VIÐTAL VIÐ FORSTJÓRA CARL HANSEN & SØN

Fyrir stuttu síðan héldum við í Epal Skeifunni veglegt hönnunarkvöld í tilefni þess að í heimsókn hjá okkur var forstjóri Carl Hansen & Søn, Knud Erik Hansen. Við settumst niður með Knud Erik og spjölluðum við hann um hönnun, sögu fyrirtækisins og framtíð Carl Hansen & Søn með hann við stýrið eftir langa búsetu í Austurlöndum fjær.

Það hefur vakið heimsathygli hversu miklum árangri viðskiptamaðurinn Knud Erik Hansen hefur náð með fjölskylduarfleiðina, Carl Hansen & Søn. Knud Erik Hansen er barnabarn Carl Hansen sem stofnaði fyrirtækið árið 1908 þegar hann opnaði sitt fyrsta verkstæði. Árið 1934 tók faðir Knud Erik, Holger Hansen við rekstri fyrirtækisins sem hafði þá átt í fjárhagserfiðleikum vegna heimskreppunnar. Holger Hansen náði þá samningi við Singer saumavélaframleiðandann um framleiðslu á saumavélaboxum sem hjálpaði Carl Hansen að komast í gegnum þessa erfiðu tíma ásamt því að framleiða mikið af Windsor eikarstólum. Eftir seinni heimstyrjöldina kom fram ný kynslóð af dönskum húsgagnahönnuðum og má þar nefna Finn Juhl, Hans J. Wegner og Børge Mogensen.

Holger Hansen kom á fót samstarfi við ungan húsgagnaarkitekt að nafni Hans J. Wegner sem átti eftir að verða afar farsælt. “Þeir voru báðir mjög færir húsgagnasmiðir og gátu rætt saman endalaust. Þeir deildu þó ekki sömu sýn á framleiðsluaðferðum og kynnti faðir minn, Wegner fyrir hugmyndum sínum um fjöldaframleiðslu og hvernig Wegner gæti haft tekjur af hönnun sinni sem eiginkonu Wegners leist sérstaklega vel á sem hvatti eiginmann sinn til að taka þessu samstarfi.“ segir Knud Erik.

 

“Árið 1949 kom Wegner í fyrstu heimsókn sína í verksmiðjuna, og hafði þá með sér teikningar af CH22, 23, 24, 25 stólunum ásamt CH26 stólnum sem þótti alltof flókinn fyrir framleiðslu, og Wegner með sitt skap henti teikningunni krumpaðri saman í ruslið og CH26 stóllinn gleymdist í mörg ár. Hinir stólarnir fóru þó allir í framleiðslu og átti CH26 eftir að slá í gegn seinna meir.”

Carl Hansen stofnandinn sjálfur var þó hrifnari af þungum og miklum húsgögnum á meðan að Wegner var mjög framúrstefnulegur og var lofaður af öllum dagblöðum og tímaritum. Carl Hansen þótti húsgögn Wegners helst líkjast garðhúsgögnum og var stuttu síðar sendur á eftirlaun.

“Ég komst þó ekki inn í fyrirtækið eins og bróðir minn”, segir Knud Erik um bróðir sinn sem stýrði fyrirtækinu frá árinu 1988. “Hann er 5 árum eldri, lærði húsgagnasmíði og fyrirtækið var því eyrnamerkt honum og tók hann við sem forstjóri. Ég vissi snemma að við gætum ekki unnið saman, við erum eins og nótt og dagur en þó erum við bræðurnir góðir vinir. Við deilum ólíkri sýn á viðskipti, hann vildi ekki stækka og fjárfesta, og ég fór því í ólíka átt.

Ég starfaði við skipaviðskipti í mörg ár og var árið 1973 sendur til Suður Afríku þar sem ég átti eftir að vera í 4 ár, svo kom Singapore í 4 ár og að lokum var ég sendur til Hong Kong þar sem ég var í 10 ár áður en ég snéri aftur til Danmörku. Ég bauð þá bróður mínum að kaupa minn hlut í Carl Hansen & Søn svo ég gæti byrjað upp á nýtt í Danmörku en hann neitaði og bauð mér í staðinn að kaupa sig út úr fyrirtækinu því hann vildi hætta að vinna snemma. Ég tók þá óvænt við sem eigandi og forstjóri Carl Hansen & Søn árið 2002, með gjörólíkann bakgrunn en þeir sem áður höfðu stýrt fyrirtækinu sem er það sem breytti öllu varðandi velgengni okkar í dag.”

Carl Hansen & Søn hefur að mestu leyti aðeins framleitt klassíska hönnun eftir hönnuði sem eru látnir í dag. Hvernig lítur framtíðin út fyrir Carl Hansen & Søn?

