Taktu þátt í HönnunarMars í Epal dagana 2. – 6. apríl. Við erum byrjuð að taka á móti umsóknum!
Umsóknir óskast sendar inn hér https://www.epal.is/honnunarmars-i-epal/
![](https://www.epal.is/wp-content/uploads/2025/01/HonnMars-mobile-2-1024x1024.jpg)
Innköllun á Sebra leikfangi, teiknispjald / Drawing Board Magnetic.
Ákveðið hefur verið að kalla inn teiknispjald frá Sebra með lotunúmeri 106917 (sem finna má á baki leikfangsins) vegna mögulegs galla. Gallinn er talinn geta valdið því að stykki úr pennanum losni sem getur valdið köfnunarhættu fyrir ung börn.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum ykkur til að hætta notkun á leikfanginu samstundis og skila til okkar í Epal.