Epal Gallerí – Jörð, endurvakning íslenska leirsins

Verið velkomin á sýninguna ‘JÖRÐ’ í Epal Gallerí á Laugavegi 7 (kjallaranum í Epal verslun).

Ingibjörg Torfadóttir ljósmyndari ákvað eftir tvö leirrennslunámskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík að skrá sig í diplómanám í keramik hjá sama skóla. Strax í upphafi kviknaði mikill áhugi á íslenska leirnum og eiginleikum hans en margir telja hann vera ónothæfan vegna þess hversu ung jarðsaga Íslands er. Íslenskur leir þolir yfirleitt ekki háa brennslu, bráðnar gjarnan og er því tilvalinn í glerunga. Þetta vakti mikinn áhuga hjá Ingibjörgu enda var íslenskur leir mikið notaður á Íslandi áður fyrr þegar innflutningur á leir var bannaður. Ingibjörg lagði því af stað í stórt rannsóknarferðalag þar sem hún safnaði leir frá Borgarfirði Eystra til að sjá hversu sterkur hann væri og hvort hann gæti í raun þolað hábrennslu án þess að bráðna.

Á sýningunni má sjá afrakstur rannsóknarinnar ásamt öðrum leirmunum úr steinleir og postulíni sem Ingibjörg bjó til í námi sínu við Myndlistaskólann í Reykjavík. Ásamt keramikmunum sýnir Ingibjörg einnig ljósmyndir en þær eru allar frá þeim töfrandi stað, Borgarfirði Eystra.

Til að fylgja Ingibjörgu á instagram smelltu þá HÉR

Sýningin er frá 4. – 25. júní og er opin frá 10-19 mánudaga – föstudaga, 10-18 laugardaga og 11-18 á sunnudögum.

Við hvetjum alla eindregið til að mæta, sjón er sögu ríkari!

 

Nýtt frá Design House Stockholm – Birds 1967

Fuglanir hennar Lisu Larson (1931-2024), sem var einn þekktasti og ástsælasti hönnuður Svíþjóðar, höfðu hreiðrað um sig í sumarhúsi hennar frá árinu 1967 sökum þess hve erfitt reyndist að framleiða þá. Næstum því gleymdir ásamt svo mörgum öðrum gimsteinum eftir þessa virtu listakonu sem skapaði list í yfir sjö áratugi.

Nú hafa fuglarnir verið endurvaktir og fá að leika frjálsir eftir að Design House Stockholm hóf framleiðslu á þessum líflegu fuglum sem innblásnir eru af blómlegu tímabilinu í kringum lok sjöunda áratugarins. Birds 1967, fuglarnir eftir Lisu Larsson eru mættir í Epal.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is