Kubus 8 RAW er einstakur safngripur, áletraður og númeraður og aðeins seldur í forsölu til 1. ágúst.



MODU eru spennandi og skemmtilegir byggingarkubbar sem efla hreyfifærni og ímyndunarafl barna á öllum aldri. MODU kubbarnir eru opin leikföng sem notið hafa sívaxandi vinsælda og er um að ræða leikföng sem hafa ekki fyrirfram ákveðið hlutverk og reynir því á skapandi hugsun barnsins, hugmyndaflug og sjálfstæði í leik. Eftir því sem barnið þroskast finnur það nýjar leiðir til að leika með MODU kubbana sem lengir líftíma leikfangsins.
MODU er sett af kubbum, tengipinnum og hjólum sem hægt er að setja saman á óteljandi vegu og útbúa spennandi leikföng sem ýtir undir opinn og virkan leik sem jafnvel margir geta unnið að saman, ungir sem aldnir. MODU leikföngin eiga heima á hverju heimili og eru fyrir börn á öllum aldri.
MODU koma í þremur settum, Curiosity, Explorer og Dreamer og i tveimur litum – gulum og bláum.
MODU er framleitt úr 100% endurunnu ABS plasti og eiturefnalausri EVA – frauðplasti. Öll efnin eru 100% phthalate og BPA frí og standast hæstu staðla í Evrópu varðandi öryggi leikfanga. Auðvelt er að viðhalda kubbunum og má þvo þá í uppþvottavél þegar á þarf að halda.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is
Keppnin er opin öllum þeim sem eru með sköpunar- og hönnunar áhuga í fyrirrúmi. Dómnefnd velur þrjú verk sem vinna til verðlauna og verða verkin sýnd í Epal Gallerí, Laugavegi 7, dagana 15. ágúst til 29. ágúst.
Peningaverðlaun eru fyrir þrjú efstu sætin. Verðlaunin eru eftirfarandi:
Dómnefnd skipa
Skilafrestur er til 23. júní 2022.
Allar tillögur skal senda, ásamt stuttri lýsingu á listamanni og verki, á netfangið: samkeppni@epal.is
Athugið að hver hönnuður má senda inn fleiri en eitt verk. Ítarlegri upplýsingar um keppnina er að finna hér.
Við hvetjum þátttakendur til að kynna sér stefnu Paper Collective á heimasíðu þeirra hér.
Skilmálar: