BAÐ – sígildar og fágaðar vörur innblásnar af íslenskri baðmenningu

Nýja vörulínan okkar, BAÐ er nú mætt í vefverslun!

BAÐ er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv. Baðmenning Íslands á sterka og langa sögu og hefðir.
Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fyrir vörumerkið IHANNA HOME, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Unnur Valdís Kristjánsdóttir fyrir vörumerkið Flothettu og Sóley Elíasdóttir fyrir vörumerkið SÓLEY.

Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is