Í tilefni af 105 ára afmælisdegi Hans J. Wegner þann 2. apríl, hefur Carl Hansen & Søn afhjúpað einn þekktasta stól hönnuðarins, glæsilegan CH24 stól í olíuborinni hnotu með rauðu geitaskinni.
Í fyrsta sinn í sögu stólsins er hann kynntur í þessari einstöku útgáfu og verður aðeins til sölu þann 2. apríl í tilefni afmælisdags Hans J. Wegner.
Í lok tíunda áratugar síðustu aldar vann Hans J. Wegner náið með Carl Hansen & Søn að þróa leðurútgáfu klassíska CH24 stólsins sem færi vel með upprunalega stólnum þar sem sætið er ofið úr sterkum pappírsþræði. Með nýrri tækni og nýjum bólstrunaraðferðum sem þróaðar voru af sérhæfðu handverksfólki Carl Hansen & Søn varð þessi sérstaka takmarkaða útgáfa að raunveruleika.
Hver stóll er merktur með kopar plötu með áritun Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi hans. Sérstakar afmælisútgáfur Y – stólsins eru sérstaklega eftirsóttar hjá söfnurum og hönnunar aðdáendum sem fá nú tækifæri að eignast einstaka áritaða hnotu – leður útgáfu af elegant Y – stól Hans J. Wegner.
Afmælisútgáfan verður eingöngu til sölu 2. apríl.