Glæsileg útihúsgögn frá HAY: Pallisade eftir Bouroullec bræður

Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line en einnig bjóðum við upp á nútímaleg gæðahúsgögn frá vinsæla danska hönnunarmerkinu HAY sem notið hafa gífulegra vinsælda.

Palissade er lína af útihúsgögnum hönnuð af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir HAY. Línan var hönnuð til þess að passa inn í fjölbreyttar aðstæður; kaffihús, veitingarhús, garðinn, svalir og á pallinn. Palissade samanstendur af stólum, bekkjum, borðum og hægindarstólum og eru í heildinni 13 ólík húsgögn að finna í línunni.

Húsgögnin eru sterk án þess að vera fyrirferðamikil og elegant án þess að vera viðkvæm.

Palissade eru tilbúin til pöntunar og tekur 4 vikur að fá afhent – því er um að gera að hafa hraðar hendur til að fá húsgögnin afhent fyrir sumarið.

Frekari upplýsingar varðandi pöntun er hægt að fá í verslun okkar í Epal Skeifunni, eða með því að senda póst á starfsfólk okkar í húsgagnadeild; Stefanie (stefanie@epal.is) og Sverrir (sverrir@epal.is).

Sjá úrvalið á heimasíðu HAY – sjá hér. 

Nýtt frá Sebra : Hreinar og lífrænar snyrtivörur fyrir börn

Nýtt frá Sebra! Baby Care eru hreinar, lífrænar og vottaðar gæða snyrtivörur sérstaklega hannaðar með lítil kríli í huga. Vörulínan er lífrænt vottuð, vegan og hentar einnig fyrir ofnæmiskroppa, og eru vörurnar með hvorki meira né minna en fjórar gæðavottanir og mótaðar sérstaklega fyrir ungbörn og þeirra fjölskyldur.

Þróað og framleitt í Danmörku fyrir foreldra í leit að mildri og hreinni húðvörulínu fyrir börn, samsett úr náttúrulegum innihaldsefnum með lítil áhrif á umhverfið.

 

Vörurnar henta vel fyrir daglega notkun.

Kynntu þér betur Baby Care vörurnar og innihaldsefnin í vörunum með því að ýta á þennan hlekk hér. 

125 ára afmæli Poul Henningsen // 15% afsláttur af PH ljósum

Í tilefni 125 ára fæðingarafmælis danska hönnuðarins Poul Henningsen bjóðum við upp á 15% afslátt af öllum PH ljósum og pöntunum til 17. júní 2019.

 

Við megum til með að deila áfram þessari frábæru grein um PH ljósið sem birtist á vefmiðlinum Kjarnanum þann 3.júlí 2016. Greinin er skrifuð af Borgþóri Arngrímssyni. 

Sjá grein á Kjarnanum, hér

Í nýlegri danskri könnun þar sem lands­menn voru beðnir að nefna tíu þjóð­ar­ger­semar kenndi ýmissa grasa. Meðal ger­sem­anna var PH ljósið svo­nefnda. PH er eig­in­lega sam­nefni yfir fleiri en eitt ljós sem byggj­ast öll á sömu hug­mynd­inni. Níu­tíu ár eru síðan arki­tekt­inn og hug­mynda­smið­ur­inn Poul Henn­ings­en, PH, fékk hug­mynd­ina og smíð­aði sitt fyrsta ljós, en þessi hönnun hefur staðið af sér allar tísku­bylgjur og ljósin selj­ast enn eins og heitar lumm­ur, kannski jafn­vel hrað­ar!

 

Poul Henn­ingsen var fæddur 1894 í Ordrup norðan við Kaup­manna­höfn. Hann var í opin­berum skjölum skráður sonur rit­höf­und­ar­ins Agn­esar og skóla­stjór­ans Mads Henn­ingsen. Fað­ir­inn var hins vegar rit­höf­und­ur­inn Carl Edwald, sem móðir Pouls átti í ást­ar­sam­bandi við. Að loknu barna­skóla­námi hóf hann nám í múr­verki en 1911 – 1917 stund­aði hann nám við Det tekniske Selskabs Skole og jafn­framt um tveggja ára skeið í Polyt­eknisk Lær­ean­stalt, Tækni­skól­an­um. PH hafði mik­inn áhuga fyrir mál­ara­list og stund­aði um skeið nám hjá list­mál­ar­anum Johannes Larsen. PH stund­aði ekki, frekar en margir þekktir danskir hönn­uðir og arki­tekt­ar, ekki nám við Arki­tekta­deild Lista­há­skól­ans, Kun­staka­demi­et. Bak­grunn­ur­inn var iðn- og tækni­nám.

