BLÓMASTANDUR FYRIR DESIGN LETTERS BOLLA

Við erum alltaf að bæta við vöruúrvalið okkar og tökum upp spennandi nýjungar. Við vorum að fá til okkar skemmtilega blómastanda frá vinsæla Design Letters merkinu sem hægt er að setja í postulíns bollana frá þeim. Blómastandurinn umbreytir bollanum því í flottan vasa sem hægt er að stinga í allt frá 1 – 10 blómum.

Verð á blómastandinum er 1.950 kr.

// Við minnum einnig á sumaropnun í Epal Skeifunni. Lokað verður á laugardögum til 12. ágúst þegar við opnum aftur. Þangað til þá verður að sjálfsögðu opið í verslunum okkar um helgar í Kringlunni, Laugavegi og í Hörpu.

I JUST WANTED TO TELL YOU : SKILABOÐAKERTI

Skilaboðakertin frá íslenska hönnunarmerkinu 54Celsius sem þekktast er fyrir vinsælu Pyropet kertin eru frábær tækifærisgjöf. Það eru þau Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og Dan Koval markaðsérfræðingur sem standa að baki 54Celsius en Pyropet dýrakertin hafa notið gífulegra vinsælda undanfarin ár og fást víða um heim.

Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur “I Just Wanted To Tell You”. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Kertin koma í fallegum pakkningum og skilaboðin eru einnig sýnileg á límmiða utan á pakkningunum sem auðvelt er að fjarlægja áður en kertið er gefið. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Láttu “I Just Wanted To Tell You” kertin sjá um að varpa ljósi á málið.

 

 

LUNDAR SIGURJÓNS PÁLSSONAR

Epal og Sigurjón Pálsson hafa í samvinnu látið gera lunda sem er hannaður af Sigurjóni.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt – en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Lundarnir fást í verslunum Epal í Skeifunni, Laugavegi, Kringlunni og í Hörpu.

NÝTT FRÁ VORHUS LIVING BY SVEINBJÖRG

Við vorum að fá til okkar glæsileg og vönduð rúmföt frá íslenska hönnunarmerkinu Vorhus living by Sveinbjörg. Rúmfötin koma í þremur litum, bleikum, bláum og gráum og kosta þau 15.900 kr.

Vorhus living er hönnunarhús sem vinnur náið með völdum hönnuðum að vöruþróun, framleiðslu og sölu á fallegum vörum sem hafa gott notagildi og eru framleiddar úr hágæða efniviði hverju sinni. Fyrirtækið er upprunalega stofnað í lok árs 2007 af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur og hefur um árabil selt hönnunarvörur undir nafni Sveinbjargar með góðum árangri. Samhliða auknum vexti erlendis og áhuga hönnuða á starfsemi fyrirtækisins var ákveðið að víkka út starfsemina í hönnunarhús og breyta nafni fyrirtækisins í Vorhus living.

Vorhus living dregur nafn sitt af gömlu bæjarnafni húss á Eyrarbakka sem langamma Sveinbjargar átti og hét Vorhús. Nafnið vísar til vorsins þegar ungar fæðast, gróður grænkar og líf færist í móana. Litrík náttúran og fjölbreytileiki hennar er okkar fyrirmynd. Það er því stefna fyrirtækisins að skapa líflegar vörur úr fjölbreyttum efnivið og að vera staður þar sem fólk kemur saman og skapar framtíðina.

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er myndlistamaður og einn af hönnuðum Vorhus living. Hún er jafnframt stofnandi fyrirtækisins og annar eigandi þess. Vörulína hennar einkennist af munstrum úr náttúrunni sem eru litrík og lifandi. Fjölbreytt vöruúrval og fjölbreyttir efniviðir eru ríkjandi og því ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sveinbjörg hefur starfað sem myndlistamaður og myndlistarkennari á árum áður, þó einna helst vann hún í grafík og þá aðallega í tréristur og kopar. Þaðan koma mynstur hennar og hönnun og á þeim verkum byggir vörulína hennar. Það er íslenska náttúran sem er henni hvað mest hugleikin og veitir henni sterkan innblástur og er rauði þráðurinn í hönnun hennar.

