Pyropet kertalínan sem hönnuð er af Þórunni Árnadóttur nýtur alltaf mikilla vinsælda og eru kertin tilvalin tækifærisgjöf. Myndirnar hér að neðan tók Floor Knaapen fyrir Pyropet.
Verið velkomin á tiltekt í verslun okkar í Epal Skeifunni. Fortiltektin hefst í dag, miðvikudaginn 25.maí á milli kl.18:00-20:00. Hér að neðan má sjá brot af úrvalinu sem í boði verður, allt frá 15-70% afsláttur.
Fylgist einnig með okkur á Snapchat þar sem sjá má á bakvið tjöldin: epaldesign.
Ath. verslunin verður lokuð á milli 16-18 í dag.
Vinsælu Tablo borðin frá Normann Copenhagen verða á 30% afslætti í nokkrum litum og stærðum.
Stórt: 53.130 kr.
Lítil: 29.750 kr.
Doo Wop frá Louis Poulsen í ýmsum litum.
Verð áður: 59.800 kr. verð nú: 41.860 kr.
Joseph Joseph áhaldasett, frábær hönnun frá einu af okkar uppáhalds merki.
Verð áður: 19.650 kr. verð nú: 9.825 kr.
Lítið “slasaðir” Krummar frá Ihanna home á 50% afslætti.
Verð lítill. 2.500 kr. og stór 2.900 kr.
PH50 með glossáferð verður á 25% afslætti.
Verð áður 126.000 kr. verð nú: 94.500 kr.
Condesa stóllinn er frábær og hentar jafnt inni sem úti.
Verð: 71.040 kr. með 30% afslætti .
HAY about a stool, barstólar -grá seta og sápubornar eikarfætur. Takmarkað magn.
Verð 32.625 kr. með afslætti.
Iittala rain vasar á 50% afslætti nokkrar stærðir.
Verð áður frá 13.950 -19.600 kr.
Verð nú 6.975 -9.800 kr.
Fallegi viðarstóllinn J39 er meðal þekktustu dönsku stólahönnunarinnar, en stóllinn var hannaður árið 1947 af Børge Mogensen. Vegna þess hve stóllinn er einfaldur í hönnun sinni og vegna fjölhæfni í notkun fékk hann fljótlega viðurnefnið “stóll fólksins” og hefur verið afar vinsæll meðal hönnunarunnenda.
Í tilefni 40 ára afmæli Epal bjóðum við upp á J39 stólinn á sérstöku afmælistilboði og kostar hann núna aðeins 64.500 kr, en kostaði áður 96.500 kr.
Hér að neðan má sjá fleiri spennandi afmælistilboð sem eru í gangi,
Við vorum að fá nýja sendingu af handgerðum mottum frá danska hönnunarmerkinu Linie Design sem eru á alveg hreint frábæru verði. Motturnar sem um ræðir eru röndóttar og einstaklega smart og fást þær í þremur litaútgáfum, svart-hvítar, gráar og beige litaðar. Verð frá 25.800 kr.
Linie Design er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 1980 og sérhæfir sig í hönnun, þróun og heildsölu á handgerðum mottum úr hágæða efnum. Í dag er Linie Design stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Norður-Evrópu.
Linie Design vinna mikið með hefðir, bæði þegar kemur að norrænni hönnun en einnig þegar kemur að einstöku handverki. Allar motturnar eru hannaðar af hæfileikaríkum Skandinavískum hönnuðum og handgerðar af Indverskum handverksmeisturum sem hafa fullkomnað sitt handverk í gegnum margar kynslóðir.
Röndóttar mottur hafa notið mikilla vinsælda undanfarið og eigum við von á að röndóttur Linie Design motturnar rjúki út.
Hér að neðan má sjá brot af úrvalinu frá Linie Design. Við bendum þó á að þær eru ekki á sama verði og motturnar að ofan. Við bjóðum upp á gott úrval af mottum frá Linie Design og einnig er hægt að sérpanta. Allt úrvalið má sjá á vefsíðu þeirra liniedesign.com ásamt því að hægt er að skoða gott úrval í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni 6.
Frábærar fréttir fyrir hönnunarunnendur! Daily fiction er splunkuný og spennandi vörulína frá vinum okkar hjá Normann Copenhagen sem við bíðum spennt eftir að fá til okkar í Epal. Normann Copenhagen í samstarfi við hina rómuðu hönnunarstofu Femmes Régionales hafa hannað línu af litlum “dagsdaglegum” hlutum sem hægt er að raða saman á endalausa vegu. Í línunni má finna fleiri en 200 spennandi smáhluti svosem stílabækur, gjafapappír, límmiða, yddara, skæri ásamt allskyns skriffærum og fleiru.
Daily fiction er eins og nammibúð fyrir fullorðna, fallegar litasamsetningar og mynstur einkenna línuna sem er sælgæti fyrir augun.
Meðfylgjandi eru myndir úr flaggskipsverslun Normann Copenhagen í Kaupmannahöfn.
Við vorum að fá nýja sendingu frá By Lassen, í henni leyndust fallegu blómapottarnir Rimm og margnota flísarnar Maze. Flísarnar henta vel undir heitt, undir Kubus eða til allskyns framreiðslu.
Við eigum einnig von á fallegum blómavösum frá By Lassen á næstu dögum.
Mæðradagurinn er á sunnudaginn og við tókum saman í því tilefni nokkrar hugmyndir að mæðradagsgjöf.
Í tilefni Kringlukasts dagana 5.-9.maí bjóðum við upp á frábær tilboð í verslun okkar Epal Kringlunni. 10% afsláttur af öllum vörum sem ekki eru sérmerktar og 30-50% afsláttur af völdum vörum. Þar má t.d. nefna Kastehelmi glös, skart frá Hring eftir hring, Stelton hitamál og Stockholm línan frá Stelton ásamt fleiri spennandi tilboðum. Verið velkomin í heimsókn í Epal Kringlunni og gerið góð kaup.
Myndirnar að neðan eru teknar af Epal snapchat sem öllum er velkomið að fylgja (epaldesign).
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að missa ekki af neinu, notandanafnið er epaldesign á Instagram og á Snapchat.
Mæðrablómið 2016 er fallegur fjölnota poki, hannaður og framleiddur af Tulipop sem gaf vinnu sína við gerð hans. Þegar þú kaupir Mæðrablómið styrkir þú efnalitlar konur til náms og nýrra tækifæra. Árlega hefur blóm í einhverri mynd verið selt í tengslum við mæðradaginn, sem í ár er 8. maí, og allur ágóði af sölunni rennur í Menntunarsjóðinn. Pokinn kostar 2.500 kr. og sölutímabilið er 4. – 19. maí.
“Menntun er dýrmæt, en kostar líka sitt. Frá árinu 2012 hefur Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur gert yfir 70 tekjulágum konum kleift að stunda nám. ”