TILBOÐ : MISSION SÓFAR FRÁ EILERSEN

Við kynnum frábært tilboð á Mission sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. desember 2018.

Mission sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Mission sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

NÝTT: SKANDINAVISK ILMOLÍUR

SKANDINAVISK hefur nú bætt við enn einni rósinni í hnappagatið með þremur ilmolíum fyrir líkamann innblásnum af norrænni náttúru. SKANDINAVISK eru þekktust fyrir hágæða ilmkerti sín og heimilisilmi sem njóta mikilla vinsælda þeirra sem kunna að meta góða hönnun og vel ilmandi heimili.

ESCAPE TO NATURE línan samanstendur af þremur ilmolíum fyrir líkamann, þróaðar undir áhrifum norrænnar náttúru. Ilmolíurnar koma í stílhreinu og elegant glasi með roll-on sem hentar vel fólki á ferð og flugi.

Ilmolíurnar HEIA, LYSNING OG ROSENHAVE eru fágaðar, mjúkar, mildar og endast vel. Verð 4.500 kr. –

GEORG JENSEN JÓLAÓRÓINN 2018

Jólaóróinn í ár frá Georg Jensen er mættur í Epal.

Frá árinu 1984 hefur Georg Jensen gefið út jólaóróa á hverju ári til að fagna jólunum og með tímanum hefur óróinn orðið ein vinsælasta og best selda jólavara í Skandinavíu. Jólaóróinn er skemmtileg söfnunarvara sem finna má á mörgum íslenskum heimilum og eiga margir óróana frá upphafi og hengja þau stolt upp safnið um hver jól.

Saga Georg Jensen hófst árið 1904 þegar hinn 38 ára gamli silfursmiður Georg Arthur Jensen opnaði verkstæði sitt í hjarta Kaupmannahafnar á Bredgade 36. Georg Jensen merkið er í dag þekkt fyrir hágæðahönnun og framleiðir það vörur eftir heimsfræga hönnuði eins og Arne Jacobsen, Aldo Bakker, Ilse Crawford og Verner Panton.

Jólaóróinn 2018 er kominn í Epal og kostar 6.500 kr. og er hannaður af Monica Förster. Óróanum fylgir bæði sérstakur dökkgrænn borði ásamt klassíska rauða borðanum.

 

VERÐLAUNAHÖNNUN : FROST RUSLATUNNAN

FROST Denmark var stofnað árið 2002 af Hans Jørgen Frost og er í dag þekktast fyrir margverðlaunuðu ruslatunnuna Frost Pedal bin. Ruslatunnan hefur hlotið bæði iF hönnunarverðlaunin 2018 ásamt Red Dot verðlaunin 2018 sem mætti líkja við það að hafa unnið Óskarinn í flokki hönnunar.

Epal er söluaðili FROST á Íslandi, og bjóðum við upp á frábært úrval af fallegri hönnun fyrir heimilið, þá sérstaklega fyrir baðherbergi.

FROST Pedal bin er minimalísk og klassísk í útliti, gerð úr ryðfríu stáli með mattri lakkaðri áferð. Lokið kemur með sex ólíkum áferðum til að passa vel við þitt heimili.

 

GLÆSILEGUR TIKI SÓFI FRÁ FOGIA

Tiki sófinn er glæsilegur 3 sæta sófi frá Fogia sem býður upp á mikil þægindi og stílhreint útlit. Tiki er hannaður af verðlaunahönnuðinum Andreas Engesvik einum fremsta norska hönnuðinum í dag, sem hefur m.a. hannað vörur fyrir Georg Jensen, Iittala, Hay, Muuto og Menu.

Fogia er sænskur húsgagnaframleiðandi sem hefur síðustu þrjátíu ár í samstarfi við vel valda Skandinavíska hönnuði framleitt húsgögn fyrir heimili og opinber rými um allan heim.

Létt yfirbragð sófans er einkenni hans, með háar og grannar stálfætur og passar hann vel inn á hvert heimili.

MÚMÍN HÚSIÐ & SETUSTOFAN

Við kynnum spennandi nýjar Múmín vörur frá Arabia, þar sem Múmínhúsið er í aðalhlutverki!

Hið hringlaga Múmínhús og hin hlýlega og notalega stofa þess eru myndefni nýju Múmínkannanna. Stærri kannan (Moominhouse) sýnir Múmínhúsið að utan og með henni fylgir sniðugt keramík lok. Minni kannan (Afternoon in parlor) sýnir Múmínhúsið að innan og hentar vel til að bera fram mjólk með kaffinu eða sósur, t.d. með eftirréttinum.

Múmínpabbi byggði Múmínhúsið alveg sjálfur og er hann þar af leiðandi einstaklega stoltur af því, en húsið hefur staðið bæði óveðursstorma og jarðskjálfta. Í húsinu búa Múmínpabbi, Múmínmamma og Múmínsnáðinn. Það er mikill gestagangur á heimili Múmínfjölskyldunnar og eru allir velkomnir. Húsið er á þremur hæðum og stofan notalega er á jarðhæðinni. Þar koma gestir og heimilisfólk saman til að njóta góðgætisins sem Múmínmamma ber fram.

Verð: Kanna (húsið 1l) 7.500 kr. og Kanna 0,35l er 3.950 kr.

SIKA DESIGN : KLASSÍSK DÖNSK HÖNNUN

SIKA DESIGN

Saga húsgagnaframleiðandans Sika Design nær aftur til fimmta áratugarins og er Sika Design í dag einn elsti “rattan” og “wicker” húsgagnaframleiðandinn í Skandinavíu.

Sika Design framleiðir handgerð húsgögn með þægindi, gæði og umhverfisvernd að leiðarljósi í allri hönnun sinni og framleiðslu. Sika Design framleiðir húsgögn eftir nokkra þekktustu og mikilvægustu hönnuði og arkitekta sem uppi hafa verið. Arne Jacobsen, Nanna og Jørgen Ditzel, Viggo Boesen og Franco Albini sem öll voru frumkvöðlar á sínum tíma fyrir formtilraunir sínar með sterka og krefjandi efnið “rattan” og “wicker”.

HANGANDI EGG

Hangandi eggið var hannað árið 1959 af Nönnu Ditzel og Jørgen Ditzel og hefur hlotið verðskuldaða athygli og viðurkenningu. Auðþekkjanlegt formið hefur síðan þá margoft verið leikið eftir, en gullöld “rattan” efniviðsins var á sjöunda áratugnum þegar hæfileikaríkir vefarar og arkitektar gerðu ýmis formfögur húsgögn úr þessum krefjandi efnivið.

PARÍSAR STÓLL

Parísar stóllinn var hannaður af engum öðrum en Arne Jacobsen og var jafnframt hans fyrsta húsgagnahönnun.

Parísar stóllinn hlaut silfurverðlaun á Art Deco sýningunni í París árið 1925 og var gerður úr “rattan”. Sika Design hóf endurframleiðslu á þessum klassíska stól árið 2014

Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér Sika design.