 

Ásamt rúmfötunum bjóðum við í Epal upp á frábært vöruúrval frá Voruhus living by Sveinbjörg.

FRÁBÆRT TILBOÐ Á MONTANA EININGUM

Við bjóðum upp á frábært afmælistilboð á vinsælu Montana einingunum í stærð 70×70 cm / dýpt 30cm og kosta þær núna aðeins 44.900 kr. *litir white, new white og grátt

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982 og fagnar fyrirtækið því í ár 35 ára afmæli sínu. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

 

NÝTT: URÐ – ilmandi vörulínu

Við vorum að fá til okkar nýtt íslenskt vörumerki sem við erum spennt að kynna fyrir ykkur.

URÐ er íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir ilmandi vörulínu með árstíðirnar fjórar í huga. Vörulína URÐAR samanstendur í dag af ilmkertum, sápum og heimilisilmi. URÐ er gamalt, íslenskt orð og felur í sér vísun til markmiða og framleiðsluaðferða URÐAR. Vörurnar eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum og pakkað í fallegar og vandaðar umbúðir. Við framleiðsluna er stuðst við gamlar handverksaðferðir. Hver ilmur hefur það hlutverk að vekja upp minningar tengdar árstíðunum fjórum. Ilmirnir bera íslensk nöfn sem eru lýsandi fyrir hverja árstíð; BJARMI (vor), BIRTA (sumar), DIMMA (haust) og STORMUR (vetur).

 

Bjarmi táknar aukna birtu vorsins þegar náttúran vaknar eftir veturinn. Ilmurinn vekur minningar um hlýju frá arineldi í íslenskum sumarbústað að vori. Ilmurinn samanstendur af fersku svörtu tei, múskati og hlýjum sedrusviðartónum.

Birta táknar stöðuga birtu sumarsins. Ilmurinn er léttur, sætur og örlítið púðurkenndur. Hann vekur minningar úr bernsku um heyskap og saklausar sólkysstar kinnar. Ilmurinn samanstendur af hlýjum viðartónum, rafi og ferskum blómum.

Dimma táknar haustið og aukna dimmu. Ilmurinn er kraftmikill, kryddaður og ávaxtaríkur. Hann vekur minningar um skógarferð, nýfallin rauðbrún haustlauf og berjamó. Ilmurinn samanstendur af ávöxtum, kryddi, barrtrjám og villtum berjum.

Stormur táknar veturinn og minnir á kröftugar veðrabreytingar þess árstíma. Ilmurinn samanstendur af tóbakslaufi, hlýjum viðartónum, blómum og djúpum moskustónum.

SaveSave

10 ÁRA LAKKRÍSÆVINTÝRI LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW

Johan Bülow stofnaði lakkrísframleiðslufyrirtæki sitt Lakrids by Johan Bülow fyrir 10 árum síðan, þá aðeins 23 ára gamall. Allt frá því að Johan var lítill strákur hafði hann verið heillaður af lakkrísrótinni og var hann sannfærður um að það ætti ekki einungis að nota hana í sætindi heldur einnig í matreiðslu, bakstur og jafnvel í bjór. Flest okkar tengja lakkrís við ódýrt skandinavískt nammi, en hans sýn var sú að lakkrís gæti orðið partur af gourmet upplifun. Núna 10 árum síðan er fyrirtæki hans Lakrids by Johan Bülow sem staðsett er í Bornholm í Danmörku orðið vel þekkt þrátt fyrir að vera líklegast minnsta lakkrísframleiðsla í heimi.

