108 stóll eftir Finn Juhl á tilboði! Takmarkað magn

Danski arkitektinn Finn Juhl (1912-1989) er einn þekktasti innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður 20. aldar. Finn Juhl hannaði fjölmarga stóla, og er einn sá glæsilegasti 108 stóllinn, hannaður árið 1946.

108 er ekta Finn Juhl húsgagn, með fljótandi sæti og bak sem einkenndi hans stíl og létt og glæsileg hönnun sem kitlar skynfærin. Hann er fallegur að horfa á, mjúkur í snertingu og gott að sitja í.

108 stóllinn er fallegur og fjölnota stóll sem hentar jafnvel við borðstofuborðið, í stofuna eða á skrifstofuna.

Olíuborin eik, fullt verð: 175.000 kr. Tilboðsverð: 131.000 kr. Takmarkað magn.

Frekari upplýsingar fást hjá starfsfólki í húsgagnadeild í Epal Skeifunni.

Skemmtilegt starf í boði í Epal Skeifunni

Erum við að leita að þér? Okkur vantar sölumann í gjafavörudeild Epal Skeifunni.

Vinnutími: klukkan 10-18 mánudaga til föstudaga og aðra hverja helgi.

Skemmtilegt starf í boði.

Við leitum að fagurkerum sem hafa reynslu af afgreiðslustörfum, ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, eru skipulagðir, sjálfstæðir og metnaðarfullir í vinnubrögðum.

Vinsamlegast sendið umsókn með starfsferilskrá og upplýsingum um meðmælendur fyrir 7. ágúst til elisabet@epal.is

CH24 stóll Hans J. Wegner – klassísk hönnun

Klassíski CH24 / Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr við og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

Góðir afslættir af útihúsgögnum frá Skagerak og Cane-line

Við bjóðum nú upp á  20% afslátt af útihúsgögnum frá Skagerak og Cane-line*. Takmarkað magn í boði, kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu úrvalið.  20% afsláttur af öllu sem til er á lager og 10% afsláttur af pöntunum.

Núna er tíminn til að draga fram útihúsgögnin og njóta veðurblíðunnar í garðinum eða á pallinum. Í Epal finnur þú úrval af glæsilegum og klassískum útihúsgögnum úr miklum gæðum sem endast vel og þola íslenskt veðurfar. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum eru dönsku fyrirtækin Skagerak og Cane-line.

Skagerak er danskt fjölskyldurekið hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 sem framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfi, ábyrgð og gagnsæi og nota þau aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína. Útihúsgögnin eru í klassískum skandinavískum stíl og má þar nefna Drachmann línuna sem er sérstaklega falleg.

Caneline er danskt hönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á hagnýtum og þægilegum húsgögnum. Caneline framleiðir hágæða viðhaldsfrí útihúsgögn sem þola vel veður, vind og frost. Caneline hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum í flokki útihúsgagna fyrir gæði og fallega hönnun.

Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska sumardaga í huga þar sem að útihúsgögnin fullkomna stemminguna. Hönnuðir Caneline hafa haft það að leiðarljósi að láta aldrei útlit víkja fyrir notagildi, og eru húsgögnin því bæði falleg og þægileg.

Verið velkomin í verslun okkar, Skeifunni 6 og fáðu ráðgjöf við valið á gæða útihúsgögnum.

Ash sófar frá Eilersen á frábæru tilboði

Við kynnum frábært tilboð á Ash sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. desember 2019.

Ash sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Ash sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

 

Knabstrup Keramik – klassísk dönsk hönnun

Knabstrup Keramik hefur frá árinu 1897 hannað og framleitt einstakt handverk og hágæðavörur fyrir heimilið. Blómavasar, krukkur, diskar og fleira í tímalausum litum og stíl sem gengur kynslóða á milli.

Knabstrup Keramik býr yfir ríkri hönnunarsögu og eflaust geta einhverjir fundið á heimilum sínum gamla muni úr smiðju Knabstrup. Árið 1907 komu fyrstu blómapottarnir í sölu hjá Knabstrup og stuttu síðar var Knabstrup orðinn stærsti framleiðandi í blómapottum í Skandinavíu. Árið 1914 má í fyrsta sinn sjá frægu sultukrukkunum frá Knabstrup bregða fyrir sem áttu eftir að seljast gífurlega vel, og höfðu þær sögulega séð mikil áhrif á fyrirtækið. Í kringum árið 1930 framleiddi Knabstrup um 18.000 blómapotta á dag og á sama tíma framleiddu þeir um helming landframleiðslu Danmörku í sultukrukkum.

Með tímanum bættist við vöruúrvalið fallegir skrautmunir fyrir heimilið og enn í dag má finna blómapotta og krukkur í vöruúrvali Knabstrup.

 

Knabstrup Keramik vörumerkið fæst nú í Epal. 

Ro Collection fæst í Epal

Ro Collection er spennandi danskt vörumerki sem leggur áherslu á gæði og handverk. Ro var stofnað árið 2013 og hefur notið mikillar velgengni síðan, línan þeirra samanstendur af glæsilegum glervösum, kertaluktum, viðarbrettum og ofnheldum leirskálum sem eru sérstaklega fallegar og eru vörurnar einnig á góðu verði.

Kíktu við hjá okkur í Epal og sjáðu spennandi úrvalið frá Ro Collection

Sjáðu úrval Ro Collection í vefverslun Epal –