Frumsýning vörulínunnar BAÐ

Fagnaðu með okkur útkomu vörulínunnar BAÐ á miðvikudaginn þann 27. nóvember milli klukkan 17:00 – 19:00.
– Hönnuðir verða á staðnum og kynna BAÐ vörulínuna.
– Happdrætti þar sem tveir heppnir hljóta veglega BAÐ gjafakörfu. – 10% afsláttur af allri smávöru í Epal Skeifunni á meðan viðburði stendur.
Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fyrir vörumerkið IHANNA HOME, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Unnur Valdís Kristjánsdóttir fyrir vörumerkið Flothettu og Sóley Elíasdóttir fyrir vörumerkið SÓLEY.
Dagskrá:
17:15 Lýsing á BAÐ og ferlinu hvernig þetta fór af stað og hvernig þetta hefur þróast. Baksaga verkefnisins, tilvist Epal Design og metnaður þess og ásetningur. Samhengi hlutanna útskýrt og framtíðar hugsjónir teiknaðar. Hönnuðir kynntir og þeirra verkum lýst og spurningum svarað.
18:00 Dregið í leik þar sem 2 heppnir gestir fá gjafakörfu með hlutum úr BAÐ línunni.
19:00 Viðburði lýkur.
Það verður í boði 10% afsláttur af allri smávöru hjá Epal á meðan viðburði stendur.
Nánar um BAÐ
-íslensk baðmenning í hávegum höfð.
Epal hefur frá byrjun verið leiðandi afl í stuðningi við íslenska hönnun og hefur Epal Design framleitt úrval íslenskrar hönnunar í náinni samvinnu við vel valda hönnuði.
Markmið Epal Design er að framleiða vandaða, tímalausa og stílhreina hönnun með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Áhersla er lögð á íslensk stílbrigði, fágun og gæði.
Baðmenning okkar er á svo margan hátt einstök og allir íslendingar tengja við hana. Heita vatnið okkar er mikilvæg náttúruauðlind og í raun ótrúleg hversdagsgæði að hafa aðgengi að henni.
Það er gott fyrir sál og líkama að njóta þessara náttúrugjafar, hvort sem er í sundlaugum, heilsulindum eða heima.
Sumarið 2023 hófst samtal með sérhæfðum hönnuðum sem þekkja málaflokkinn vel og vöruþróun hefur staðið yfir sleitulaust síðan. Forkynning var á Hönnunarmars 2024 og nú er komið að því að bjóða vörurnar til sölu.
Verkefnið samanstendur af ýmsum nytjahlutum, bæði fyrir heimilið sem og heimsóknir á baðstaði.
Hönnuðirnir:
Margrét Jónsdóttir er þekkt leirlistakona sem hefur unnið mikið með íslenska náttúru og hennar hönnun einkennist af leik með leir, glerung, form og áferð.
Unnur Valdís er hönnuður Flothettunar og hefur skapað frjótt samfélag sem stundar flot víðsvegar um landið sem hefur róandi og sefandi áhrif í heimi álags og spennu.
Ingibjörg Hanna er grafískur hönnuður sem hefur tekið ástfóstri við textíl. Hún blandar saman grafískum formum við áferð textílsins og endurskapar landslag Íslands á einfaldan og stílhreinan hátt.
Sóley vinnur með aldagamlar hefðir í nútíma samhengi og innvefur þær í vörur sínar. Íslenskar jurtir eru undirstaðan hjá Sóleyju í þróun hennar á sápum, kremum og bað söltum.

LIFUN tímarit er komið út og ljósmyndasýning opnar í Epal Gallerí

Fyrsta tölublað LIFUNAR er nú komið út. LIFUN er tímarit með myndum af íslenskum húsum og heimilum, heima og að heiman og er gefið út af þeim Höllu Báru Gestdóttur hönnuði og Gunnari Sverrissyni ljósmyndara.
Í tilefni útgáfu LIFUNAR opnaði ljósmyndasýningin HEIMA Í 25 ÁR í Epal Gallerí, Laugavegi 7, og stendur yfir í viku.
Það eru 25 ár síðan við byrjuðum að búa og sömuleiðis 25 ár síðan við fórum að mynda heimili fólks. Búskapurinn og ljósmyndunin hafa haldist í hendur. Á öllum þeim stöðum sem við höfum búið höfum við komið okkur vel fyrir og liðið vel. Íbúðirnar hafa verið ólíkar, við höfum byggt hús, búið í útlöndum, verið í nýju og gömlu. Í gegnum árin höfum við alltaf myndað heimili okkar til að eiga minningar.

Myndirnar á sýningunni eru brot af þeim og árunum 25. Þær sýna þróun búskapar og breytingar sem verða á útliti og yfirbragði. Við höfum alltaf sagt að það að mynda heimili fólks sé að skrásetja samtímann og segja sögur. Við, og sérstaklega Gunnar, höfum myndað svo mörg heimili á þessum árum að við höfum ekki tölu á þeim. Með því að taka saman myndir af okkar heimili opnum við dyrnar fyrir ykkur eins og aðrir hafa gert fyrir okkur.

Verið velkomin, Halla Bára og Gunnar.“

LIFUN er tímarit í bókaformi og er í góðum gæðum. Tilvalið í jólapakkann! Verð: 4.990 kr. og fáanlegt í verslunum Epal Skeifunni og Epal Laugavegi – og væntanlegt í vefverslun Epal.is

Ragnhildur blómaskreytir í Epal Skeifunni 14. – 15. nóvember

Ragnhildur Fjeldsted blómaskreytir verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana 14. – 15. nóvember og sýnir hvernig hægt er að útbúa einfaldar og fallegar skreytingar og kransa fyrir aðventuna, sem skemmtilegt er að tvinna saman með fallegum kertastjökum og blómavösum frá Epal.

Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð jólakransa og jólaskreytinga ásamt einfaldari gerð blómaskreytinga sem flestir ættu að geta nýtt sér. Ragnhildur mun vera hjá okkur í Epal Skeifunni frá kl. 14 – 18 fimmtudag og föstudag, 14. -15. nóvember.

Verið hjartanlega velkomin.

Jólagjafahugmyndir fyrir matgæðinginn

Gjafasettin frá Printworks eru skemmtileg jólagjöf fyrir matgæðinga og eru einnig tilvalin gestgjafagjöf í matarboðin sem framundan eru. The Essentials eru glæsileg gjafasett sem innihalda alla nauðsynlegustu hlutina í nokkrum ólíkum þemum, áhöld til að hrista kokteila, áhöld fyrir ostabakkann, áhöld fyrir pizzakvöldið og fleira.

Umbúðirnar eru fallega hannaðar og eftirtektaverðar og koma því ekki aðeins skipulagi á hlutina í eldhúsinu, einnig flottan stíl, og eru falleg til uppstillinga í eldhúsið. The Essentials er frá sænska lífstílsvörumerkinu Printworks sem vakið hefur athygli fyrir skemmtilegt vöruúrval.

Sjáðu úrvalið af The Essentials gjafasettunum í vefverslun okkar