Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður kemur til okkar í Epal Skeifunni þann 13. mars og heldur námskeið um innanhússhönnun sem notið hefur gífulegra vinsælda meðal þeirra sem áhugasamir eru um innanhússhönnun og falleg híbýli.
NÁMSKEIÐ Í INNANHÚSSHÖNNUN er fyrir áhugasama, byrjendur, lengra komna og alla hina, sem vilja ná meiri færni og öryggi í að vinna með eigið umhverfi eða skapa áhugaverða umgjörð innanhúss.
“Hvernig gerum við heimilið okkar persónulegt og einstakt í okkar huga – sjálfstæð hugsun, öryggi og gleði skipta máli og við förum yfir það ásamt svo ótalmörgu öðru…”
Skráðu þig í pottinn og þú gætir unnið námskeið um innanhússhönnun sem haldið verður í Epal Skeifunni þann 13. mars kl. 18:00.
10 heppnir einstaklingar verða dregnir út og verður þeim boðið í notalega kvöldstund ásamt léttum veitingum með Höllu Bára í Epal Skeifunni.
Skráðu þig til þátttöku með því að koma við í VIPP eldhúsinu Epal Skeifunni og skildu eftir nafn ásamt símanúmeri, dagana 26. feb – 8. mars.
Halla Bára er með meistaragráðu í innanhússhönnun frá Domus Academy í Mílanó á Ítalíu. Hún vinnur sem innanhússhönnuður og ráðgjafi að ýmsum verkefnum jafnframt því að ritstýra Home and Delicious vefsíðunni. Einnig hefur hún haldið vinsæl námskeið um innanhússhönnun sem hafa slegið í gegn.
Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu Konudagsgjöf handa ástinni þinni þá eigum við til mikið úrval af fallegum tækifærisgjöfum. Fyrst og fremst er það LOVE lakkrísinn sjálfur frá Lakrids by Johan Bülow sem er ómótstæðilega góður og ekki skemmir fyrir hversu fallega hannaðar umbúðirnar eru. LOVE lakkrísinn er tilvalinn til að deila með ástinni sinni.
LOVE lakkrísinn er í ár annarsvegar samblanda af sætum súkkulaðihúðuðum lakkrís með jarðaberjum og rjóma, og hinsvegar er það súkkulaðihúðaður rauður lakkrís með trönuberjum. Báðir eru einfaldlega ómótstæðilega góðir og við mælum með að smakka báðar tegundir, þú verður ekki svikin/n!
Sparaðu 20% á Montana hillueiningum til 15. mars, kíktu við í verslun okkar í Skeifunni og sjáðu ótrúlegt úrval af Montana einingum.
Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.
Allar Montana hillueiningar eru sérpantaðar og best er því að koma við í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni eða hafa samband við sölumann í húsgagnadeild varðandi verð og upplýsingar um afhendingartíma.
*Afslátturinn gildir aðeins á 12 mm einingar. Gildir ekki á Panton Wire seríuna, Montana Wardrobe, Montana Bathroom, CO16, Montana Free, Monterey, Skyline – stólar og borð.
Nomi stóllinn hlaut nýlega viðurkenningu sem BESTI barnastóllinn í Noregi árið 2019. Jafnframt verður honum veitt síðar í mánuðinum viðurkenning frá fremstu fjölskyldutímaritum í Skandinavíu sem BESTI barnastóllinn og verður það í fimmta árið í röð sem hann hlýtur þá viðurkenningu. Klassíski Tripp Trapp stóllinn og jafnframt mest seldi barnastóll í heiminum í dag hefur hlotið annað sætið sem besti barnastóllinn fimm ár í röð en báðir stólarnir eru hannaðir af Peter Opsvik.
Tripp Trapp stólinn hannaði Opsvik fyrir dóttur sína árið 1972 en Nomi stólinn hannaði hann hinsvegar fyrir barnabarn sitt og byggði þá á áratuga reynslu, þekkingu og prófunum á Tripp Trapp með það í huga að hanna besta og öruggasta barnastól í heimi, jafnt í útliti sem notagildi. Svo virðist sem ætlun hans hafi tekist því Nomi stóllinn er dásamaður af öllum sem hann prófa og hefur stóllinn hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar.
Nomi stólinn er hægt að nota strax frá fæðingu barns með sérstöku ungbarnasæti sem dugar til ca. 6 mánaða aldurs. Því er síðan skipt út fyrir barnasæti þar til barnið er orðið nægilega stórt að það þurfi ekki auka stuðning og geti klifrað í og úr stólnum án hjálpar. Nomi stóllinn hentar án aukahluta fyrir barnið fram yfir unglingsárin.
Nomi hefur verið prófaður samkvæmt alþjóðlegum öryggisstöðlum og kemur best út af öllum öðrum barnastólum. Viðurinn í stólnum er samkvæmt alþjóðlegum FSC stöðlum á meðan að plast partarnir eru gerðir úr endurunnu plasti (polypropylene) án parabena og þala sem talin eru geta verið skaðleg ungum börnum.
Margverðlaunaður stóll
Nomi hlaut virtu RED DOT hönnunarverðlaunin árið 2014 í flokknum „Best of the best“. Niðurstöðu dómara má lesa hér að neðan, en síðan þá hefur stóllinn rakað inn alþjóðlegum verðlaunum fyrir framúrskarandi hönnun og öryggi.
»In the world of children’s furniture, Nomi is an exception. The simplicity and aesthetic appeal of this high chair are impressive. It demonstrates a completely new use of form, free of the usual clichés of shape. Based on a well thought-out functional concept, this chair is easy to adjust and grows along with the children. In addition to its thorough flexibility it also offers a high level of safety.«
Foreldravænn stóll
Nomi er einnig góðar fréttir fyrir foreldra! Stóllinn er léttur og vegur ekki nema 5 kg sem gerir auðvelt fyrir að færa hann til um heimilið. Eða hengja hann á borðið þegar gólfið er þrifið. Litlir gúmmí hnappar undir stólnum koma í veg fyrir að borðið rispist og það er einfalt og fljótlegt að þrífa Nomi með rökum klút.
Hægt er að hanna þinn stól frá grunni, – velja úr mörgum litum fyrir bak og sessu, uppistöðu er hægt að fá svarta, hvíta, natur og hnotu, ásamt því að bæta við ungbarnasæti, bólstri, bakka og beisli. Allt til að Nomi stóllinn passi vel við heimilið og henti stíl fjölskyldunnar.
Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár.
Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun. Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum. Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.