HÖNNUNARMARS: ANNA ÞÓRUNN

Anna Þórunn sýnir línuna COWBOY DREAM /Kúrekadraumur á HönnunarMars í Epal.

“Snemma í æsku átti ég mér þann draum að verða kúreki enda heilluð af þeirri ímynd sem maður upplifði í bandarískum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Sá draumur hélt mér hugfanginni þar til að annar draumur varð yfirsterkari. Leyfum okkur að dreyma! Cowboy Dream Collection er tileinkað föður mínum Hauki Hervinssyni.”

Opnunartími HönnunarMars í Epal:

Föstudagur: 10:00 – 18:00

Laugardagur: 11:00 – 16:00

Sunnudagur: 12:00 – 16:00
20160304_AnnaThorunn_0076 20160304_AnnaThorunn_002720160304_AnnaThorunn_004020160304_AnnaThorunn_0102

HÖNNUNARMARS Í EPAL 2016

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd á HönnunarMars. 
Með þátttöku EPAL í HönnunarMars hefur opnast nýr gluggi að góðri hönnun.
Epal kynnir nýjar vörur sem er afrakstur samvinnu íslenskra og danskra hönnuða sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í sínu fagi – þessi samvinna hefur fengið nafnið BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum.
Sex framsæknir hönnuðir voru fengnir í tilefni 40 ára afmæli Epal til að hanna nýjar vörur úr íslensku hráefni og útfrá íslenskum innblæstri sem höfðar til alþjóðamarkaðar. Útkoman er fjölbreytt en þar má nefna gólfmottu, húsgögn, værðarvoð, trefla ásamt fleiru.
Epal mun einnig í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra.
Haft hefur verið að leiðarljósi frá stofnun 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini Epal. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.
HönnMarsaugl

ÍSLENSK PLAKÖT Í BARNAHERBERGIÐ: AMIKAT

Undir merkinu Amikat koma fram vatnslitaverk Írisar Halldórsdóttur í vönduðum eftirprentum. Fyrsta sería hennar ber nafnið Carnival þar sem 6 dýr eru klædd upp fyrir Feneyjarhátíð miðaldanna, skreytt grímum, fjöðrum og töfrandi fylgihlutum.
Íris lauk námi í þrívíddarteiknun við International Academy of Design & Technology í Toronto, Kanada, og myndlistarnámskeiðum við Myndlistarskólann í Reykjavík.

Amikat plakötin fást í Epal og kosta (30x40cm) kr. 5.900 og (40x50cm) kr. 7.900.

1Amikat Iris - refur þvottabjorn 1Giraffi strutsfjadrir minni 1Ljónið 2 1Ljónið minni 1Páfuglsgíraffi panda in room

BÓKAHILLUR FYRIR BARNAHERBERGI : ÍSLENSK HÖNNUN

Við vorum að fá nýja sendingu af fallegu bókahillunum fyrir barnaherbergi sem hannaðar eru af Siggu Heimis. Hillurnar eru 120 cm á lengd og hannaðar þannig að bækurnar snúi fram en ekki á hlið eins og tíðkast oft í bókahillum, og skreytir þá bæði veggi herbergisins ásamt því að virka hvetjandi fyrir börn til að grípa í bók til lesturs. Hillurnar eru til í nokkrum litum, hvítu, bleiku, og grænu og er hillan leiserskorin úr málmi.

1251459525_b_hylla2

Falleg íslensk hönnun í barnaherbergið.

FERMINGAR: BORÐSKREYTINGAR

Við eigum ekki aðeins til úrval af fallegum fermingargjöfum heldur einnig ýmislegt fyrir borðskreytingar. Það getur verið gífurlega skemmtilegt að skreyta fermingarveisluborð því þá “má allt”.
Stafirnir og bollarnir frá Design Letters eru góð hugmynd til að skrifa nafn fermingarbarnsins með. Einnig eigum við til fínt úrval af dúkum og servíettum. Kíktu við á úrvalið í verslunum okkar eða í vefverslun okkar epal.is – 

ferming2

 

Á myndinni að ofan má sjá vörur frá Design Letters, dúka frá Hay og Ferm Living, servíettur frá Ihanna home og Hekla, Kubus skál, tréfugl frá Architect made, Kastehelmi skál frá Iittala og Omaggio vasa frá Kahler.