Snemma áber­andi í menn­ing­ar­líf­inu

PH hafði snemma mörg járn í eld­in­um. Hann setti á fót teikni­stofu í eigin nafni árið 1919, sem hann starf­rækti árum sam­an. Vann meðal ann­ars mikið fyrir skemmti­garð­inn Tívolí, var eins­konar hirð­arki­tekt þar eins og hann orð­aði það ein­hvern tíma. Hann hafði alla tíð mik­inn áhuga fyrir þjóð­fé­lags­mál­um, skrif­aði árum saman fyrir dag­blaðið Politi­ken og síðar Information. Hann samdi jafn­framt fjöl­margar revíur og á árunum 1926 – 1928 gaf hann út tíma­ritið Kritisk Revy, þar var fjallað á gagn­rýn­inn hátt um þjóð­fé­lags­mál. 1935 fékk utan­rík­is­ráðu­neytið hann til að gera kvik­mynd um dag­legt líf í Dan­mörku, myndin var hugsuð sem kynn­ing á landi og þjóð. Myndin fékk mis­jafna dóma og var síðar stytt og er nú til í tveimur útgáf­um. PH var frá upp­hafi mjög gagn­rýn­inn á nas­is­mann og eftir að Þjóð­verjar her­námu Dan­mörku 1943 voru öll skrif hans rit­skoð­uð. 

Flýði til Sví­þjóðar undan nas­istum

30. sept­em­ber 1943 flýði PH ásamt eig­in­kon­unni Inger á ára­bát yfir Eyr­ar­sund til Sví­þjóð­ar. Um borð í ára­bátnum var líka arki­tekt­inn Arne Jac­ob­sen ásamt unn­ustu sinni og ungum verk­fræð­ingi, Her­bert Marcus, sem lagði stund á kapp­róðra. Þeir Arne Jac­ob­sen og Her­bert Marcus voru gyð­ingar og ótt­uð­ust um líf sitt. Það gerði PH líka og eftir að stríð­inu lauk komst upp að danskir nas­istar ætl­uðu sér að drepa PH og fjöl­skyldu hans með því að kveikja í rað­húsi fjöl­skyld­unnar í Ordr­up. Eftir að stríð­inu lauk flutti PH með fjöl­skyldu sinni til baka til Dan­merkur og það gerðu líka Arne Jac­ob­sen og Her­bert Marcus. Eftir heim­kom­una hélt PH áfram að skrifa, ásamt vinn­unni á arki­tekta­stof­unni. Arki­tekta- og rit­störfin verða ekki frekar rakin hér en list­inn er lang­ur: ein­býl­is­hús, fjöl­margar og ólíkar opin­berar bygg­ing­ar, Tívolí (sem áður var get­ið) söngv­ar, skrif í dag­blöð og tíma­rit. Enn­fremur skrif­aði hann nokkrar bækur og var áber­andi per­sóna í dönsku þjóð­líf­i. 

En það er þó fyrst og fremst eitt sem heldur nafni hans á lofti.  