“Við þurfum jú einnig að vinna með einhverjum sem er enn á lífi – sem við getum átt við samræður og fengið innblástur frá. Við leituðum fyrir stuttu út fyrir Danmörku varðandi hönnun á stól, við skoðuðum bestu hönnuðina og höfðum svo samband við japanska heimsþekkta arkitektinn Tadao Ando í gegnum tölvupóst sem hringdi strax tilbaka í okkur. Hann var þá orðinn 76 ára gamall og hafði aldrei áður hannað húsgagn. Við þurftum að útskýra fyrir honum hvernig ætti að vinna með við þar sem Tadao Ando hefur notast mest við steypu í sín verk. Eftir hálft ár var okkur boðið að koma út til Japan og skoða stólinn sem hann hafði hannað en það var ómögulegt að framleiða hann úr við. Það tók okkur þá eitt og hálft ár að þróa stólinn svo hægt væri að framleiða hann og þannig að Ando samþykkti hann. Húsgögnin sem við framleiðum þurfa að endast lífstíð og tekur þetta ferli því alltaf langan tíma. Útkoman var stórkostlegur stóll, Dream Chair sem mun lifa um ókomna tíð.”

Hvernig er samstarfi ykkar við hönnuði háttað í dag?

“Það er mikill munur á ungum hönnuðum í dag og gömlu meisturunum. Munurinn er sá að það halda margir hönnuðir í dag að það sé lýðræði, að við setjumst niður með hönnuðinum og ræðum hlutina og breytum hönnuninni til að henta okkur. Alvöru hönnuður kemur með hönnunina tilbúna og búið að prófa hana fyrir framleiðslu og segir við okkur “svona er þetta. Og annahvort viljum við hana eða ekki. “

Hvað er svo á döfinni hjá Carl Hansen & Søn?

“Við erum núna að vinna í fylgihlutahlínu þó ég megi ekki strax segja frá því hvaða hlutir það eru. Konan mín hætti að vinna sem læknir nýlega og til að henni leiddist ekki þá fékk ég hana til að taka yfir heimilisvörulínuna, og hún hefur aldrei unnið jafn mikið áður…” bætir Knud Erik Hansen við hlægjandi.

Áttu þér þinn uppáhaldshlut?

“Það er Wishbone stóllinn, en þó get ég eiginlega ekki valið á milli barnanna minna.

Við byggjum á þeirri hefð að við smíðum góð húsgögn sem gerð eru úr miklum gæðum. Carl Hansen & Søn keppir eingöngu í gæðum. Að sjálfsögðu eigum við hjá okkur nokkur húsgögn sem slegið hafa í gegn eins og sérstaklega Wishbone stóllinn, en fyrir mér eru gæðin öllu framar, það verður að vera þannig. Annars myndum við detta út af markaðnum á stuttum tíma.”

NETTILBOÐ : SEINKUN Á PÖNTUNUM

Kæru viðskiptavinir, nettilboðið s.l. helgi fór fram úr okkar björtustu vonum og fengum við hundruðir fleiri pantanir en við bjuggumst við. Við erum að gera okkar besta að koma öllum pöntunum úr húsi og gæti því orðið smá töf á að pantanir berist fólki.
Við vonumst til að allir sýni því skilning og þökkum ykkur jafnframt fyrir þolinmæðina.

ÍSLENSK HÖNNUN : ART OF MÁR

Við kynnum ný og spennandi íslensk veggspjöld í Epal, Art of Már.

Hönnuður Art of Már er arkitekinn Magnús Már sem elskar að skapa og hanna í sínum frítíma. Fyrsta hönnunarlína Art of Már eru Kennileitin, þar túlkar hönnuður á sinn hátt kennileiti Íslands. Í línunni eru 12 verk.

Á Instagram síðu Epal @epaldesign má finna gjafaleik þar sem einn heppinn fylgjandi fær veggspjald að eigin vali í gjöf.

JÓLALAKKRÍSINN Í ÁR – BY JOHAN BÜLOW

Við vonumst til þess að gera biðina ykkar eftir jólunum eins gleðilega og sæta og hægt er, með jólalakkrísnum okkar í ár frá Lakrids By Johan Bülow.

Klassíski brons lakkrísinn með saltkaramellu, Hindberja með hvítu súkkulaði, Hvítar snjókúlur með engifer lakkrís og mjólkursúkkulaði ásamt Svörtum snjókúlum sem gerðar eru með svörtum pipar! Megi jólin ykkar verða hvít.

GRÓÐURHÚS FRÁ DESIGN HOUSE STOCKHOLM

Við fengum nýlega til okkar glæsileg gróðurhús frá Design House Stockholm, hannað af Atelier 2+. Gróðurhúsið er nógu lítið til að geta verið innandyra en á sama tíma nógu stórt til að rækta í lítinn garð. Gróðurhúsið nýtur sín vel á heimilium jafnt sem á opinberum svæðum, svosem á veitingarstöðum og á hótelum. Líklega draumaeign fyrir þá sem eru með græna fingur og áhuga á plöntum.

Sjá meira um þessi glæsilegu gróðurhús á vefsíðu DHS.

Við eigum einnig til lítil gróðurhús frá Design House Stockholm sem pláss er fyrir á öllum heimilum.

SÉRFRÆÐINGUR FRÁ JENSEN Í EPAL

Sofðu vel um jólin í rúmi frá Jensen.

Sérfræðingur frá Jensen verður hjá okkur í Epal Skeifunni föstudag og laugardag 3. – 4. nóvember. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér. 10% afsláttur er veittur af pöntunum.

Nú fer hver að verða síðastur til að leggja inn pöntun fyrir nýju hágæðarúmi frá Jensen fyrir þá sem vilja fá afhent fyrir jól, lokadagur til að leggja inn pöntun fyrir jól er 20. nóvember. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáið glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur og fá aðstoð sérfræðings.
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi.