Kæri viðskiptavinur,
Gleðileg jól og farsælt komandi hönnunarár
Kæri viðskiptavinur,
Gleðileg jól og farsælt komandi hönnunarár
Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.
“Mig langaði til að hafa borðið svolítið öðruvísi þannig að ég ákvað að Feed Me skálin yrði að matardisk sem að í sjálfu sér er alveg raunhæft. Mér finnst gaman að brjóta reglur og upplifa hluti upp á nýtt.” Anna Þórunn Hauksdóttir.
Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Mjög gott er að byrja að athuga hvað maður á þegar og reyna hugsa hlutina upp á nýtt.t.d hvaða litaþema maður vill nota ásamt hvaða stemmningu maður vill ná fram.
Hvaða hlutir eru á borðinu? Feed Me skálin bæði í svörtu og hvítu en svarta er svo til nýkomin á markað og hefur hún fengið frábærar móttökur. Hay hnífapör, rauðvíns glös frá Rosenthal, Essence vatnsglös frá iittala sem eru svotil nýkomin í þessum litum dökk gráum og dökk grænum ásamt karöflunni úr sömu línu. Prosper blómavasinn er mín hönnun og er í framleiðsluferli. Gylltu kertastjakarnir eru frá Menu en sá svarti fyrir tvö kerti frá Ferm Living. Ég notaði Hay rúmteppi fyrir dúk.
Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Ég væri meira en til í að eiga vatnsglösin og karöfluna. Mig vantar mjög mikið að endurnýja hjá mér hnífapörin þannig að Hay hnífapörin eru á óskalistanum. Ég er svo heppin að eiga nú þegar Menu stjakana og viðar jólatrén sem eru á borðinu, og svo á ég auðvitað fjölmargar Feed Me skálar.
Ferðu eftir vissu þema þegar þú skreytir? Mér finnst mjög gott að hugsa um hvaða stemningu mig langar til að ná fram. Það flýtir fyrir, því það getur verið mjög tímafrekt að dekka borð ef maður veit ekki hvað maður vill. Við borðum t.d. alltaf við dúk hversagslega hér heima, hann gefur hýju og rammar inn borðbúnaðinn en ef við fáum gesti þá leita ég inní ískáp eftir ávöxtum eða í einhverjar aðrar hirslur eftir smádóti en útkoman getur orðið mjög skemmtileg og alls ekki formleg!
Þú finnur jólagjöfina í Epal! Vertu hjartanlega velkomin til okkar og fáðu góðar hugmyndir að skreytingum, jólagjafahugmyndum ásamt dýrindis smakki.
Það er opið alla daga fram til jóla í verslunum Epal, sjá nánari upplýsingar um jólaopnanir:
Steamery Stockholm
Steamery var stofnað í Stokkhólmi, Svíþjóð árið 2014 af Martin Lingner og Frej Lewenhaupt. Með því að sameina faglegan bakgrunn í tísku og skandinavíska fagurfræði með hátækni og sjálfbærum gildum að leiðarljósi, stefna þau að því að auðvelda öllum að hugsa vel um fatnaðinn sinn.
“Við viljum gefa tískuáhugafólki loksins aðgang að öllum fataskápnum sínum. Gleymdu krumpuðum og hökruðum flíkum. Fjárfesti í flíkum sem þú elskar og láttu þær endast.”
Þetta byrjaði allt með gufuvél. Afhverju gufu? Gufuvélar hafa í langan tíma verið augljós partur af tískuiðnaðinum og eru jafnframt fyrsti hluturinn sem gripið er til í tískumyndatökum og baksviðs á tískusýningum. Það er auðvelt að sjá hvers vegna. Að gufa fatnað er skemmtilegt, árángursríkt ásamt fjöldan allan af fleiri kostum. Þetta hefur þó hingað til aðeins verið tískuleyndarmál. Þar til núna.
Núna hefur einnig bæst við vöruúrvalið hnökravél fyrir fatnað sem er ómissandi hluti af því að halda flíkum fallegum til lengri tíma, snyrtilegum og hnökralausum.
Glæsilegt ferðagufutæki og hnökravélar. Hver hefur ekki einmitt þurft á þessum græjum að halda rétt áður en haldið er út!
Verð á hnökravél: 5.700 kr.
Gufutæki: 16.900 kr.
Við kynnum Montana einingar á frábæru tilboðsverði. Montana hillukerfið var hannað árið 1982 af Peter J. Lassen, klassísk dönsk hönnun eins og hún gerist best.
Jólaandinn svífur yfir í desember í Epal Skeifunni.
Við fáum til okkar fagurkera sem munu dekka smekkleg jólaborð í hverri viku ásamt því að baka dýrindis sortir í nýja VIPP eldhúsinu okkar. Kíkið við og fáið góðar hugmyndir að skreytingum, jólagjafahugmyndum ásamt dýrindis smakki. Opið alla daga fram að jólum.
Laugardaginn 15. desember verður engin önnur en Linda Ben stödd hjá okkur í VIPP eldhúsinu og mun hún töfra fram eitthvað gómsætt eins og henni er einni lagið og býður gestum og gangandi að smakka. Linda Ben er menntaður lífefnafræðingur en hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir einstaka hæfileika þegar kemur að matargerð og bakstri þar sem hún deilir reglulega uppskriftum og fallegum innblæstri með fylgjendum sínum. Linda er einnig mikill fagurkeri og hefur áhuga á heimilum og hönnun og er því vel við hæfi að bjóða hana velkomna í fallega VIPP eldhúsið okkar í Epal Skeifunni.
Linda Ben verður hjá okkur í Epal Skeifunni á milli kl. 13-15, laugardaginn 15. desember.
Hægt er að fylgjast með Lindu Ben á samfélagsmiðlinum Instagram @lindaben ásamt á bloggsíðu hennar Lindaben.is
Það er að sjálfsögðu opið alla helgina, laugardag og sunnudag til 18:00. Jólaborðið sem Fólk Reykjavík dekkaði verður á sínum stað og veitir góðar hugmyndir, ásamt því að okkar margrómaði kaffibarþjónn verður á staðnum. Verið hjartanlega velkomin til okkar í aðventustemmingu.
Jólaandinn mun svífa yfir í desember og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Þær Ólína Rögnudóttir og Ragna Sara Jónsdóttir hjá Fólk Reykjavík dekkuðu glæsilegt jólaborðið í Epal.
Fólk frumsýndi á Hönnunarmars fyrr á árinu nýja vörulínu, Living Objects / Lifandi hlutir sem vakið hefur mikla eftirtekt. Línan er afrakstur úr samstarfi FÓLKs við Ólínu Rögnudóttur vöruhönnuð. Verkefnið fólst í að skapa abstrakt hluti fyrir heimilið sem hver um sig hefur fleiri en einn notkunarmöguleika. Ragna Sara stofnaði FÓLK árið 2017 til að samræma áhuga sinn á umhverfis- og samfélagsmálum og hönnun. Þess vegna vinnur FÓLK eingöngu með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.
Markmið FÓLKs er að fjárfesta í hönnuðum og hönnun þeirra og skapa þannig svigrúm fyrir þá til að skapa á meðan FÓLK sér um framleiðslu- og markaðssetningarferlið. Markmið FÓLKs er einnig að auka hlutfall íslenskrar hönnunar sem fer í framleiðslu og markaðssetningu alþjóðlega.”
Jólaborð FÓLKs mun standa í Epal Skeifunni dagana 13. – 19. desember.
Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Okkur fannst gott að halda fast í þær hugsjónir sem við höfum verið að vinna með í okkar samstarfi – einfaldir hluti úr hráefnum sem eru náttúruleg eða endurvinnanleg. Borðið þarf jafnframt að þjóna því hlutverki sem þú vilt að það þjóni þegar hátíðleg tilefni ber að garði.
