Í fyrsta sinn á Íslandi – Lakrids Lovers lakkrísinn!

Í fyrsta skipti á Íslandi, Lakrids Lovers lakkrís – fyrir alvöru lakkrísunnendur!  *mjög takmarkað magn og aðeins fáanlegur í verslunum Epal.
Nýjasta Lakrids Lovers útgáfan er Lime Crackle sem fáanleg verður í afar takmörkuðu upplagi í fyrsta sinn á Íslandi.
Lime Crackle sameinar spennandi bragð af límónu og sítrónu við hvítt mjólkursúkkulaði, salta lakkrísmiðju og græna stökka sykurhúð. Þessi samsetning af sætu og skörpu bragði býður upp á ljúffenga sítrussveiflu, sem lætur bragðlaukana þrá meira.
Lakrids Lovers eru sérútgáfur í litlu upplagi sem einkennast oft af spennandi bragðtegundum sem lagðar eru undir alvöru lakkrísunnendur sem fá að spá fyrir um framtíðarmögleika vörunnar. Áður hafa verið framleiddar sérútgáfur Lakrids Lovers af, Salty Rasberry, Sour Strawberry, Golden Oranges og fleiri bragðtegundum sem sumar hverjar hafa fengið að verða hluti af vöruúrvali Lakrids by Bülow.
Sérstakar Lakrids Lovers útgáfur frá Lakrids by Bülow eru aðeins framleiddar í mjög litlu upplagi og koma þær með QR kóða með könnun þar sem þú gefur þitt álit um bragð, áferð og hönnun lakkrísins. Þannig geta aðdáendur Lakrids by Bülow haft áhrif á framtíð vörunnar!

Our Society – nýtt vörumerki í Epal

Our Society er ungt danskt hönnunarmerki með það markmið að vilja standa fyrir nútímalegum gildum og framleiða hönnun fyrir næstu kynslóðir.

Our Society byggir á nútímalegu hugarfari varðandi efnisnotkun og vinnusiðferði og með einfaldan en sterkan stíl sem rammar inn stemmingu dagsins í dag á meðal hæfileikaríkra og skapandi einstaklinga um allan heim. Samnefnari allra hönnuða og þeirra lykilaðila sem koma að Our Society er að þau eru upprennandi og sækja þau innblástur til ungu kynslóðarinnar og því bjartsýna og nýstárlega hugarfari sem henni fylgir.
“Sem hönnunarmerki sem byggt er af næstu kynslóð er siðferðisleg og sjálfbær framleiðsla sjálfsagður hluti af DNA fyrirtækisins. Að vinna með ungum hönnuðum setur háar kröfur og viðmið hvernig hönnun skuli vera framleidd. Eru því allir framleiðsluaðilar handvaldir á staðnum og innan Evrópu sem er þeim mikilvægt og uppfylla þeir allir umhverfisstaðla og viðeigandi vottanir.”

Vorboðinn er páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow

Páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow er sannkallaður vorboði og er nú loksins mættur til landsins. 
Crispy Caramel, Crunchy Toffee og Passion fruit er páskalakkrísinn í ár, alveg ómótstæðilega góður og nánast ómögulegt að fá sér bara eina kúlu.
Crispy Caramel inniheldur stökka karamelluskel sem umlykur silkimjúkt dulche súkkulaði með hráu lakkrísdufti og mjúkri lakkrísmiðju. Flögur af sjávarsalti setja punktinn yfir i-ið.
Crunchy Toffee inniheldur mjúkt rjómasúkkulaði með stökkri karamellu og saltaður lakkrís. Svo ljúffengur!
B – Passion Fruit inniheldur sæta lakkrísmiðju hjúpaða hvítu súkkulaði með bragði af ástaraldin. Hin fullkomna blanda. B er einn vinsælasti lakkrísinn úr vöruúrvali by Bülow og nú í fyrsta sinn fáanlegur í páskaeggi.
Páskalakkrísinn er fáanlegur í sælkeraboxum sem er vinsæl gjöf, sem páskaegg og í gömlu og góðu klassísku umbúðunum.

Epal Gallerí : Myndlistarsýningin Fjúk II

Myndlistarsýningin Fjúk II stendur yfir í Epal Gallerí, Laugavegi 7, dagana 2. – 18. mars.
Sunna Björk hélt sína fyrstu myndlistarsýningu “Fjúk” hjá art67 í apríl 2024. Hún lærði myndlist í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og hélt síðan til Hollands að læra jazztónlist. Nokkrum árum seinna var ferðinni heitið til Flórens til að læra ljósmyndun. Sunna hefur gerst heimshornaflakkari til að fá sem mesta reynslu og upplifun. Hún hefur sótt innblástur úr náttúrunni, þá sérstaklega óbyggðum Íslands þar sem hún hefur stundað göngur síðustu ár. Hefur sú iðja haft áhrif á listtjáningu hennar.
Sunna notar olíumálningu í verkunum sínum sem einkennast af naumhyggju og hreinum stíl. Hún vinnur mikið með flæði og leyfir tilfinningum og hugmyndum að leika lausum hala þegar að hún mundar pensilinn.
Verið hjartanlega velkomin.