

Við bjóðum nú 25% afslátt af Mission sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. ágúst 2021.
Mission sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Mission sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.
Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.
Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allan fyrir einstök gæði og fallega hönnun.
Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.