Nýtt og væntanlegt frá String – Pira G2

String kynnti á dögunum spennandi nýjung, Pira G2 sem er glæsileg og nútímalegri útgáfa af klassísku Olle Pira hillunum frá 1954 eftir arkitektinn Anna won Schewen og iðnhönnuðinn Björn Dahlström.

Pira G2 er fáguð og sterkbyggð í senn, byggð á einingum sem hægt er að setja saman á marga vegu eftir þínum hugmyndum og stíl en virðist nánast byggð sem ein sérsmíðuð heild. Pira G2 býður upp á þann möguleika að vera veggfest eða sett upp sem skilrúm, frá gólfi til lofts.

Pira G2 er væntanleg í Epal.

Vipp Rubbish – ný útgáfa af klassískri hönnun

Ruslatunna gerð úr rusli!
Vipp kynnir ‘Rubbish’ – endurunna útgáfu af klassísku ruslatunnunni sem hönnuð var árið 1939 og er nýja Vipp ruslatunnan gerð úr 75% endurnýttum efnum.

Það þarf vart að kynna Vipp til leiks, sem hanna ein fal­leg­ustu eld­hús síðari ára – með sögu sem nær allt aft­ur til árs­ins 1939 er pe­dal-tunn­an leit dags­ins ljós. Verk­fræðing­ar Vipp skoruðu á sig sjálfa með að end­ur­skoða fram­leiðslu tunn­unn­ar í þeim til­gangi að draga úr hrá­efnisnotkun með því að end­ur­nýta eig­in fram­leiðslu­úr­gang. Hver tunna kem­ur í stað 3,7 kg af stáli fyr­ir plast og sag sem ann­ars er brennt á ruslabrennslu­stöð. End­ur­vinnsla viðar­ins þýðir að CO2 er geymt í vör­unni frek­ar en losað út í and­rúms­loftið. Rubb­ish tunn­an verður fá­an­leg frá og með 15. fe­brú­ar 2023.

 

Canairi dönsk verðlaunahönnun sem bætir loftgæði

Canairi er dönsk verðlaunahönnun sem við teljum vera algjöra snilld!

Canairi er ferskloftsmælir sem segir þér til um hvenær rýmið þarfnast loftræstingar með því að kanarífuglinn fellur niður. Um leið og búið að er að lofta út og bæta loftgæðin fer fuglinn upp aftur.

Canairi er frábær leið til að framfylgja góðri loftræstingu á heimilum, skólastofum og vinnustöðum.

Sagt er að fyrr á tímum hafi námuverkamenn tekið kanarífugl með sér í kolanámur til að greina eitraðar lofttegundir. Þegar fuglinn féll í yfirlið var tími til að fara út í ferskt loft.

Þessi saga veitti hönnuðum Canairi innblástur til að bæta loftgæði innandyra þar sem við eyðum flest umtalsverðum tíma okkar og hafa góð loftgæði því bein áhrif á lífsgæði okkar. Slæm loftgæði geta auka líkur á höfuðverk, astma, ofnæmi og haft áhrif á svefngæði.

Canairi fuglinn fæst í vefverslun Epal.is og hjá okkur í Epal Skeifunni.

 

HAY Mags og Quilton sófar með 20% afslætti

Nýttu þér 20% afslátt af vinsælu Mags og Quilton sófunum frá HAY sem gildir til 31. mars. Mags og Quilton sófar frá HAY samanstanda af margnota einingum svo hægt er að sérsníða sófann eftir þínum hugmyndum, með legubekk, horneiningu eða viðbótarsætum til að henta hverju rými. Fáanlegir í úrvali af litum og áklæðum. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér úrvalið.

 

LOVE lakkrísinn er mættur

LOVE lakkrísinn er mættur og er alveg einstaklega ljúffengur! Fruity Caramel er ljúffengur saltur lakkrís með Dulce de Leche súkkulaði og sólberjum, og Strawberry & Cream er sætur súkkulaðihjúpaður lakkrís með jarðarberjum og rjóma. LOVE lakkrísinn er ómótstæðilegur og við mælum með að smakka báðar tegundir.

Þú finnur LOVE lakkrísinn í vefverslun Epal.is og í verslunum Epal