Ótrúlegur árangur íslenskrar hönnunar

Hönnunarsýning í Epal í tilefni 10 ára afmælis HönnunarMars:

Í tilefni af 10 ára afmæli HönnunarMars opnaði Epal hönnunarsýningu í Skeifunni 6 undir yfirskriftinni Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd.

Á sýningunni í ár, er íslensk hönnun í kastljósinu sem náð hefur hæstu hæðum varðandi sölu og verðmætasköpun, bæði hér heima og erlendis. Jafnframt er hulunni svipt af nýjum áhugaverðum hönnunarvörum sem bundnar eru vonir við að verði einnig eftirsóttar.

Af áhugaverðum nýjum vörum á sýningunni nefnir Eyjólfur útskorin hreindýr eftir Pál Garðarsson, sem ganga undir nafninu Himneskir herskarar, og Epal hefur nú hafið framleiðslu á.

„Við fórum í samstarf við hann um framleiðslu á þessum vörum með tilstyrk Hönnunarsjóðs Epals, sem settur var á laggirnar á 40 ára afmæli Epal, m.a. með framlögum frá okkar viðskiptavinum. Þetta er fyrsta verkefni sjóðsins sem borgar framleiðslukostnaðinn. Eftir því sem varan selst skila svo fjármunirnir sér aftur inn í þennan ágæta sjóð sem aldrei tæmist,“ segir Eyjólfur.

Hönnunarvörur eftir hátt í 20 íslenska hönnuði eru á sýningunni í Epal, ásamt nemendasýningu frá Myndlistaskóla Reykjavíkur, undir stjórn Rögnu Fróðadóttur, sem ber heitið Úr böndunum.

gagn er lítið fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Sauðárkróki. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Magnúsi Frey Gíslasyni og Kolbrúnu Dögg Sigurðardóttur. Magnús er arkitekt og húsgagnasmiður. Kolbrún er kennari. Saman þróa þau vörurnar og framleiða á verkstæðinu sínu.

Útgangspunkturinn er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni. Þau reyna að horfa á hluti í umhverfi sínu sem að gætu notið góðs af því að verða strípaðir niður í sín grunn element. Þegar þangað er komið reyna þau að gera einfaldleikann fallegan með hlutföllum og efnisvali.

FÓLK frumsýnir nýja vörulínu á Hönnunarmars 2018 Lifandi hlutir. Línan er afrakstur úr samstarfi FÓLKs við Ólínu Rögnudóttur vöruhönnuð. Verkefnið fólst í að skapa abstrakt hluti fyrir heimilið sem hver um sig hefur fleiri en einn notkunarmöguleika. Í vörulínunni er hreinum hráefnum teflt saman við hrein form.

FÓLK sýnir einnig vörulínuna Urban Nomad Collection eftir Jón Helga Hólmgeirsson vöruhönnuð. Urban Nomad eru vegghillur sem vísa í líf hirðingjans, sem þarf ekki mikið til að hefja líf á nýjum stað. Nomad hillan er einn af þeim hlutum sem þú getur flutt með þér frá heimili til heimilis, þar sem hún getur gegnt mismunandi hlutverkum. Hún er hönnuð til að vera fjölnota, og við hana er hægt að kaupa fylgihluti sem auka notkunarmöguleika hennar.

Vorhús kynnir fyrsta matar-og kaffistell sinnar tegundar á Íslandi sem hannað er af listamanninum Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur.

Sveinbjörg hefur um árabil starfað sem hönnuður undir eigin nafni en fyrirtæki hennar Vorhús er nú á HönnunarMars að frumsýna fullbúið matar-og kaffistell í Epal í Skeifunni. Stellið er veglegt og samanstendur af matardiskum, djúpum diskum, kökudiskum, kaffi- og tebollum, tekatli, steikarfati, tertufati, sósukönnu, rjómakönnu og fylgiskálum í mismunandi stærðum. Það er því heildstætt og uppfyllir þarfir bæði stórra og lítilla heimila. Stellið er unnið úr hágæða hvítu postulíni og því endingargott og notendavænt í daglegri notkun sem og á hátíðisdögum. Fallegt og stílhreint yfirbragð mynstursins gefur stellinu klassískan blæ sem er í senn norrænn og með sterkum persónuleika hönnuðar.

Himneskir herskarar eru handverkstæði Páls Guðmundssonar þar sem tálgað er í tré og unnið með pappír og vír.  Þar má finna  fígúrur af ýmsu tagi, engla og hreindýr, elgi og fugla ásamt fleiru. Hreindýrin eru fyrsta vara sem gefin er út af Hönnunarsjóði Epal.

Hvít hreindýrin spretta úr jarðvegi íslensks handverks þar sem alúð er lögð við hvert smáatriði. Þau eiga uppruna sinn að rekja í hugarheim Páls Garðarssonar, urðu til við eldhúsborðið og þangað sóttu þeir sem kynntust þeim fyrst. Hreindýrin eru brot af stærri heimi þar sem einfaldleiki og lágstemmd kímni eru leiðarstef. Seinna tók kliðmjúkur bjölluhljómur hreindýranna á móti þeim sem rötuðu á verkstæði Páls. Og nú hefst nýr kafli í ferðalagi hvítu hreindýranna, og eru þau fyrsta varan sem gefin er út af Hönnunarsjóði Epal.

Ásamt nemendasýningu frá Textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur: Úr böndunum undir stjórn Rögnu Fróðadóttur. Sýningin „Úr böndunum“ er sýning á prjónavöru hönnun lokaársnema í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Nemendur hanna sérstaka innanhús vörulínu fyrir Epal sem framleidd er hjá prjónaverksmiðjunni Varma. Verkefnið er unnið í samstarfi við Epal, Varma, Ístex og Icelandic lamb.

Sýnendur:
Fólk Reykjavík
Ísak Winther
Gagn
Hring eftir Hring
Sveinbjörg by Vorhus living
Páll Garðarsson
Hanna Dís Whitehead
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Katrín Ólína
Sigurjón Pálsson
Þórunn Árnadóttir
Tulipop
Umemi
Helga Sigurbjarnadóttir
Chuck Mack
Sveinn Kjarval
Guðmundur Lúðvík
Vík Prjónsdóttir

Ásamt nemendasýningu frá Textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur: Úr böndunum undir stjórn Rögnu Fróðadóttur.