HÖNNUNARSAMKEPPNI: ERT ÞÚ NÆSTI HÖNNUÐUR PAPER COLLECTIVE?

Epal, Hús og Híbýli og Paper Collective efna til samkeppni fyrir skapandi og listræna hönnuði. Við leitum að hugmynd að verki sem gæti verið næsta veggspjald framleitt af danska fyrirtækinu Paper Collective, en þeir eru vel þekktir fyrir fallega hönnun á sínu sviði þar sem listamenn eru fengnir til að hanna fallegar myndir sem skreyta mörg heimili í dag.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum því vinningstillagan gæti endað sem næsta metsöluafurð Paper Collective, en jafnframt eru peningaverðlaun að upphæð 200.000 kr. fyrir þann sem dómnefndin velur. Vinningshafinn mun einnig sitja fyrir svörum í Húsum og Híbýlum þar sem hugmyndin er kynnt og við kynnumst listamanninum betur.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2017 en tillögur skal senda ásamt stuttri lýsingu á listamanni á netfangiðsamkeppni@epal.is. Við hvetjum þátttakendur til að kynna sér stefnu Paper Collective inn á heimasíðu þeirra, paper-collective.com. Myndinni ber að skila sem PDF og má hugmyndin ekki hafa birst né verið söluvara með neinum hætti áður. Paper Collective áskilur sér rétt á myndinni eftir keppnina.

MEN’S SOCIETY Í EPAL

Men’s society er með skemmtilegri vörumerkjum sem við höfum haft til sölu hjá okkur og eigum við til mjög gott úrval.

Men’s society eru sniðugar tækifærisgjafir með smá húmor og finna má eitthvað fyrir alla. Upphaflega byrjaði fyrirtækið eingöngu með snyrtivörur fyrir herramenn í handhægum umbúðum sem hægt var að taka með í ferðalagið og á æfingar. Í dag hefur fyrirtækið stækkað vöruúrval sitt töluvert og býður upp m.a. á snyrtivörur fyrir bæði konur og menn ásamt fallegum kokteilaglösum, vínflöskuhaldara á hjól, upptakara og svo margt fleira.

Snyrtivörurnar eru gerðar úr kaldpressuðum gæða efnum sem unnin eru úr náttúrulegum grösum og eru vörurnar ekki prófaðar á dýrum.

Men’s society vörurnar hafa slegið í gegn og fást nú í yfir 100 sérvöldum hönnunarverslunum allt frá Japan til Róm. Kíktu á úrvalið í Epal!

NÝTT FRÁ AYTM

Við vorum að taka upp glæsilega sendingu frá AYTM.
AYTM er spennandi danskt vörumerki sem slegið hefur rækilega í gegn frá fyrstu kynningu. AYTM leggur áherslu á glæsilega fylgihluti fyrir heimilið úr góðum gæðum, stíllinn er einfaldur og gler og málmar einkenna vörurnar sem gefur þeim lúxus yfirbragð.
Við fengum fallega gyllta blaðagrind, dásamlega flauel og leðurpúða og margt fleira – kíktu við og sjáðu úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.