta_Agaton String_2016_Lotta_Agaton-brown-livingroom String_2016_Lotta_Agaton-concrete-bathroom String_2016_Lotta_Agaton-concrete-bedroom-shelf-styling-closeup String_2016_Lotta_Agaton-concrete-bedroom String_2016_Lotta_Agaton-concrete

Screen Shot 2016-01-18 at 13.53.18

NÝTT FRÁ APPLICATA

Applicata er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2005. Þau framleiða fallegar og litríkar smávörur fyrir heimilið sem eiga það allar sameiginlegt að vera gerðar úr við. Öll framleiðsla fer fram í Danmörku og leggur fyrirtækið ríka áherslu á að gamlar handverskhefðir fái að njóta sín.

Við eigum von á spennandi nýjungum frá Applicata sem kynntar voru nú á dögunum á hönnunarsýningunni NorthModern í Kaupmannahöfn. Nýjar vörulínur sem vöktu athygli okkar voru þær sem notast við fleiri efni en aðeins við sem hefur verið þeirra helsta einkenni, þar má nefna bakka úr marmara og ílát og kertastjaka úr gleri og postulíni. Applicata mun því sannarlega vekja athygli í ár með þessum nýju og spennandi vörum. 12573967_1121210907913225_2195670189728988026_n11227898_1121191031248546_3197603199821006600_n Screen Shot 2016-01-15 at 14.28.401529912_815278955173090_1793143159257728883_o 10269393_792655504102102_2163805478487178132_n 10295803_790811694286483_4447897367857914583_n 10352790_793161780718141_7792219753733573183_n 10356402_793143280719991_4464414167819799208_n 10359081_786256678075318_9210139606461871445_o 10363746_793143034053349_7513160646754230722_n 10440891_809361552431497_847977069321278576_n 10847395_940252356009082_4244077498556211126_o 11855613_1047196818647968_6512241585104754754_n

Applicata fæst í Epal, sjá í vefverslun HÉR. 

DESIGN LETTERS & LETUR ARNE JACOBSEN

Design Letters er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2009 og framleiðir vörur fyrir heimilið sem skreyttar eru leturgerð  Arne Jacobsen sem hann teiknaði árið 1937. Vörulína Design Letters nýtur mikilla vinsælda og er sífellt að bætast við vöruúrvalið spennandi nýjungar. Línan inniheldur meðal annars stafabolla, rúmföt, vegghillu, blómavasa, ílát, stílabækur og ýmsar aðrar spennandi vörur. Design Letters býður upp á fallegar og vandaðar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi.

slidetresliderslidetoweb1TablebybedScreen Shot 2016-01-14 at 21.59.40 Screen Shot 2016-01-14 at 22.35.49 Screen Shot 2016-01-14 at 22.36.00 Screen Shot 2016-01-14 at 22.36.53Mirror Stool Tabletogo

Design Letters vörurnar fást í Epal, skoða í vefverslun HÉR. 

FERM LIVING 10 ÁRA

Danska hönnunarfyrirtækið Ferm Living fagnar á þessu ári 10 ára afmæli sínu og gaf það út í tilefni þess afmælisbækling þar sem farið er yfir sögu Ferm Living ásamt því að vor og sumarlína Ferm Living 2016 er kynnt til sögunnar. Ýmsar spennandi nýjungar bætast við vöruúrval Ferm Living á árinu og þar má helst nefna flotta hillusamstæðu og önnur húsgögn en fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að smávörum fyrir heimilið og ætlar núna að stækka við sig með fallegum húsgögnum. Einnig er vert að nefna sérstaka afmælisútgáfu af veggfóðri frá Ferm Living en fyrirtækið á velgengni sína að þakka veggfóðurslínu sem stofnandi Ferm Living, Trine Andersen kynnti á hönnunarsýningu fyrir 10 árum síðan og sló línan rækilega í gegn og kom Ferm Living á kortið. Veggfóðrið heitir Confetti og verður hægt að sérpanta það í Epal. Við mælum með því að fletta afmælisbækling Ferm living sjá hér. Línan er væntanleg í Epal, fylgist með okkur á samfélagsmiðlum til að fá fréttir frá okkur.

newsletter ss16-2 Screen Shot 2016-01-12 at 13.52.50 Screen Shot 2016-01-12 at 13.49.05 Screen Shot 2016-01-12 at 13.48.16 newsletter ss16-kids_ kopi 2

Ferm Living fæst í Epal.

MARIMEKKO : FINNSK GÆÐAHÖNNUN

Marimekko er finnskt hönnunarmerki sem þekktast er fyrir einstök mynstur sín og mikla litadýrð. Marimekko var stofnað árið 1951 og er það í dag þekkt um allan heim fyrir mikil gæði og fallega hönnun.

Í Epal má finna gott úrval úr heimilislínu þeirra, meðal annars allskyns fallegar textílvörur, bolla, diska, glös, handklæði og fleira.

Komdu endilega við í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu úrvalið.

pb_marimekko_jan_2015_0152_69546oivat2_0PB_Marimekko_jan_2015_0282_69553MAR-24494-030 MAR-63943-310 MAR-65548-940 MAR-65727-510 MAR-66414-661 MAR-67265-190 MAR-67468-430 MAR-67497-190 MAR-67557-191