SKRIPO opnar í Epal Gallerí

Sýningin SKRIPO stendur nú yfir í Epal Gallerí, Laugavegi 7.
Að baki sýningarinnar standa æskuvinirnir þeir Guðjón Viðarsson og Kári Þór Arnarsson. Vinasamband þeirra hefur alla tíð einkennst af sköpun, allt frá fyrstu sameiginlegu teikningunum og að þeim málverkum sem þeir mála saman í dag.
Frá því sumarið 2023 hafa Guðjón og Kári málað myndir saman undir nafninu Skripo. Þeir vinna jafnan á tvo striga í einu, skiptast á að teikna og mála fígúrur, oft án þess að vita hvert verkið leiðir. Í sumum tilfellum teiknar annar aðeins augu eða handlegg áður en þeir skipta um striga og halda áfram á grunni hins. Þannig verður hver mynd samspil leikgleði, innsæis og sköpunar án fyrirfram ákveðinnar niðurstöðu.
Á sýningu Skripo, sem haldin verður í Epal Gallerí á Laugavegi dagana 4.-25. apríl, gefst gestum einnig kostur á að versla málverk, auk eftirprenta í takmörkuðu upplagi.

Opnunarhóf HönnunarMars í Epal 2025

Margt var um mann­inn í Epal Skeifunni þegar Hönn­un­ar­Mars var opnaður form­lega í gær.
Epal fagnar í ár fimmtíu ára afmæli sínu og tekur þátt í HönnunarMars sautjánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Til sýnis er hlaðborð af nýrri og áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og sumir einnig á erlendri grundu. Í Epal verða einnig til sýnis íslensk húsgögn sem eiga það sameiginlegt að hafa náð hæstu hæðum varðandi sölu- og verðmætasköpun og minna þau á mikilvægi og gildi góðrar hönnunar sem nýta má sem verðmæta auðlind.
Einnig var til sýnis íslenska vörulínan BAÐ sem er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv.

Sýningin Íslensk hönnun á öllum aldri stendur yfir dagana 2. – 5. apríl í Epal Skeifunni.

Ljósmyndari: Ingibjörg Torfadóttir

Ljósmyndari: Ingibjörg Torfadóttir