JÓLABORÐIÐ : IHANNA HOME

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. IHANNA HOME dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 24. nóvember – 1. desember.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir gæðavörur með einfaldleika og notagildi að leiðarljósi. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 þegar Krummi herðatré leit dagsins ljós. Vörur IHANNA HOME eru seldar í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu víða um heim.

14976056_10155458583368332_747662107_o

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður IHANNA HOME ásamt Iðunni Sveinsdóttur sölu- og markaðstjóra fyrirtækisins lögðu á borð og sitja fyrir svörum.

Hvernig er stíllinn á borðinu? 

Stíllinn er hlýr og hátíðlegur en á sama tíma myndum við segja að hann sé stílhreinn.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð?

Það er fallegt að skreyta borðið með einhverju lifandi eins blómum og greinum sem gefa borðinu alltaf mikið líf. Einnig mælum við með að velja fallegar servíettur til að leggja á borðið með og við völdum á okkar borð Forest servíettur frá IHANNA HOME. Það er einnig gott að huga að litaþema og að hafa jafnvægi í skreytingunum, að raða t.d. ekki öllu skrauti á sama stað.

15183956_10155458584338332_22738833_o 15204263_10155458582818332_772993717_o 15215879_10155458580013332_1781625522_o 15215980_10155458584523332_1658308976_o 15224769_10155458583073332_1410675913_o

Hvaðan eru hlutirnir?

Aðventukertastjaki og glervasar eru frá Menu, og stendur á Kubus bakka. Matarstell ásamt glösum eru frá Iittala og hnífapörin eru eftir Arne Jacobsen og koma frá Georg Jensen.

Viðarbakkinn heitir Sunrise og er frá Anna Thorunn og á honum standa glös og karafla frá Ferm Living. Servíettur, sniglar og værðarvoðir koma frá IHANNA HOME.

NÝTT: STJAKI FRÁ HAF STUDIO

Við vorum að fá til okkar fallegan aðventustjaka í takmörkuðu upplagi sem nota má allan ársins hring úr smiðju HAF studio sem hjónin Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir standa að baki.

Stjaki er einfaldur en margnota kertastjaki sem hannaður er bæði fyrir venjuleg kerti og sprittkerti. Stjaki er hugsaður fyrir öll tilefni og gaman er að skreyta hann eftir árstíðum. Passa þarf uppá að fara aldrei frá honum með logandi kertum, líkt og við á um aðra kertastjaka. Stjaki er gerður úr stáli sem er pólýhúðað og hönnun og öll framleiðsla fer fram á Íslandi.

15109566_10154708023534104_2317840859238863648_n

15178978_10154708022779104_5583984488549961763_n

Ljósmyndir : Gunnar Sverrisson

SÉRFRÆÐINGUR FRÁ EILERSEN Í EPAL UM HELGINA

Sérfræðingur frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen verður hjá okkur helgina 24. – 26. nóvember og í tilefni þess bjóðum við upp á 15% afslátt af öllum sófum frá Eilersen. Einnig bjóðum við upp á frábær tilboð á High Box sófum til 31. desember.

High box sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. High box sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niels Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. Þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn sem í dag þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

 

image001-2

SOFÐU VEL UM JÓLIN

Sofðu vel um jólin í rúmi frá Jensen.

Nú fer hver að verða síðastur til að leggja inn pöntun fyrir nýju hágæðarúmi frá Jensen fyrir þá sem vilja fá afhent fyrir jól, en það eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáið glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur og fá aðstoð sérfræðings. Leggja þarf inn pöntun fyrir þriðjudaginn 22. nóvember til að tryggja þér góðan svefn um jólin.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi.

258b163d11e1cb6e607af9c773463eca-1

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "b78d7eb4735714ee" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)
258b163d11e1cb6e607af9c773463eca
ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "c300eb901dfb7791" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

diplomat-kontinental-modell-453_svart_kub

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "5b589da67a1a25bd" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) MM3.blue (half) MM3.green (half) MM3.red (half) MM4.blue (half) MM4.green (half) MM4.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

jensen_prestige_vm-3-sc15-1024x734

ProEXR File Description =Attributes= channels (chlist) compression (compression): Zip dataWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] displayWindow (box2i): [0, 0, 8175, 6131] lineOrder (lineOrder): Increasing Y nuke/full_layer_names (int): 0 nuke/node_hash (string): "3ab97de0cf28f014" nuke/version (string): "9.0v3" pixelAspectRatio (float): 1 screenWindowCenter (v2f): [0, 0] screenWindowWidth (float): 1 type (string): "scanlineimage" version (int): 1 =Channels= A (half) B (half) G (half) MM1.blue (half) MM1.green (half) MM1.red (half) MM2.blue (half) MM2.green (half) MM2.red (half) R (half) VRayDiffuseFilter.blue (half) VRayDiffuseFilter.green (half) VRayDiffuseFilter.red (half) VRayReflection.blue (half) VRayReflection.green (half) VRayReflection.red (half)

FALLEG JÓLALJÓS FRÁ LE KLINT

Jólaljósin frá danska hönnunarframleiðandanum Le Klint koma svo sannarlega með jólaandann inn á heimilið og gefa þau frá sér milda og fallega birtu. Jólaljósin eru sérstaklega falleg og lýsa upp skammdegið og koma þau einstaklega vel út sem jólaskraut í glugga. Við eigum ljósin til í verslun okkar í Epal Skeifunni, kíktu við og sjáðu frábært úrval af fallegum jólavörum.
le-klint-hearts-white le-klint-stars_2 le-klint-starsle-klint-hearts-color-mix

Jólaljósin frá Le Klint fást í Epal Skeifunni. Verð frá 14.900 kr, sjá hér.

