Flothetta : einstök íslensk hönnun

Flothetta er hönnunarverkefni sem varð til á Íslandi árið 2011 og gengur út á upplifun og nærandi samveru í vatni

Hugmyndasmiður Flothettu er Unnur Valdís Kristjánsdóttir, vöruhönnuður og vatnsmeðferferðaraðili. Flothetta sprettur úr reynsluheimi hennar sem Íslendings sem stundað hefur náttúru- og sundlaugaferðir frá blautu barnsbeini. Þannig samtvinnast áhugi Unnar Valdísar á hönnun og að vinna með heita vatnið til heilsueflingar, slökunar og endurnæringar. Flotbúnaðurinn er hannaður til að veita líkamanum áreynslulausan flotstuðning í vatni, skapa aðstæður fyrir djúpslökun, draga úr verkjum í vöðva og stoðkerfi líkamans. Þetta góða slökunar- og vellíðunarástand sem næst í þyngdarleysi vatnsins gerir okkur kleift að losa um andlega og tilfinningalega streitu og skapa samhljóm, tengingu og jafnvægi.
Síðan Flothetta kom á markað hafa orðið til áhugaverðar og endurnærandi nýjungar í baðmenningu þjóðarinnar. Hönnunin hefur náð að skapa heim upplifanna og nærandi samveru í vatni. Segja má að Flothetta hafi ekki einungis gefið af sér samfélag, heldur einnig menningu.

Innköllun á teiknispjaldi frá Sebra

Innköllun á Sebra leikfangi, teiknispjald / Drawing Board Magnetic.

Ákveðið hefur verið að kalla inn teiknispjald frá Sebra með lotunúmeri 106917 (sem finna má á baki leikfangsins) vegna mögulegs galla. Gallinn er talinn geta valdið því að stykki úr pennanum losni sem getur valdið köfnunarhættu fyrir ung börn.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum ykkur til að hætta notkun á leikfanginu samstundis og skila til okkar í Epal.

Nýtt sælkeravörumerki – Bacanha

Bacanha er franskt sælkeravörumerki sem hefur frá árinu 2013 útbúið brut síróp (hrátt síróp), innblásið af handverksaðferðum frá París með því að notast eingöngu við náttúruleg hráefni, allt frá ávaxtaþykkni til ilmkjarnaolíu, og án allra gerviefna og rotvarnarefna. Þessu franska vörumerki hefur þannig tekist að endurskilgreina síróp með því að blanda saman hefðum, nýsköpun og sjálfbærni og leggur það ríka áherslu á gæði sem endurspeglast í vali þeirra á afar vönduðum innihaldsefnum.
Sykurinn sem notaður er í sírópin er fenginn frá Brasilíu, þar sem hann er framleiddur með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Þessi umhverfismeðvitaða nálgun Bacanha nær einnig til framleiðslu þeirra í Parísar, þar sem hver flaska er handpökkuð í gulbrúnu gleri til að varðveita gæði og bragð sírópsins og eykur geymsluþol.
Hvort sem sírópin eru notuð í kokteila, kaffidrykki eða til matreiðslu og baksturs bjóða Bacanha síróp upp á ekta bragðupplifun sem heiðrar bæði fortíð og framtíð sírópsframleiðslu.

 

 

Vandaðar nestisvörur fyrir skólann og vinnuna

Að taka með nesti í skólann eða vinnuna er gott markmið á nýja árinu. Þú finnur hjá okkur í Epal úrval af allskyns nestisboxum, brúsum og fleira undir nestið ☕️
Hvort sem þú ert á ferðinni, í skólanum, á skrifstofunni eða á meðan tómstunda og íþróttastarfi stendur, þá eru nestisboxin, drykkjarflöskurnar og hitamálin frá Black+Blum tilvalinn félagi fyrir daginn.
Black+Blum framleiðir hágæða og stílhreinar vörur til hversdagslegrar notkunar fyrir fólk sem er á ferðinni og eru vörurnar framleiddar með virðingu fyrir umhverfinu. Allar vörurnar eru sérstaklega vandaðar hvað varðar virkni, endingu og hönnun. Við mælum með að þú kynnir þér úrvalið í vefverslun Epal.is