 

PH ljósin

Strax á náms­ár­unum fékk PH mik­inn áhuga fyrir ljósum og lýs­ingu. Ljósa­per­urnar voru að hans mati ljót­ar, og birtan frá þeim ann­að­hvort allt of skær eða dauf. Hann ein­setti sér að útbúa ljós, eða skerm eins og hann kall­aði það, sem kastaði birt­unni frá sér án þess að peran sjálf væri sýni­leg. Hann gerði ótal til­raunir heima í rað­hús­inu í Ordrup og á teikni­stof­unni. Árið 1924 hófst sam­vinna PH við fyr­ir­tækið Louis Poul­sen. Það fyr­ir­tæki var stofnað 1874 í kringum inn­flutn­ing á víni, sá rekstur gekk ekki vel en 1891 hóf fyr­ir­tækið rekstur raf­magns­verk­stæðis og opn­aði jafn­framt verslun með verk­færi og járn­vörur af ýmsu tagi ásamt litlu járn­smíða­verk­stæði. Þegar PH leit­aði eftir sam­vinnu við Louis Poul­sen 1924 var ætlun hans að taka þátt í alþjóð­legri sýn­ingu í París árið 1925 og sýna þar nýju upp­finn­ing­una, þriggja skerma ljós­ið. ­Skemmst er frá því að segja að ljósið, sem var loft­ljós úr málmi, vakti mikla athygli og hlaut fyrstu verð­laun sýn­ing­ar­inn­ar. Ári síð­ar, 1926, vann PH í sam­vinnu við Louis Poul­sen sam­keppni um lýs­ingu í nýja sýn­ing­ar­höll, For­um, á Frið­riks­bergi við Kaup­manna­höfn. Í dag­blaði frá þessum tíma segir að ljós­in, skerm­arnir úr opal gleri, hafi verið eins og hvítir fuglar í sýn­ing­ar­saln­um. 

Ein­stök hönnun 

Bæði PH og for­svars­mönnum Louis Poul­sen var ljóst að upp­finn­ing PH, þriggja skerma ljósið, var ein­stök og Louis Poul­sen náði brátt samn­ingum við umboðs­menn í mörgum löndum og lét úbúa kynn­ing­ar­efn­i.  Nýjar útfærslur af þriggja skerma ljós­inu komu á mark­að­inn, loft­ljós, borð­lampar, og salan jókst stöðugt. Í blaða­við­tali frá þessum tíma sagð­ist for­stjóri Louis Poul­sen hand­viss um að PH ljósin ættu eftir að verða vin­sæl og eft­ir­sótt í fram­tíð­inni og þriggja skerma hönn­unin myndi stand­ast tím­ans tönn. Hann reyn­ist sann­spár.

Margt í gangi hjá PH 

Þótt ljósin seld­ust vel og mögu­leik­arnir á útfærslum hug­myndar PH væru langt frá því að vera tæmdir hafði hönn­uð­ur­inn fleiri járn í eld­in­um. Tekj­urnar af ljósa­söl­unni gerðu honum kleift að sinna öðrum áhuga­mál­um, þar voru rit­störfin fyr­ir­ferð­ar­mest. Svo var það arki­tekta­stof­an, þar var nóg að gera. Louis Poul­sen þrýsti mjög á PH að koma með fleiri ljós og nýjar útfærsl­ur. Árin liðu, PH var orð­inn mold­ríkur (eins og hann orð­aði það sjálf­ur) en hann hélt þó alltaf áfram að sinna öllum sínum fjöl­mörgu áhuga­mál­um. Skyndi­lega var komið árið 1958.

PH 5

Mörg af ljósum PH bera ekki sér­stök heiti. Þau hafa ein­fald­lega tölu­staf fyrir aftan staf­ina PH, til aðgrein­ingar hvert frá öðru. Þótt til séu nokkur hund­ruð mis­mun­andi ljós og útfærslur af ljósum Poul Henn­ingsen er ljósið sem fékk nafnið PH 5 lang þekkt­ast og hefur orðið eins konar sam­nefn­ari fyrir verk hans. PH 5 kom á mark­að­inn 1958 og talan 5 merkir að stærsti skerm­ur­inn er 50 senti­metrar í þver­mál. Þetta ljós, PH 5, féll strax í kramið hjá almenn­ingi og hefur selst í millj­ón­a­tali. Í verk­smiðju Louis Poul­sen í Vejen á Jót­landi eru 130 starfs­menn og þar eru árlega fram­leidd að minnsta kosti 230 þús­und ljós en nákvæm tala fæst ekki gefin upp. Lang stærsti hluti fram­leiðsl­unnar er PH ljós og lampar, þar vegur hlutur PH 5 þyngst.   Efnið í PH 5 er matt­lakkað ál, aðal­lit­ur­inn í upp­hafi hvítur en einnig blár litur og rauður til að skapa jafn­vægi í dreif­ingu birtunn­ar. Síðar hafa komið fleiri litir og sífellt bætist við úrval­ið. Sér­stök útgáfa, kölluð PH 50 kom á mark­að­inn 2008, í til­efni þess að þá var hálf öld síðan PH 5 var fyrst fram­leitt. Poul Henn­ingsen hefur lík­lega ekki órað fyrir vin­sældum ára­tuga vin­sældum ljóss­ins en hann lést 1967.

