Jólaborðið í Epal Skeifunni : Hanna Ingibjörg Arnardóttir

Hanna Ingibjörg Arnardóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 18. – 31. desember.

Hanna Ingibjörg ritstýrir tímaritunum Húsum og Híbýlum ásamt Gestgjafanum en hefur hún starfað í 14 ár sem blaðamaður og ritstjóri hjá útgáfufélaginu Birtíngi. Hanna Ingibjörg er mikill fagurkeri og kann vel að meta góða hönnun og nýtur þess að ferðast reglulega ásamt því að njóta góðrar matagerðar.

Við þökkum Hönnu Ingibjörgu fyrir fallega skreytt jólaborð dekkað vörum úr Epal.

 

Jólaborðið í Epal Skeifunni : Karitas Sveinsdóttir

Innanhússarkitektinn Karitas Sveindsóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 12. – 18. desember.  

Karitas lauk námi í innanhússarkitektúr frá IED í Mílanó og rekur í dag ásamt eiginmanni sínum, hönnuðinum Hafsteini Júlíussyni, hönnunarstofuna HAF Studio ásamt versluninni HAF Store og hafa þau vakið verðskulduga eftirtekt jafnt innanlands sem og erlendis fyrir hönnun sína. 

Ásamt því að hanna veitingarstaði, einkaheimili og hótel hefur Karitas einnig tekið að sér persónulega innanhússráðgjöf. 

Karitas og Hafsteinn hönnuðu í ár Jólaóróann fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Gáttaþef sem seldur er m.a. í verslunum Epal dagana 7. – 21. desember. 

Jólaborðið í Epal Skeifunni : Þórunn Árnadóttir

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 5. – 11. desember. Þórunn lauk námi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands og fór þaðan í mastersnám í Royal College of Arts í London. Þórunn er hvað þekktust fyrir hönnunarvörumerki sitt 54Celsius sem framleiðir Pyropet dýrakertin sem hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár og víða hérlendis og erlendis. Verk hennar hafa verið sýnd í galleríum víða um heim, og má þar nefna V&A safnið í London, Triennale í Mílanó ásamt Spark Design space í Reykjavík.

Þórunn hefur undanfarin ár einnig vakið mikla athygli fyrir hönnun á jólagluggum verslana Geysis í miðbænum og hlotið fyrir það viðurkenningu borgarinnar fyrir fallegasta gluggann. Þórunn Árnadóttir hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir verk sín, m.a. árið 2013 var hún kosin af Times Magazines sem ein af 50 einstaklingum sem skapa framtíðina og árið 2015 var hún kosin af Formex Nova sem “Nordic Designer of the Year”.

 

Borðið er skreytt hönnun Þórunnar, Pyropet kertum í nýjum lit sem mynda aðventukrans, borðstellið er frá iittala og heitir Teema, ásamt Essence glösum frá iittala og iittala jólakúlur eru notaðar sem skraut á diskana. Hnífapörin eru frá HAY, vatnsglösin eru Ripple frá Ferm living og bleiku skilaboðakertin eru einnig hönnun Þórunnar Árnadóttur frá Pyropet.

Jólaborðið í Epal Skeifunni : Reykjavík Trading co.

Jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 28. nóvember – 4. desember er glæsilegt. 

Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir eru hönnuðirnir á bak við Reykjavík Trading Co. Þau sérhæfa sig í handgerðum gæðavörum fyrir heimilið og vinna aðallega með náttúruleg efni eins og leður, við og ull. Náttúran er helsti innblástur þeirra og jarðlitir eru ríkjandi í allri þeirra hönnun. Anthony og Ýr hafa hannað fyrir Dill, Kex og Skál ásamt því að hafa unnið með mörgum öðrum veitingastöðum, hótelum og kaffihúsum. Þau hjónin reka litla búð sem kallast The Shed (Skúrinn) en þar eru þau einnig með vinnuaðstöðu.

Fyrir jólaborðið völdu þau að stilla upp kaffiboði þar sem þau erum bæði miklir sælkerar og finnst fátt betra en að gæða sér á ljúffengum kökum og ilmandi kaffi í góðum félagsskap. Kaffiboð eru að þeirra mati ómissandi hluti af aðventunni og góð leið til að eiga gæðastund með fjölskyldu og vinum.
Litlu kopar rammarnir á borðinu sem sýna hvar hver og einn situr má nálgast í The Shed. Rammarnir eru gerðir til þess að hengja upp á vegg en í hverjum ramma eru þurrkuð laufblöð sem þau hafa safnað á ferðalögum sínum. Ljósaserían gefur hátíðlegt yfirbragð en hana má einnig finna í The Shed.

www.reykjaviktrading.com
@rvktradingco