LIFUN tímarit er komið út og ljósmyndasýning opnar í Epal Gallerí

Fyrsta tölublað LIFUNAR er nú komið út. LIFUN er tímarit með myndum af íslenskum húsum og heimilum, heima og að heiman og er gefið út af þeim Höllu Báru Gestdóttur hönnuði og Gunnari Sverrissyni ljósmyndara.
Í tilefni útgáfu LIFUNAR opnaði ljósmyndasýningin HEIMA Í 25 ÁR í Epal Gallerí, Laugavegi 7, og stendur yfir í viku.
Það eru 25 ár síðan við byrjuðum að búa og sömuleiðis 25 ár síðan við fórum að mynda heimili fólks. Búskapurinn og ljósmyndunin hafa haldist í hendur. Á öllum þeim stöðum sem við höfum búið höfum við komið okkur vel fyrir og liðið vel. Íbúðirnar hafa verið ólíkar, við höfum byggt hús, búið í útlöndum, verið í nýju og gömlu. Í gegnum árin höfum við alltaf myndað heimili okkar til að eiga minningar.

Myndirnar á sýningunni eru brot af þeim og árunum 25. Þær sýna þróun búskapar og breytingar sem verða á útliti og yfirbragði. Við höfum alltaf sagt að það að mynda heimili fólks sé að skrásetja samtímann og segja sögur. Við, og sérstaklega Gunnar, höfum myndað svo mörg heimili á þessum árum að við höfum ekki tölu á þeim. Með því að taka saman myndir af okkar heimili opnum við dyrnar fyrir ykkur eins og aðrir hafa gert fyrir okkur.

Verið velkomin, Halla Bára og Gunnar.“

LIFUN er tímarit í bókaformi og er í góðum gæðum. Tilvalið í jólapakkann! Verð: 4.990 kr. og fáanlegt í verslunum Epal Skeifunni og Epal Laugavegi – og væntanlegt í vefverslun Epal.is

Ragnhildur blómaskreytir í Epal Skeifunni 14. – 15. nóvember

Ragnhildur Fjeldsted blómaskreytir verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana 14. – 15. nóvember og sýnir hvernig hægt er að útbúa einfaldar og fallegar skreytingar og kransa fyrir aðventuna, sem skemmtilegt er að tvinna saman með fallegum kertastjökum og blómavösum frá Epal.

Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð jólakransa og jólaskreytinga ásamt einfaldari gerð blómaskreytinga sem flestir ættu að geta nýtt sér. Ragnhildur mun vera hjá okkur í Epal Skeifunni frá kl. 14 – 18 fimmtudag og föstudag, 14. -15. nóvember.

Verið hjartanlega velkomin.

Jólagjafahugmyndir fyrir matgæðinginn

Gjafasettin frá Printworks eru skemmtileg jólagjöf fyrir matgæðinga og eru einnig tilvalin gestgjafagjöf í matarboðin sem framundan eru. The Essentials eru glæsileg gjafasett sem innihalda alla nauðsynlegustu hlutina í nokkrum ólíkum þemum, áhöld til að hrista kokteila, áhöld fyrir ostabakkann, áhöld fyrir pizzakvöldið og fleira.

Umbúðirnar eru fallega hannaðar og eftirtektaverðar og koma því ekki aðeins skipulagi á hlutina í eldhúsinu, einnig flottan stíl, og eru falleg til uppstillinga í eldhúsið. The Essentials er frá sænska lífstílsvörumerkinu Printworks sem vakið hefur athygli fyrir skemmtilegt vöruúrval.

Sjáðu úrvalið af The Essentials gjafasettunum í vefverslun okkar