Íslensk hönnun frá Paper Collective

Danska hönnunarmerkið Paper Collective kynnti á dögunum glæsilega vorlínu sína sem inniheldur nokkur verk eftir íslenska listamenn og hönnuði. Verkin sem um ræðir eru vinningsverk úr samkeppni sem haldin var sumarið 2022 á vegum Epal og Paper Collective. Útkoman var einstakt úrval af verkum eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og listamenn og eru nú vinningsverkin framleidd af Paper Collective og verða seld í Epal.
Fyrsta sætið hlaut Berglind Rögnvaldsdóttir með verkin Nature is Female og Bubble Gum. Annað sætið hlaut Hjörtur Matthías Skúlasson með verkið Dansari og þriðja sætið hlaut Kristín Sigurðardóttir með verkið Kyrr.
Gaman er að segja frá því að Paper Collective hélt áfram samstarfi við Kristínu Sigurðardóttur eftir samkeppnina og hefur hún nú hannað tvö verk til viðbótar sem eru hluti af nýrri vorlínu Paper Collective sem er væntanleg.
Paper Collective framleiðir plaköt eftir eftirsótta grafíska hönnuði, teiknara og listamenn sem koma frá öllum heimshornum og rennur hluti af hverju seldu plakati til styrktar góðgerða. Paper Collective er með það markmið að leiðarljósi að list sé fyrir alla og einnig að góð hönnun geti gefið af sér. Árið 2020 hófu þau byggingu á skóla í Taplejung í Nepal sem núna 400 börn njóta góðs af og var verkefnið fjármagnað að fullu með sölu á Paper Collective veggspjöldum um allan heim. Næsta góðgerðarverkefni er að styrkja WWF Waste to Value verkefnið sem berst gegn plastmengun í Kenýa, Afríku, ásamt því að útvega störf og stuðla að auknum hagvexti á staðnum.
Paper Collective er með sjálfbæra framleiðslu sem fer öll fram í Danmörku og er aðeins notast við hágæða FSC vottaðan pappír og eru þeir einnig með Svansmerkið. Verkin frá Paper Collective eru afar fjölbreytt og því ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.
Epal er söluaðili Paper Collective á Íslandi og er hægt að skoða úrvalið hér. 

Iceland Review 60 ára – Ljósmyndasýning í Epal Gallerí

Í ár fagnar Iceland Review 60 ára afmæli tímaritsins. Fyrsti viðburðurinn í tilefni afmælisins er ljósmyndasýning í Epal Gallerí, Laugavegi 7 með nýjustu myndunum úr langri sögu blaðsins.
Sýningin opnar formlega þriðjudaginn 24. febrúar klukkan 16:00 – 18:00.
Í ágúst 1963 kom út fyrsta tölublaðið af Iceland Review. Haraldur J. Hamar leiddi metnaðarfulla ritstjórn sem vildi veita ferðalöngum, viðskiptafólki og almenningi utan Íslands innsýn í lífið hér á landi, söguna, fólkið og verðmætin sem þau sköpuðu.
Síðan þá hefur Iceland Review sagt sögur af land og þjóð í máli og myndum. Eldgos, jarðskjálftar, efnahagsundur og áföll, fyrstu skref tónlistarfólks á borð við Björk og Sigur Rós og fimm forsetar lýðveldisins hafa prýtt síður tímaritsins í gegnum tíðina.
Mynd segir meira en 1000 orð og ávallt hefur verið lögð áhersla á metnaðarfulla og vandaða ljósmyndun. Ljósmyndarar blaðsins hafa fest á filmu kraftinn í fossunum, hitann í rauðglóandi hrauni, vegalengdir hálendisins og andlit íslensku þjóðarinnar.
Á sýningunni má sjá nýjustu myndirnar úr langri sögu blaðsins í bland við eldra efni. Þó liðnir séu sex áratugir sjáum við ennþá nýja fleti á landi og þjóð.
Verið hjartanlega velkomin,
Opið alla daga frá klukkan 10:00 – 18:00.
Posted in Óflokkað

Nýtt frá Louis Poulsen – AJ garðljós

Louis Poulsen kynnir AJ garðljós sem nú er fáanlegt í sérpöntun. Klassíski AJ lampinn var hannaður af Arne Jacobsen árið 1960 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn og kynnir nú Louis Poulsen til sögunnar tímalaust og glæsilegt garðljós – AJ Garden Bollard sem bætist við vinsælu AJ lampaseríuna.

Fáanlegt í tveimur stærðum. / Sérpöntun.

Fritz Hansen og Tívolí

Töfrandi samstarf Tívolí í Kaupmannahöfn og Fritz Hansen 
 
Uppgötvaðu hvað gerist þegar Tivoli og Fritz Hansen vinna saman að því að skapa einstaka upplifun fyrir veitingarstaðagesti garðsins.
Útkoman er töfrandi umhverfi á heimsmælikvarða en bæði Tívolí (179 ára) og Fritz Hansen (150 ára) eiga ríka sögu og eru í dag órjúfanlegur hluti af menningararfi dana og þjóðarsál.
 
Sjáðu myndirnar frá þremur glæsilegum veitingarstöðum hannaða með Fritz Hansen í Tivoli, Gemyse, Det Japansk Tårn og Cakenhagen þar sem hönnun Fritz Hansen fær sín vel notið.

Starfsmaður óskast í húsgagnadeild Epal Skeifunni

Vantar þig aukavinnu eða vinnu með skóla og ert með ríka þjónustulund? Þá erum við að leita að þér. Okkur vantar starfsmann í húsgagnadeild í Epal Skeifunni og umsóknir með starfsferilskrá óskast sendar fyrir 15. janúar, á netfangið: elisabet@epal.is

Sjáðu nánari upplýsingar um starfið hér neðar.

 

Posted in Óflokkað

LOJI HÖSKULDSSON X HAY

“The aftermath of a garden party” er afrakstur af einstöku samstarfi HAY við íslenska myndlistarmanninn Loja Höskuldsson sem kynnt var í fyrra á dönsku listahátíðinni CHART. Loji skapaði þar útsaumað listaverk úr 10 metra löngum Hay Mags sófa sem vakti mikla eftirtekt. Nú hefur HAY framleitt mjög takmarkað upplag í minni einingum af þessum einstaka safngrip sem nú er til sýnis og fáanlegur í verslun okkar í Skeifunni 6.

Heimili HAY á Íslandi er í Epal.