Hvaða hlutir eru á borðinu? Við höfðum einfaldleika og sjálfbærni að leiðarljósi þegar við skreyttum borðið. Við erum með glös frá Iittala, svartan viðarbakka og salatskeiðar frá Skagen, kaffibollar vatnskanna og salatskál eru frá Ro, svartir desert diskar og forréttadiskar eru frá EVA SOLO, gyllt hnífapör frá HAY, viðarbakka frá Applicata, viskustykki frá Humdakin og svo erum við með hluti úr vörulínunni Lifandi hlutir (e. Living Objects) sem Ólína Rögnudóttir vöruhönnuður hannaði fyrir FÓLK. Fallegir marmarahlutir sem geta verið bæði kertastjakar og blómavasar og hins vegar staflanlegar glerskálar og viðarbakkar sem eru væntanleg á markað með vorinu.
Hvaða hlut væruð þið helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Ólína – Ég bíð eftir að geta nýtt glerskálarnar frá FÓLK, keramikskálin frá Ro er í uppáhaldi sem og vatnskannan frá þeim, samspil allra þessara forma heilla mig.
Ragna Sara – ég er mjög ánægð með allar vörurnar sem við erum að setja á markað og eru eftir Ólínu, mig langar raunverulega að eiga þær allar og svo langar mig í keramikskálarnar frá Ro.
Finnst ykkur best að vinna eftir vissu þema þegar þú skreytir? Við ákváðum í upphafi að vinna með sjálfbærni þema, þ.e. að nota eingöngu náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og að hampa náttúrunni á borðinu, og þess vegna má sjá að helstu skreytingarnar eru úr plöntum og helstu hlutirnir eru úr náttúrulegu eða endurvinnanlegum hráefnum.
Hvernig er stíllinn á borðinu? Stíllinn er mjög afslappaður og náttúrulegur. Það er til dæmis ekkert plast á þessu borði!
Signý Þórhallsdóttir er hönnuðurinn á bakvið silkislæðurnar frá Morra. Signý útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 og hefur síðan þá unnið hjá ýmsum hönnuðum í London, þ.á.m. Vivienne Westwood, þar sem hún starfaði í þrjú ár við að hanna fatnað og munstur. Signý leitast við að starfa á mörkum fata-og prenthönnunar, og vinnur nú að eigin verkefnum á Íslandi, þar sem hún sækir innblástur í mynd- og nytjalist, tískusögu og íslenska náttúru.
Glæsilegu Morra silkislæðurnar fást nú í Epal Skeifunni, tilvalið í jólapakkann. Verð frá 9.500 kr.
Morra er nýstofnað tískumerki sem hannar vandaða fylgihluti og kvenfatnað með vísanir í alþjóðlega mynd- og nytjalist í bland við staðbundin einkenni eins og íslenska náttúru og handverkshefð.
Fyrsta verkefni Morra heitir Sveigur og er lítil lína af silki slæðum. Slæðurnar eru myndskreyttar og sótt eru áhrif í íslenskar plöntur og slæðinga.
Slæðurnar eru þrjár og koma með mismunandi prenti, lit og stærð. Þær eru úr light Crepe de Chine silki og hafa AA gæðastuðul sem þýðir að efnið er ofið úr lengri þráðum og slitnar því síður. Slæðurnar eru prentaðar í Bretlandi, faldaðar á Íslandi og koma í fallegri öskju.
Við kynnum einstakt tilboð á klassísku Racer leður sófunum frá One Collection sem hannaður var af Søren Holst. Tilboðið gildir á 2ja, 2,5 og 3ja sæta sófum í svörtu leðri. Gildir á meðan birgðir endast.
Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur Racer sófana og finnið þægindin.
Jólaandinn mun svífa yfir í desember og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Halla Bára Gestsdóttir dekkaði upp glæsilegt jólaborðið í Epal. Halla Bára er með meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Halla Bára hefur haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem við mælum með að áhugafólk um hönnun og heimili kynni sér nánar.
Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Ákveða hvaða stemmningu maður sækist eftir og vinna út frá henni. Hversu formlegt eða óformlegt viltu hafa yfirbragðið? Um það snýst málið.