Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.
Stefánsson Studios er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars.
Stefánsson Studios er sjálfbært vörumerki hannað af Birtu Ísólfsdóttur. Aðal áhersla merkisins er hinn fágæti íslenski æðardúnn. Hugmyndafræði S. Stefánsson Studios á rætur sínar að rekja 60 ár aftur í tímann þegar hjónin Sæmundur Stefánsson og Úlla Knúdsen hófurækt við æðarfuglinn í Hrísey í Eyjarfirði. Einstakt samband hefur myndast milli manna og villtrar náttúru, í þessu tilfelli æðarfuglsins, þar sem fuglinn sækir í vernd mannsins og fjölgar sér á þeim svæðum þar sem dúnnin er týndur. Leitumst við eftir að auka verðmætasköpun fágætrar landbúnaðarafurðar og varpa um leið ljósi á þá möguleika sem liggja í samstarfi sem hefur gagnkvæman ávinning við villta náttúru.
Lítil vöruþróun hefur fylgt öflun æðardúns á Íslandi sem og annarstaðar og nánast öll uppskera íslenskra bænda er flutt úr landi sem hrávara og nýtt í sængur. Erum við því afar stolt að kynna fágæta vörulínu okkar yfirhafnir og trefla einangraða með íslenskum æðardún, minimalísk hönnun sem leyfir hráefninu að njóta sín til fulls. Allar vörur okkar eru framleiddar á Íslandi.