Hver er ástæða þess að þetta ljós sem hefur verið á mark­aðnum í tæpa sex ára­tugi er svo vin­sælt? Margir vildu geta svarað þess­ari spurn­ingu en eng­inn veit svar­ið. Ljósið er fyrir löngu orðið sígilt og hefur staðið af sér alla tísku­strauma. Salan helst stöðug milli ára, eykst þó held­ur. Án þess að tölu­legar stað­reyndir liggi fyrir verður að telja lík­legt að hlut­falls­lega séu PH 5 ljósin algeng­ust í Dan­mörku en þau hafa í gegnum árin selst vel í nágranna­lönd­unum og hafa lengi verið vin­sæl á Íslandi. Jap­anir eru líka hrifnir af ljós­un­um. Sú saga er sögð af Jap­ana sem kom til Dan­merkur uppúr 1960 að hann hafi keypt PH 5 ljós og haft með sér heim. Hann hafi svo sagt frá því þegar heim kom að sér hefði verið sagt að danska ríkið gæfi öllum brúð­hjónum í Dan­mörku svona ljós. Þetta ku hafa þótt tíð­indi þar eystra. Tak­mörkuð tungu­mála­kunn­átta veldur iðu­lega mis­skiln­ingi.

 

Ný og uppfærð Lúlla dúkka – svefnlausn fyrir börn frá fæðingu

Við kynnum nýja og uppfærða Lúllu dúkku frá RoRo. Þrjá mismunandi gerðir, lengri hljóðspilun, lífrænt vottað efni og auk þess getur Lúlla núna setið.

Lúlla dúkkan er svefnlausn ætluð börnum frá fæðingu. Dúkkan líkir eftir nærveru foreldris í slökun og spilar upptöku af hjartslætti og jóga öndun í 12 klukkustundir. Hönnun Lúllu byggir á rannsóknum sem sýnt hafa að nærvera bætir svefn, vellíðan og öryggi. Lúllu er ætlað að hjálpa börnum að sofa þegar foreldrar geta ekki sofið hjá þeim og hentar bæði fyrir lengri svefn á næturnar og fyrir hvíld á daginn.

Inni í dúkkunni er tæki sem spilar upptöku af hjartslætti og andardrætti móður í slökun.

Hugmyndin að Lúllu er byggð á niðurstöðum fjölmargra rannsókna á sviði heilbrigðisvísinda. Rannsóknir sýna að andardráttur og hjartsláttur er jafnari þegar ungabörn finna fyrir nærveru foreldra sinna, þeim líður almennt betur, þau hvílast betur og sofa lengur. Þetta verður aftur til þess að allur taugaþroski eflist. Aukin vellíðan barna og betri svefn hefur einnig jákvæð áhrif á móður og föður. Þannig verður til jákvæð hringrás þar sem hver þáttur styður við annan.  Lúlla er ætluð ungbörnum. Við þróun var þó sérstaklega hugsað til fyrirbura og veikra ungbarna sem upplifa skerta nærveru og þurfa að liggja ein yfir nætur á spítala en dúkkan á þá að virka eins og nokkurs konar staðgengill foreldra. Þessi börn eru líka viðkvæmustu einstaklingarnir og þurfa á mestum stuðningi að halda.

 

 

 

Nýtt frá Ferm Living – Still Life gallerý box

Nýtt frá Ferm living – Still Life gallerý box í takmörkuðu upplagi.

