9 NÝIR LITIR SJÖUNNAR

Sjöan sem hönnuð var af Arne Jacobsen árið 1955 er í dag mest seldi stóll í heiminum og hefur selst í fleiri en 7 milljónum eintaka. Fritz Hansen fagnar í ár sextíu ára afmæli stólsins og fékk því til liðs við sig danska listamanninn Tal R til að velja 9 nýja liti á stólinn. Nýju litirnir fá þig til að sjá stólinn í nýju ljósi og munu þeir heilla nýjar kynslóðir. 
Tal R er ekki ókunnugur hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen sem fékk hann einnig til liðs við sig á fimmtíu ára afmælisári Eggsins. Tal R hefur haldið listasýningar víðsvegar um heiminn og er í sérstöku uppáhaldi hjá dönsku konungsfjölskyldunni sem fékk hann til að útbúa listaverk fyrir vetrarheimili þeirra, Amalíuborg í Kaupmannahöfn.

Tal-R-all-colours-576

Stólarnir eru komnir í Epal, komdu við og skoðaðu úrvalið.