Svanurinn á frábæru tilboði

Við kynnum frábært tilboð á Svaninum eftir Arne Jacobsen.

Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er framleiddur hjá Fritz Hansen. 

Svanurinn er nú á frábæru tilboði frá 1. maí fram til 1. september í Christianshavn áklæði með möguleika á 26 ólíkum litum.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur Svaninn á tilboði.

Glæsileg safnútgáfa : Liljan eftir Arne Jacobsen

Við kynnum glæsilega safnútgáfu af Liljunni sem hönnuð var af Arne Jacobsen árið 1970.
 
Liljan var upphaflega hönnuð af Arne Jacobsen árið 1970 fyrir Danska Landsbankann. Einstakt lag stólsins er afrakstur af mjög flóknu mótunarferli en stóllinn er mótaður úr mörgum lögum af formbeygðum spón. Liljan var sett í endurframleiðslu árið 2007 og hefur síðan þá fengið verðskuldaða athygli eftir langt hlé.
Liljan er léttur og þægilegur stóll sem nú er kynntur í fyrsta sinn klædd einstöku Pure leðri sem mun öðlast sinn persónuleika með tímanum.
Aðeins voru framleidd 200 eintök á heimsvísu og því er um að ræða einstaka safnútgáfu.

Frábært tilboð á Axel leðursófa frá Montis

Ekki missa af frábæru tilboði á 3,5 og 4 sæta Axel leðursófum frá Montis sem gildir til 1. september 2019.

Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir mikil þægindi og gæði að leiðarljósi í allri hönnun sinni. Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine árið 2005 er glæsilegur sófi sem hentar öllum heimilum. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim. Axel sófinn er fallegur og þægilegur og er nú á frábæru tilboði.

Verið velkomin í verslun okkar Skeifunni og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

Viltu vinna Stacked hillu frá Muuto?

Stacked hillurnar frá Muuto eru ein þekktasta hönnunin þeirra en Muuto er ungt hönnunarfyrirtæki sem er þó orðið þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi fyrir Skandinavíska hönnun.

Stacked hillurnar eru hannaðar af Julien De Smedt sem er heimsþekktur arkitekt. Stacked eru bráðsniðugar hillur sem hægt er að raða saman á óteljandi vegu, hillurnar eru klemmdar saman svo auðvelt er að breyta uppröðuninni en hægt er að nota Stacked sem hefðbunda bókahillu, hliðarborð, jafnvel sem millivegg eða annað sem þér dettur í hug!

20% afsláttur er af öllum pöntunum af Stacked hillum frá 15. apríl til 15. júní!

Einnig verður skemmtileg samkeppni þar sem hægt er að vinna Stacked hillu! Raðaðu saman Stacked hillu eftir þinni hugmynd og Epal gefur einum aðila þá uppstillingu í gjöf *. Hægt er að útfæra þína hugmynd www.epal.is/samkeppni.

Sendu svo þína hugmynd á samkeppni@epal.is *ekki þarf að ganga frá pöntun til að taka þátt í samkeppninni.

Hér að neðan má sjá hugmyndir af flottum uppstillingum af Stacked hillunum.

Heimsókn : Sérfræðingur frá Jensen rúmum í Epal

Sérfræðingur frá Jensen Beds verður hjá okkur dagana 11.-13. apríl.
Í tilefni þess verður veittur 10% afsláttur af öllum pöntunum. Fáðu aðstoð við að velja rúmið sem hentar þér!

Veldu Jensen rúm fyrir betri og heilbrigðari svefn, nótt eftir nótt, ár eftir ár. Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur. Hægt er að velja stillanlegt rúm, Kontinental og boxdýnur ásamt því að Jensen er með úrval af yfirdýnum.
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi. Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

Einstök afmælisútgáfa CH24 stólsins : Aðeins til sölu 2. apríl

Í tilefni af 105 ára afmælisdegi Hans J. Wegner þann 2. apríl, hefur Carl Hansen & Søn afhjúpað einn þekktasta stól hönnuðarins, glæsilegan CH24 stól í olíuborinni hnotu með rauðu geitaskinni.

Í fyrsta sinn í sögu stólsins er hann kynntur í þessari einstöku útgáfu og verður aðeins til sölu þann 2. apríl í tilefni afmælisdags Hans J. Wegner. 

Í lok tíunda áratugar síðustu aldar vann Hans J. Wegner náið með Carl Hansen & Søn að þróa leðurútgáfu klassíska CH24 stólsins sem færi vel með upprunalega stólnum þar sem sætið er ofið úr sterkum pappírsþræði. Með nýrri tækni og nýjum bólstrunaraðferðum sem þróaðar voru af sérhæfðu handverksfólki Carl Hansen & Søn varð þessi sérstaka takmarkaða útgáfa að raunveruleika.

Hver stóll er merktur með kopar plötu með áritun Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi hans. Sérstakar afmælisútgáfur Y – stólsins eru sérstaklega eftirsóttar hjá söfnurum og hönnunar aðdáendum sem fá nú tækifæri að eignast einstaka áritaða hnotu – leður útgáfu af elegant Y – stól Hans J. Wegner.

Afmælisútgáfan verður eingöngu til sölu 2. apríl.