Still Life gallerý boxið er spennandi nýjung fyrir heimilið frá vinsæla danska hönnunarmerkinu Ferm Living og inniheldur 9 teikningar sem sameina lífræn form og abstrakt list. Þessar 9 teikningar koma í takmörkuðu upplagi og aðeins gerð í 500 eintökum. Hengd upp saman, eða stakar – útbúðu þinn myndavegg með þessum einstöku veggspjöldum.

 

Ný sending af fallegum mottum frá Lorena Canals

Lorena Canals framleiðir gæða bómullarmottur fyrir barnaherbergið og heimilið sem má þvo í þvottavél.

Lorena Canars var stofnað árið 1990 og hannar og framleiðir fallegar og stílhreinar mottur með gott notagildi. Motturnar eru búnar til úr 100% bómull og mæta motturnar nútíma þörfum og má því setja þær í þvottavél.

Þetta hófst allt þegar stofnandinn spurði sjálfa sig: „Afhverju er ekki hægt að þrífa mottur barnanna heima?“ Með enga lausn sjáanlega á markaðnum, ákvað hún að fara sjálf í málið. Í dag er Lorena Canals með tvær verksmiðjur í Indlandi ásamt skrifstofum í Barcelona og New York og framleiðir mottur fyrir heimili, bæði sem hentar fullorðnum og börnum.

Lorena Canals motturnar eru gerðar úr miklum gæðum og framleiddar við bestu aðstæður í verksmiðjum sem bera ábyrgð á starfsfólki hvað varðar laun og aðstæður.

Motturnar eru fáanlegar í margskonar útgáfum, litum og stærðum sem gerir þær hentugar fyrir hvaða herbergi sem er.

– Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal – 

 

Heimsókn frá Sedus í Epal, þriðjudaginn 7. maí.

Heimsókn í Epal Skeifunni

Sérfæðingurinn Alex Burma frá Sedus verður í verslun okkar þriðjudaginn 7. maí, frá kl. 10:00 til 17:00. Komdu í heimsókn og fáðu ráðleggingar við val á skrifstofuhúsgögnum. 
Sedus er leiðandi fyrirtæki á skrifstofuhúsgögnum á heimsvísu, stofnað árið 1871. Sedus bíður uppá heildarlausnir fyrir skrifstofuna og er leiðandi framleiðandi á sviði skrifstofuhúsgagna. 

Gæða útihúsgögn fyrir sumarið fást í Epal

Núna er tíminn til að draga fram útihúsgögnin og njóta veðurblíðunnar í garðinum eða á pallinum. Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line.

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfi, ábyrgð og gagnsæi og nota þau aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína. Útihúsgögnin eru í klassískum skandinavískum stíl og má þar nefna Drachmann línuna sem er sérstaklega falleg.

 

Caneline er danskt hönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á hagnýtum og þægilegum húsgögnum. Caneline framleiðir hágæða viðhaldsfrí útihúsgögn sem þola vel veður, vind og frost. Caneline hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum í flokki útihúsgagna fyrir gæði og fallega hönnun.

Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska sumardaga í huga þar sem að útihúsgögnin fullkomna stemminguna. Hönnuðir Caneline hafa haft það að leiðarljósi að láta aldrei útlit víkja fyrir notagildi, og eru húsgögnin því bæði falleg og þægileg.

 

Verið velkomin í verslun okkar, Skeifunni 6 og fáðu ráðgjöf við valið á gæða útihúsgögnum.

 

Nýtt í Epal : Raawii litrík og falleg dönsk hönnun

Við erum spennt að kynna fyrir ykkur nýtt uppáhalds merki hjá okkur í Epal, Raawii.

Raawii er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 20017 sem gleður augað og lífgar upp á heimilið með litríkum keramík skálum, vösum og könnum. Falleg hönnun Raawii er tímalaus og nútímaleg, framleidd í Portúgal við bestu aðstæður með virðingu fyrir fólki og samfélaginu að leiðarljósi.

Komdu við og heillastu með okkur af Raawii vörumerkinu. Klassík framtíðarinnar.