Epal Gallerí : Kjartan Sveinsson – Íslenzk blokk

Í Epal Gallerí sýna 5. árs nemar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands afrakstur kortlagningar á höfundaverki Kjartans Sveinssonar.

KJARTAN SVEINSSON: ÍSLENZK BLOKK

Sýndur verður afrakstur kortlagningar nemenda á höfundaverki Kjartans Sveinssonar (1926-2014). Áhersla hefur verið lögð á að gera fjölbýlishúsum Kjartans skil en á sýningunni má finna líkön og teikningar af völdum byggingum á höfuðborgarsvæðinu.

Á árunum kringum 1960 fram á tíunda áratug síðustu aldar risu hátt í 10.000 íbúðir í fjölbýlishúsum eftir Kjartan. Um er að ræða svo viðamikið framlag til byggðs umhverfis hér á landi að ekki verður fram hjá því litið. Verkin voru afar umdeild meðan Kjartan lifði en nú er kominn tími á endurmat.

Ljósmyndari: Laufey Jakobsdóttir

Takmarkað upplag! PH 2/1 Dusty Terracotta

Louis Poulsen kynnir PH 2/1 borðlampann eftir Poul Henningsen nú í glæsilegri Dusty Terracotta útgáfu í takmörkuðu upplagi. Lampinn er smágerð útgáfa af klassíska borðlampanum með með munnblásnum glerskermi úr fjögurra laga lituðu gleri og lampafæti úr kopar sem fengið hefur á sig fallega áferð með tímanum.

PH 2/1 Dusty Terracotta verður aðeins fáanlegur frá 1. október til 31. desember 2024. Forsalan er hafin, tryggðu þér eintak með því að smella á þennan hlekk.