Vetrarlína Moomin í ár ber heitið Snow Blizzard eða Snjóstormur og er áframhald af sögunni Vetrarundur í Múmíndal (1957) eftir Tove Jansson. Þessi fallega vörulína inniheldur fallega krús, skál, sett með fjórum smákrúsum og tvær teskeiðar.
Myndefni vörulínunnar sýnir hvernig snjóstormur blæs af miklu afli á Múmínsnáðann og gerir hann alveg ringlaðan!
Í sögunni Vetrarundur í Múmíndal segir frá því þegar vindhviður ganga yfir ísinn og láta tréin á ströndinni skjálfa. Hið mikla óveður hefur orðið til þess að ýmsar persónur leita skjóls í Múmíndal. Þau safnast saman í strandhúsinu og fyllast áhyggjum vegna Múmínsnáðans og krílisins Salóme sem eru bæði týnd í storminum.
Allt í einu er eins og stór hurð fjúki upp og allt verður dimmt. Múmínsnáðinn missir jafnvægið og rúllar eins og lítil hvít tunna. Að lokum verður hann þreyttur, snýr bakinu í átt að snjóstorminum og hættir að berjast gegn honum. Hlýr vindur flytur Múmínsnáðann mjúklega áfram í miðjum snjóstorminum og honum líður sem hann fljúgi. Krílið Salóme finnst í snjóskafli þar sem hinn háværi Hemúll bjargar henni.
Væntanlegt – Sebra Black Wooden edition – takmarkað upplag!
Sebra kynnir nú glæsilega svarta útgáfu af klassíska Sebra rúminu í takmörkuðu upplagi úr ‘FSC™ Certified wood’.
Black edition rúmið kemur í beyki sem meðhöndlað er með vatnsblönduðu og umhverfisvænu möttu svörtu lakki sem leyfir viðnum að njóta sín.
Við getum ekki beðið eftir Sebra Black Wooden útgáfunni en Sebra er líklega vinsælasta barnarúm allra tíma.
FSC vottun stendur fyrir (Forest Stewarship Council) þar sem skógum er stjórnað með sjálfbærum hætti og fólki sem þar starfar er tryggð menntun, vinnuöryggi og sanngjörn laun. www.fsc.org
Fylgist með á samfélagsmiðlum Epal þar sem tilkynnt verður þegar rúmið kemur í verslun sem verður snemma næsta árs.