Fylgist endilega með Epal á snapchat og á instagram til að sjá á bakvið tjöldin. Þið finnið okkur undir nafninu: epaldesign.

FRÁBÆR TILBOÐ Á KVADRAT EFNUM

Ekki missa af frábæru tiboði af völdum gardínuefnum frá Kvadrat á aðeins 2.000 kr. metrinn. Kíktu við í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni og sjáðu úrvalið.

Kvadrat er heimsþekktur og leiðandi textílframleiðandi í Evrópu sem framleiðir hágæða og nútímalegan textíl fyrir heimili og opinberar byggingar til að mynda áklæði á húsgögn og í gardínur.

Hönnun Kvadrat endurspeglar sérstaka áherslu þeirra að ýta við fagurfræðilegum, tæknilegum og listrænum mörkum í þeirra geira og einkennist hönnun þeirra af einfaldleika, litum og nýsköpun

Textíll frá Kvadrat spilar stórt hlutverk í mörgum þekktustu byggingum heims eins og Swiss Re í London, MoMa í New York, Walt Disney tónlistarhöllin í Los Angeles, Reichstag í Berlín, Guggenheim í Bilbao og Guangzhou Óperu húsið í China. Ásamt því vinnur Kvadrat reglulega með leiðandi hönnuðum, arkitektum og listamönnum, og má þar nefna Alfredo Häberli,  Akira Minagawa, Tord Boontje, Patricia Urquiola, Ólafur Elíasson og Ronan og Erwan Bouroullec.

kvadratdrizzle_1254_c0141_narrowwindow_blackchair
15008102_10155409514918332_960240573_o 15045496_10155409515283332_7210588_o

 

10 MILLJÓNIR AF TRIPP TRAPP: HÁTÍÐARÚTGÁFA

Barnavöruframleiðandinn Stokke fagnar því um þessar mundir að 10 milljón eintök af klassíska og heimsþekkta stólnum Tripp Trapp hafa verið framleidd. Til að fagna þessum merka áfanga kynnir Stokke hátíðarútgáfu af Tripp Trapp í mattri eik, með áletrun hönnnuðarins ásamt fallegum smáatriðum. Svartur eikarstóllinn er með rósagylltum festingum og stöng á meðan að hvíta eikin er með festingum og stöng með málmáferð.

Stóllinn sem hannaður var árið 1972 af Peter Opsvik er einstakur fyrir þær sakir að hann er fyrsti stóllinn sem hannaður var með það í huga að geta vaxið með barninu. Þegar að Peter Opsvik hóf að hanna Tripp Trapp stólinn var hans markmið að hanna stól sem börn á öllum aldri gætu setið á við matarborðið með olnboga í borðhæð.

Sæti og fótskemil stólsins er hægt að stilla á þann hátt að hann vex með barninu og gengur stóllinn kynslóða á milli. Tripp Trapp stólinn geta fullorðnir einnig notað og þolir hann allt að 85 kg.

lg_ms22504ba_1 lg_ms22504ba_2 lg_ms22504ba_3 lg_ms22504ba lg_ms22504oak_1 lg_ms22504oak_2 lg_ms22504oak_4 lg_ms22504oak screen-shot-2016-11-09-at-12-32-06

tripp-trapp-anniversary-2016-black-oak_160630-195a5293-800x445

 

Tripp Trapp ásamt aukahlutum fæst í Epal.

NÝTT FRÁ IHANNA HOME: VÆRÐARVOÐ

Við vorum að fá falleg ullarværðarvoð frá IHANNA HOME sem eru dásamlega mjúk og hlý.

Værðarvoðirnar WATER og LOOPS er nýjung frá IHANNA HOME sem ylja vel á köldum stundum. Þær eru framleiddar úr 88% ull og 12% bómull og koma í tveim litasamsetningum hvor. Værðarvoðin WATER er innblásin af því þegar kyrrð spegilslétts vatnsflatar er raskað og gárur á yfirborði hans vakna til lífsins. Mynstrið í Loops værðarvoðinni er hannað útfrá prjónalykkjum.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir gæðavörur með einfaldleika og notagildi að leiðarljósi. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 þegar Krummi herðatré leit dagsins ljós. Vörur IHANNA HOME eru seldar í fjölda fallegra verslana á íslandi auk þess að vera til sölu víða um heim.

loops3waterblanket2 waterblanket1 loopsblanket2 loopsblanket1

“Benny the Weaver” kemur í Epal & tilboð á Montana!

Við erum stolt að geta kynnt ykkur fyrir “Benny the Weaver” sem er einn af meisturunum hjá Carl Hansen & Son. Benny er einn allra færasti vefari þó víða væri leitað og verður hann staddur í Epal Skeifunni frá fimmtudegi til föstudags, 3. – 4. nóvember og sýnir okkur ótrúlegu tæknina sem er að baki þess að vefa sæti í Y-stólinn fræga.

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

Við bjóðum Benny Hammer Larsen velkominn í Epal frá 3.-5. nóvember. Benny hefur unnið fyrir Carl Hansen & Son í yfir 20 ár og sérhæfir sig eingöngu í að vefa sæti í Y-stóla og tekur það hann ekki nema um klukkustund að klára einn stól. Benny kemur til með að vefa nokkra Y-stóla í Epal og mun vera hægt að kaupa þá stóla.

Sjón er sögu ríkari!

Ásamt Benny verða hjá okkur staddir tveir sérfræðingar frá Montana og Carl Hansen & Son og verður tilboð á Montana einingum um helgina ásamt því að sérstök tilboð eru í gangi á Black Editions línunni. Sjá betur hér að neðan,

 

2serfr benny-vefari