Forsalan er hafin á vinsæla lakkrís jóladagatali Lakrids by Bülow í vefverslun

Forsalan er hafin í vefverslun Epal á sívinsæla jóladagatalinu frá Lakrids By Bülow – Tryggðu þér eintak!
Ímyndaðu þér 24 daga af einstakri lakkrísupplifun sem þú getur deilt með þeim sem þú elskar.
Fyrir 10 ára afmælisár jóladagatalsins hefur Lakrids by Bülow tekið saman bestu bragðtegundirnar frá upphafi í bland við splunkunýjar bragðtegundir sem kitla bragðlaukana.
Jóladagatalið frá Lakrids by Bulow leit fyrst dagsins ljós árið 2011 og er orðið í dag órjúfanlegur partur af jólaundirbúningi margra. Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara.
Danska fyrirtækið Lakrids by Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís.
Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakrids by Bülow lakkrísinn hefur notið mikilla vinsælda hérlendis og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.
Í dagatalinu er notaður 75% endurunninn FSC vottaður pappír og filma úr 58% plöntusykri.
Allt er endurvinnanlegt.
Forsalan er hafin á lakkrísdagatölunum í vefverslun Epal – tryggðu þér eintak! Glaðningur fylgir með öllum forpöntunum. 
Dagatalið hefur orðið uppselt öll undanfarin ár – ekki missa af þínu eintaki. Það er tilvalið að telja niður dagana til jóla með jóladagatalinu frá Lakrids by Bülow.

Nýtt frá FÓLK : MULTI vasar eftir Rögnu Ragnarsdóttur

MULTI er lína af vösum og skálum sem hæfa hvers kyns blómum og tilefnum. Galdurinn í Multi vösunum er að einungis eitt mót er notað við blástur glerhlutanna, en eftirá eru vasarnir unnir í kaldri vinnu, svo úr verða mismunandi vasar og skálar. Form vasanna er sterkt og grípandi og við hvern skáskurð fá þeir nýja ásýnd og hlutverk. Multi línan er hönnuð af Rögnu Ragnarsdóttur fyrir FÓLK og vasarnir eru munnblásnir í Tékklandi.

Þú finnur MULTI vasana í vefverslun Epal.is

 

KINTO vandaðar japanskar lífstílsvörur

KINTO er japanskt lífstílsmerki sem býður upp á vandaðar vörur fyrir heimilið með einfaldleikann að leiðarljósi og sameina í vöruúrvali sínu japanska fagurfræði og notagildi. Hversdagslegar vörur sem auðga daglegt líf, falleg ferðamál, borðbúnaður, vasar, blómapottar, matarstell fyrir börnin og margt fleira.

KINTO er nýtt vörumerki í Epal, kynntu þér glæsilegt úrval í vefverslun Epal.is