Að finna uppskriftina af hinum fullkomna lakkrís reyndist Johan þó vera afar erfitt í byrjun, lakkrísuppskrift virtist vera heimsins best geymda leyndarmál. Eftir mikla og stranga rannsóknarvinnu ásamt óteljandi tilraunum fann hann loksins réttu blönduna. Það var þann 7. júlí árið 2007 sem Johan Bülow opnaði í fyrsta skiptið dyrnar að lakkrísverslun sinni í Bornholm og tók það ekki nema tvær og hálfa klukkustund fyrir hillurnar að tæmast svo vinsæll var lakkrísinn. Fyrsta framleiðslan var sætur lakkrís, sá næsti var saltlakkrís, súkkulaðihúðaður lakkrís og svo bættust fljótlega við fleiri tegundir.

Lakrids by Johan Bülow er enginn venjulegur lakkrís, heldur er hann handgerður lúxuslakkrís. Einnig hefur verið bætt við línu fyrir þá sem vilja geta nýtt sér lakkrísrótina sem bragðefni í matreiðslu og bakstur. Markmið Johan Bülow var að lakkrís ætti að vera aðgengilegur öllum sem ljúffengt bragðefni og hentar þessi lína vel fyrir mataráhugafólk jafnt sem kokka.

Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig.

Í tilefni 10 ára afmælisins kom út á dögunum afmælisútgáfa af upprunalega lakkrísnum sem framleiddur var í verksmiðjunni þegar hún fyrst opnaði, nema núna er hann eingöngu framleiddur úr lífrænum innihaldsefnum. Afmælislakkrísinn er mjúkur eins og karamella og hjúpaður belgísku lúxus mjólkursúkkulaði og er að sjálfsögðu glútenlaus eins og allar vörurnar. Við mælum með að smakka þennan!

ENN BETRA VERÐ Á SKRIFBORÐSSTÓLUM

Við höfum lækkað verð á skrifborðsstólum sem hafa verið á tilboði og bjóðum nú upp á frábært verð á skrifborðsstólum frá Sedus og Knoll, einstaklega góðir og klassískir stólar sem veita góðan stuðning.

Hönnuðurinn og frumkvöðullinn Don Chadwick hannaði skrifborðsstólinn Chadwick árið 2005 sem framleiddur er af Knoll. Chadwick hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun stólsins sem er bæði góður funda- og skrifborðstóll. Chadwick stóllinn sameinar falleg form og hámarksþægindi og veitir einstaklega góðan stuðning við bak og fætur. Með einu handtaki er hægt að stilla hæð og bak stólsins, ásamt því að hækka/lækka arma eftir því hverslags verkefni er verið að vinna.

Quarterback skrifborðsstóllinn frá Sedus er elegant stóll hannaður af Markus  Dörner. Stóllinn veitir góðan stuðning við bak og er góður funda og skrifborðsstóll. Stólinn má fá í nokkrum litum og ættu því flestir að geta fundið einn við sitt hæfi.

Komdu við í verslun okkar í Skeifunni 6 og fáðu aðstoð við valið.

NÝTT: TRIIIO BORÐ EFTIR HANS BØLLING

Við vorum að fá til okkar glæsileg borð frá danska hönnunarfyrirtækinu Brdr. Krüger sem hönnuð eru af Hans Bølling. TRIIIO borðin voru upphaflega teiknuð árið 1958 en voru þó aðeins fyrst sett í framleiðslu núna og útfærð í náinni samvinnu Hans Bølling. TRIIIO borðin koma í þremur í ólíkum stærðum, sófaborð, hliðarborð og borðstofuborð, öll einstaklega glæsileg og elegant og hefur verið hugsað út í hvert og eitt smáatriði.

// Verð frá 169.000 kr. 

Krüger er fjölskyldurekið fyrirtæki og hafa þá átt í náinni samvinnu við Bøller fjölskylduna í gegnum þrjá ættliði. Allt frá því að ferill Hans Bølling hófst um 1950.

” Það hefur veitt mér ómælda gleði að fá að upplifa skissu og prótótýpu sem ég vann þegar ég var 27 ára gamall í höndunum á einstaklega færum handverskmönnum í Brdr. Krüger verksmiðjunni, að sjá þá vinna með töfrana sína og hvernig einfaldar og elegant breytingar hafa breytt upphaflegu skissunni minni í þrjú módernísk og elegant borð sem standast tímans tönn.”